Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt 5.900,- 19.500,- 7.500,- 13.900,- 19.900,- Í MIKLU ÚRVALI FYRIR DÖMUR OG HERRA www.frusigurlaug.is Glæsileg vefverslun - Frí póstsending - MJÓDD | S. 774-7377  Föstudagur: ...... 10 - 18 Laugardagur: .... 11 - 18 Sunnudagur: ..... 13 - 18 Velúrsloppur ll serur  Heimadress Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 Misty CHARM Spangalaus haldari með breiðum hlýrum og breiður í bakið. Efnið í skálinni er létt, mótar fallega og heldur vel. Frábært hversdags en líka í líkamsræktina. Verð 6.990,- Húsviðhald Gera fínt fyrir jólin? Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Sjómannafélag Íslands Aðalfundur Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 30. desember kl. 16.00 í félagsheimili Knattspyrnufélags Þróttar Engjavegi 7 í Laugardal. Fundarefni: Hefðbundin aðalfundarstörf Kosning um sameiningu Sjómannafélags íslands og Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Önnur mál Trúnaðarmannaráð SÍ Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Hreyfisalurinn er opinn milli kl. 9.30-11.30. AÐVENTUBINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 krónur, veglegir vinn- ingar. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir vel- komnir.- Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með Hönnu kl. 9-9.45. . Göngubretti, æfingarhjól með leið- beinanda kl. 12.30. Línudans kl. 13.30. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffi- sala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi Rósu kl. 10.15 í setustofu. Dalbraut 27 Upplestur úr kvæði Jóhannesar úr Kötlum um jóla- sveinana, kl. 11 í setustofu á fyrstu hæð. Vist kl. 14 í bókastofu. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Botsía kl. 10.15- 11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Hæðargarðsbíó kl. 13. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10. Föstudagshópurinn hittist kl. 10. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Jólapeysugerð með Handabandi og Ýrúrarí kl. 13. Jólatónleikar Tón- menntaskóla Reykjavíkur kl. 14.30. Hádegismatur frá 11.30 til 12.30 og vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið öll hjartanlega velkomin. Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Jólabingó FEBG í Jónshúsi kl. 13. Smiðjan Kirkjuhvoli opin kl. 14–17. Allir velkomnir. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjónakaffi kl. 10- 12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Jólabingó og Ljósmynda- klúbbur kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Sala á ýmsum hannyrða- og smávörum til söfnunar í styrktarsjóð fyrir Guðrúnu Nönnu. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.-12. Kl. 10.30 línudans, kl. 13 brids, kl. 13.30 botsía. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Brids í handavinnustofu 13. Upplestur frá Hörpu Rún á nýju bókinni sinni Eddu kl. 13.15. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, Jólabingó kl. 13.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln- um á Skólabraut kl. 11. Spilað í króknum og brids í Eiðismýri kl. 13.30. Ath. enginn söngur í dag. Athugið að næsta miðvikudag 18. desem- ber verður SÖNGUR OG SÚKKULAÐI í salnum á Skólabraut kl. 14.30. Þá syngjum við inn jólin og eigum notalega stund saman. Allir vel- komnir. Stangarhylur 4 Dansleikur Stangarhyl 4, sunnudagskvöld 15. desember kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum. Vantar þig smið? FINNA.is ✝ Árni Árnasonfæddist í Reykjavík 2. ágúst 1966. