Morgunblaðið - 23.12.2019, Page 1

Morgunblaðið - 23.12.2019, Page 1
M Á N U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  301. tölublað  107. árgangur  VINKONUR PÆLA Í JÓLUNUM NÝ PLATA FRÁ UMBRU ÍÞRÓTTA- MAÐUR ÁRS- INS VALINN MARÍUSÖNGVAR FRÁ MIÐÖLDUM 34 ÚRSLIT Í VIKUNNI 33MARÍUR TVÆR 12 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Kertasníkir kemur í kvöld 1dagurtil jóla jolamjolk.is Ásatrúarfólk rétt eins og aðrir fagnaði því í gær, á vetrar- sólstöðum, að daginn er nú aftur farið að lengja á norðurhjar- anum. Vetrarsólstöður eru hin fornu jól norrænna manna og af því tilefni var efnt til hátíðar, þar sem fólk úr Ásatrúar- félaginu á Íslandi kom saman við hofbygginguna í Öskjuhlíð með kyndla og eldker og fagnaði tímamótunum. Í dag, á Þor- láksmessu, nýtur sólar heilum 15 sekúndum lengur en var í gær. Lítill birtumunur sést því fyrst í stað, svo koma jól og áramót með allri sinni gleði og tilbúnu birtu. Eftir nýárið fer svo að sjást verulegur munur, birtustundunum fjölgar hratt og fyrr en varir er blessað íslenska vorið komið í allri sinni dýrð. Morgunblaðið/Eggert Ásatrúarfólk fagnaði í Öskjuhlíð á vetrarsólstöðum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú með morgninum átti að athuga stöðu mála í Ljósavatnsskarði í S- Þingeyjarsýslu en hringvegurinn þar var lokaður í gær vegna snjó- flóðahættu. Flóð úr hlíðinni við Ljósavatn féll á veginn sl. fimmtu- dagskvöld og hefur vegurinn á þess- um slóðum verið lokaður meira og minna síðan. Í gær voru raunar allir vegir austan Vaðlaheiðar meira og minna lokaðir vegna ófærðar, til að mynda þjóðleiðin milli Norður- og Austurlands um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Sömu sögu var að segja um veginn yfir Þverárfjall og leiðina til Siglufjarðar úr Skagafirði. Rafmagn fór af Húsavík um stund í gærmorgun vegna bilunar í línu frá Laxárvirkjun. Húsvíkingar fengu þó fljótlega rafmagn að nýju en víða norðanlands og austan hefur verið unnið að hreinsun lína og tengi- virkja. Greiðfært milli landshluta Í dag, á Þorláksmessu, verður þokkalegt ferðaveður víðast hvar á landinu í dag og greiðfært milli landshluta, en margir eru nú á far- aldsfæti í aðdraganda jóla. Þurrt verður víðast hvar og hægviðri, en allra nyrst á landinu slær vindur í 8- 13 m/sek. Norðanlands verður hiti aðeins yfir frostmarki og þar má bú- ast við rigningu en slyddu inn til landsins. Á morgun, aðfangadag, verður hæg breytileg átt og þokkalegasta veður, en búast má við slydduéljum austanlands. Vestlægar áttir verða svo ráðandi á jóladag svo gera má ráð fyrir stöku éljum á vesturhluta landsins. „Þar sem snjór er á land- inu helst hann yfir hátíðina. Jólin verða því hvít svona í stórum drátt- um,“ sagði Daníel Þorláksson veð- urfræðingur í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Vegir verða opnaðir í dag  Óveðurstíð á Norðurlandi  Allar leiðir austan Vaðlaheið- ar voru lokaðar  Þokkalegt ferðveður í dag  Jólin hvít

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.