Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Heill frumskógur af gæludýrum... Í fiskana mig langar svo að setja í búrið stóra mamma segir þú færð tvo en pabbi segir fjóra. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18 L i f and i v e r s l un kíktu í heimsókn Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Langt og torvelt verkefni verður þess virði þegar þú kemur að leiðarlokum. Reyndu að sjá það besta í öllum að- stæðum sem mæta þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Treystu innsæi þínu fyrir alla muni, það hefur oft reynst þér vel. Reyndu að skynja hvað er að hrjá makann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú reynir verulega á hæfni þína í vandasömu verkefni. Láttu niðurstöður úr prófum ekki koma þér á óvart, þú átt þetta skilið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu eftir eigin sannfæringu og óttastu ekki því heilladísirnar vaka yfir þér. Þú færð boð í veislu sem þú ert efins um að þú eigir að fara í. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Misstu ekki sjónar á takmarkinu, þótt einhverjir smámunir séu að vefjast fyrir þér. Sköpunargleði og vinna með börnum, ást og rómantík munu setja svip sinn á komandi ár. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft helst að vera í einrúmi í dag. Álagið á þér undanfarið hefur verið allt of mikið. Þú hefur mikla persónutöfra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Farðu varlega í innkaupum í dag, þú freistast til þess að kaupa meira en þú hefur efni á. Gefðu þér tíma til þess að kynnast kostum þess og göllum að deila íbúð með öðrum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þín bíður óvænt ánægja í dag svo þér er fyrir bestu að reyna að vera á réttum stað á réttum tíma. Allir hafa gam- an af hrósi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það bætir og kætir að grípa til nýstárlegra vinnuaðferða, þótt einhvern tíma taki að komast upp á lagið með þær. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það sem þú veist ekki getur ekki skaðað þig. Farðu eftir sannfæringu þinni og þá mun þér farnast vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt rekast á einhver um- mæli, sem hafa mikil áhrif á þig. Hrein- skilni þín er oft til vandræða. Teldu stund- um upp að tíu áður en þú tjáir þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag. Það mætti halda að allar heilladísirnir hafi safnast saman í kringum þig, þú munt sjá það fljótlega. 70 ára Sigríður er frá Kringlu í Grímsnesi en býr í Kópavogi. Hún var bóndi á Kringlu og síð- ar saumakona hjá RB rúmum og fleirum. Maki: Sigurður Helgi Haraldsson, f. 1948, fv. bóndi og bensínafgreiðslumaður hjá Skeljungi. Börn: Hannes Guðbjörn, f. 1968, María Dröfn, f. 1970, Þorkatla Elín, f. 1977, Þor- björg Hlín, f. 1979, og Helena Ósk, f. 1984. Barnabörnin eru orðin tíu. Foreldrar: Hannes Guðmundsson Hann- esson, f. 1913, d. 1984, og Þorkatla Hólmgeirsdóttir, f. 1908, d. 1977, bændur á Kringlu. Sigríður Margrét Hannesdóttir 40 ára Ásgeir ólst upp í Grindavík og á Vopnafirði en býr í Reykjavík. Hann er að klára vélvirkjanám frá Borgarholtsskóla og er bílstjóri hjá Heklu. Maki: Ástrós Hera Guðfinnsdóttir, f. 1993, tækniteiknari og einkaþjálfari. Börn: Kristófer Jökull, f. 2015, og Þór- hildur Freyja, f. 2019. Foreldrar: Guðmundur Þór Ármanns- son, f. 1961, vörubílstjóri, búsettur í Keflavík, og Guðbjörg Pétursdóttir, f. 1961, vinnur í Bláa lóninu, búsett í Reykjavík. Ásgeir Davíð Guðmundsson Til hamingju með daginn Reykjavík Þórhildur Freyja Ásgeirs- dóttir fæddist 6. ágúst 2019 kl. 18.00. Hún vó 3.292 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Ásgeir Davíð Guðmundsson og Ástrós Hera Guðfinnsdóttir. Nýr borgari sveitarfélaga sér mjög vel. Ég hef alltaf haft gaman af þeim störfum sem ég verið í. Það er mikilvægt.