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. des- ember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Árni Haraldur Guð- mundsson stýrimað- ur, f. í Reykjavík 8. apríl 1928, d. 22. febrúar 2007, og Ingibjörg Sig- ríður Stefánsdóttir, f. á Arnar- stöðum í Núpasveit í N- Þingeyjarsýslu 9. ágúst 1929, d. 8. febrúar 2002. Systkini Árna eru Brynjólfur, f. 22. janúar 1949, d. 20. júlí 1994, Guð- mundur, f. 11. nóvember 1957, Lára Hrönn, f. 17. janúar 1959, Sigríður, f. 26. janúar 1961, og Haraldur, f. 9. febrúar 1964. Árni kvæntist 5. desember 1992 Aðalheiði Írisi Hjaltadóttur f. 2. september 1965, þau slitu nýlega samvistum. Synir þeirra eru Hjalti Stefán, f. 19. júlí 1987, sambýliskona hans er Júlía Björnsdóttir, f. 8. júlí 1992, búsett í Svíþjóð, og Þórir Róbert, f. 26. maí 1992, bú- settur í Hafnar- firði. Árni ólst upp í Geitlandi 3, Reykjavík, hann fór snemma að vinna, byrjaði hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og hjá Braga móð- urbróður sínum í Bifreiðarstilling- unni ehf. Árni var á sjó hjá Eimskip í nokkur ár, keyrði rútu og vann hjá Slökkviliði Reykjavíkur- flugvallar. Vorið 1997 byrjar Árni í Spartan School of Aeronautics í Tulsa USA og útskrifaðist í nóv- ember 1998 sem flugvirki. Hann hóf feril sinn hjá Icelandair, en stofnaði svo Flugvélaverkstæði Reykjavíkur í febrúar 2000 og rak það í nokkur ár. Árni tók svo flugvirkjaréttindi á þyrlur og vann við það fyrir marga á Ís- landi sem voru í flugrekstri. Hann vann einnig fyrir ýmis flugfélög erlendis. Útför Árna fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 12. desem- ber 2019. Nú er hann Árni vinur minn Árnason fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Okkar leiðir lágu saman snemma á þessari öld í gegnum flugið, en á þeim tíma rak Árni viðhaldsstöð fyrir minni flugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Þangað var alltaf gott að koma, ræða við Árna um lífsins gagn og nauðsynjar og láta hugann reika um allt mögulegt og ómögulegt sem hægt væri að gera. Alltaf var stutt í gamansemina og léttleik- ann þótt gott hafi líka verið að ræða alvarlegri málefni við hann. Árni var góður sálufélagi, traust- ur og heiðarlegur. Fljótt varð mjög gott vináttusamband okkar á milli sem aldrei skyggði á. Allt- af var Árni allur af vilja gerður að hjálpa til, úrræðagóður og lausnamiðaður þótt stutt hafi verið í prakkaraskapinn og strák- inn í honum. Ævintýraljóminn yf- ir þessum glaðhlakkalega dreng mun seint renna mér úr minni og ég vona svo innilega að hans bar- átta sé nú á enda runnin. Ég sendi Írisi, Hjalta, Þóri og fjölskyldu Árna mínar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum skrítnu og erfiðu tímum. Hannes Ástráður Auðunarson. Árni Árnason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Kveðja frá Sjóstanga- veiðifélagi Ak- ureyrar, SjóAk Það voru sorgarfregnir sem okkur í SjóAk bárust að kvöldi 23. nóvember sl. að félagi okkar, Hafþór Viðar Gunnarsson, væri látinn langt fyrir aldur fram. Hafþór var einungis 56 ára að aldri. Hafþór gekk í félagið árið 1989 og var því búinn að vera félagi í 30 ár þegar hann lést. Hann var mikill, fengsæll og vinsæll veiði- maður og vann til fjölda verð- launa á veiðiferli sínum. Hafþór varð stjórnarmaður í félaginu nokkrum árum eftir inngöngu og var í stjórn SjóAk í hartnær 20 ár. Hann var alltaf reiðubúinn til að vinna fyrir félagið hvar og hve- nær sem var og voru þau ófá Hafþór Viðar Gunnarsson ✝ Hafþór ViðarGunnarsson fæddist 6. mars 1963. Hann lést 23. nóvember 2019. Útför Hafþórs fór fram 5. desem- ber 2019. handtökin sem hann gerði fyrir félagið. Hafþór var sæmdur silfurmerki félagsins á 40 ára af- mæli þess árið 2004 en þá varð hann Ís- landsmeistari í stjóstangaveiði. Árið 2012, þegar Hafþór lét af störf- um í stjórn félags- ins, var hann sæmd- ur gullmerki SjóAk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Það fór ekki á milli mála við það tilefni að Hafþóri þótti afar vænt um þann heiður að vera sæmdur gullmerki félags síns. Í þessi 30 ár sem Hafþór var félagi féll varla úr heimamót hjá honum enda þótti honum afar vænt um félagið sitt og sýndi það í verkum og orðum. Eftirlifandi eiginkonu Haf- þórs, henni Önnu Ívarsdóttur, sonum, móður, systur og fjöl- skyldum sendum við í SjóAk okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan félaga lifa. F.h. stjórnar SjóAk, Sigfús Karlsson formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.