“ Á sveitarstjórnarárunum fylgdu ýmis félagsstörf hjá Ólafi, bæði á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á útibússtjóri hjá Kaupþingi banka 2003-2007. Frá 2007 hefur Ólafur ver- ið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Rarik. „Fyrirtækið er með sinn rekstur á landsbyggðinni og því kem- ur þekking á mönnum og málefnum Ó lafur Hilmar Sverrisson er fæddur 13. desember 1959 í Reykjavík og ólst upp í Háaleitishverfi. Hann gekk í Hvassaleit- isskóla og Álftamýrarskóla, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk cand. oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1984. „Ég var í sumarvinnu eins og tíðk- aðist. Það var yfirleitt venjuleg vinna sem unglingar fengu á þessum árum nema sumarið þegar ég var 16 ára fór ég til sjós, nánar tiltekið með loðnu- bátnum Hilmi SU 171, sem fór þá í tveggja mánaða úthald á Nýfundna- landsmið. Ég hafði aldrei verið á sjó en ætlaði að þéna vel til þess að kaupa mér sportbíl. Þetta þótti ekk- ert tiltökumál og gekk það vel að ég fór tvo eða þrjá túra á loðnuveiðar fyrir Norðurlandi þegar heim var komið. Það var ekki fyrr en mínir strákar voru komnir undir tvítugt að ég áttaði mig á því að þetta hafði ver- ið frekar sérstakt. Það veiddist reyndar frekar lítið þannig að við fengum bara „tryggingu“ fyrir sum- arið og sportbíllinn varð að bíða betri tíma og bíður reyndar enn.“ Ólafur var skrifstofustjóri hjá Líf- eyrissjóði verslunarmanna 1984- 1986, sveitarstjóri í Grundarfirði 1986-1990, bæjarritari í Kópavogi 1990-1991, bæjarstjóri í Stykkishólmi 1991-1999, síðan forstöðumaður hjá Áburðarverksmiðjunni í stuttan tíma. „Ríkið hafði nýlega selt svæðið fjár- festum sem ætluðu að hefja upp- byggingu þar, sem ekki varð af og er ekki hafin enn.“ Ólafur var eftir það verkefnisstjóri hjá Flugmálastjórn við endurnýjun á Reykjavíkur- flugvelli. „Ég var þar líka stutt og var sjanghæjaður yfir í að vera fram- kvæmdastjóri Stáltaks, sem var sam- einað fyrirtæki Stálsmiðjunnar í Reykjavík, Slippstöðvarinnar á Akureyri og Kælismiðjunnar Frost. Á þessum árum upp úr 2000 áraði illa í málmiðnaði og fyrirtækið fór í gegn- um nauðasamninga en einingarnar urðu síðan aftur að sjálfstæðum fyrir- tækjum.“ Ólafur var síðan tæpt ár skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu og var Vesturlandi svo sem í stjórn samtak- anna, setu í fræðsluráði Vesturlands, stjórn ferðamálasamtaka Vestur- lands. Hann sat í stjórn og launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, var fulltrúi í stjórn Fasteignamats ríkis- ins og Námsgagnastofnunar. Þá fylgdu einnig ýmis félagsstörf tengd Sjálfstæðisflokknum í Vesturlands- kjördæmi. „Meðan ég var í sveitarstjórnar- málunum fór lítið fyrir frítíma eða öðrum áhugamálum, vinnan og áhugamálin voru eitt. Eftir að ég hætti í sveitarstjórnarmálum hef ég lagt stund á útivist, einkum göngur og skíði.“ Fjölskylda Sambýliskona Ólafs er Brynhildur Kristín Kristinsdóttir, f. 14.4. 1966, viðskiptastjóri. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar hennar: Fjóla Steingrímsdóttir, f. 23.8. 1927, d. 4.8. 1993, og Kristinn Jónsson, f. 20.9. 1937. Þau voru gift og búsett í Hafn- arfirði. Fyrrverandi eiginkona Ólafs er Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 2.9. 1960, hjúkrunarfræðingur. Börn Ólafs og Ragnheiðar eru 1) Gunnar Dofri, f. 13.4. 1988, lögfræð- ingur Viðskiptaráðs, býr í Reykjavík. Sambýliskona hans er Stella Rún Guðmundsdóttir læknanemi; 2) Sverrir Ingi, f. 21.2. 1993, viðskipta- stjóri hjá Öryggismiðstöðinni, býr í Garðabæ. Unnusta hans er Bryndís Ósk Birgisdóttir, B.S. í sálfræði. Dótt- ir þeirra er Heiðdís María Sverris- dóttir, f. 3.11. 2019; 3) Kjartan, f. 12.1. 1997, starfsmaður á vinnustofu Styrktarfélagsins Áss, býr í Reykja- vík. Alsystkini Ólafs eru Anna Gunn- hildur, f. 29.7. 1950, framkvæmda- stjóri í Reykjavík; Oddný Guðrún, f. 27.8. 1956, prófessor í þýsku við HÍ, býr í Reykjavík; Pétur Örn, f. 14.3. 1969, lögmaður, býr í Garðabæ. Hálf- systkini, samfeðra, eru Kristinn Ágúst, f. 23.12. 1932, d. 9.5. 1957, verslunarmaður í Keflavík; Sigurður Júlíus, f. 14.8. 1934, d. 16.2. 1953, nemi við VÍ, bjó í Keflavík og Reykjavík; Alma Valdís, f. 18.1. 1943, lögfræð- ingur í Garðabæ; Gunnar Axel, f. 19.1. Ólafur Hilmar Sverrisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Rarik – 60 ára Í Friðlandi að Fjallabaki Ólafur og Brynhildur í göngu að Grænahrygg. Haft ánægju af öllum störfunum Synirnir Sverrir Ingi, Kjartan og Gunnar Dofri, við útskrift Kjartans frá Starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, vorið 2017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.