Morgunblaðið - 23.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.2019, Qupperneq 2
Gagnrýndi vinnubrögð dómnefndar  Varaforseti Landsréttar gagnrýnir endurmat á umsækjendum um stöðu dómara við Hæstarétt  Dómnefnd vegna Hæstaréttar vék í umsögn sinni frá reiknileiðinni við landsréttarvalið 2017 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, gerði athugasemdir vegna niðurstöðu dómnefndar um lausa stöðu við Hæstarétt. Nefndin skilaði umsögn 9. desember síðast- liðinn og var tilkynnt fyrir helgi að dómsmálaráðherra hefði gert tillögu um skipun Ingveldar Einarsdóttur í embættið. Umsækjendur fengu upplýsingar um niðurstöðuna í lok nóvember. Nefndin treysti sér ekki til að gera upp á milli þriggja umsækj- enda; Davíðs Þórs, Ingveldar og Sigurðar Tómasar Magnússonar. Öll eru þau nú dómarar við Landsrétt og Ingveldur, sem fyrr segir, á leið í Hæstarétt. Eins og rakið var í Morgun- blaðinu síðastliðinn föstudag er ósamræmi í þessari niðurstöðu og umsögn dómnefndar vegna Lands- réttar 19. maí 2017. Þannig var Dav- íð Þór metinn langhæfastur af 33 umsækjendum um 15 dómarastöður við Landsrétt, sem tók til starfa 1. janúar 2018. Umsækjendurnir voru metnir sam- kvæmt 12 mats- þáttum og fékk Davíð Þór 7,35 stig. Næstur kom Sigurður Tómas með 6,775 stig en sjötta varð Ingv- eldur með 6,3 stig. Fékk Davíð Þór þannig 1,05 stigum meira en Ingveldur. Til samanburðar munaði 1,025 stigum á Ingveldi í sjötta sæti og Arnfríði Einarsdóttur í 18. sæti. Samkvæmt heimildum blaðsins skrifaði Davíð Þór dómnefndinni vegna Hæstaréttar bréf um málið. Þar mun hann hafa gert grein fyrir þeirri skoðun sinni að engar for- sendur væru fyrir því að víkja á svo afgerandi hátt frá niðurstöðunni 2017. Mun hann m.a. hafa vísað til dóma Hæstaréttar í desember 2017 þar sem ítarlega var fjallað um stigagjöfina og vægi hennar í dóm- aravalinu. Þá hafi Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) gert mikið úr stiga- gjöfinni í dómi gegn íslenska ríkinu. Fer það mál fyrir yfirdeild MDE í febrúar. Sem áður segir voru þau Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ingveldur skipuð dómarar við Landsrétt. Reynsla þeirra frá dómaravalinu 2017 er því sambærileg. Þá má nefna að Davíð Þór var settur ríkis- saksóknari fram á haustið 2018 vegna endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir Hæsta- rétti. Hann tók við stöðu varafor- seta Landsréttar í kjölfarið. Davíð Þór vildi í samtali við Morgunblaðið ekki tjá sig um málið. Davíð Þór Björgvinsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sjúkraþjálfurum er frjálst að breyta verðskrá sinni eftir að gerðardómur feldi úrskurð þess efnis að Félag sjúkraþjálfara væri ekki lengur bundið við útrunninn samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Samningurinn rann út hinn 31. janúar sl. SÍ tilkynnti sjúkraþjálfur- um í nóvember að stofnunin teldi sjúkraþjálfara bundna af ákvæðum samningsins til sex mánaða í viðbót. Var þeirri ákvörðun skotið til gerð- ardóms sem skilaði úrskurði sínum fyrir helgi. Var það niðurstaðan að hæfilegur frestur væri til 12. janúar næstkomandi. Unnur Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags sjúkraþjálf- ara, segir að frá og með þeim degi gefist sjúkraþjálfurum heimild til þess að breyta gjaldskrám sínum frá því sem tilgreint var í samningnum við SÍ. „Við gerum þó ráð fyrir því að SÍ muni standa við sinn hluta samn- ingsins og að ráðherra setji reglu- gerð sem heimilar endurgreiðslur þó að enginn samningur sé í gildi á milli aðila. Er það samkvæmt lögum sem skylda ráðherra til endurgreiðslu eins og verið hefur þrátt fyrir að ekki sé samningur sé í gildi,“ segir Unn- ur. Hún segir fyrirséð að gjaldskrá sjúkraþjálfara muni hækka en ómögulegt sé að segja hve mikið þar sem það er hverri sjúkraþjálfara- stofu í sjálfsvald sett hve hátt gjald hún innheimtir. „Enda væri ólöglegt að vera með samráð um slíkt,“ segir Unnur. Sjúklingar koma til með að bera þann kostnað sem auknar gjald- heimtur bera með sér. „Það sem er mikilvægast fyrir okkur sjúkraþjálf- arana er það að okkur hafi verið heimilt að segja okkur frá þessum samningi og sú sýn SÍ að við þyrftum að segja upp útrunnum samningi með sex mánaða fyrirvara stóðst ekki,“ segir Unnur. vidargudjons@gmail.com Gjaldskrá sjúkra- þjálfara hækkar  Unnu mál gegn SÍ fyrir gerðadómi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkraþjálfun Búast má við því að gjaldskrá hækki á næstunni. Ekki liggur fyrir að hve miklum hluta tryggingafé ferðaskrifstof- unnar Farvel dugar til að bæta tjón viðskiptavina fyrirtækisins. Eftir að Ferðamálastofa afturkall- aði rekstrarleyfi ferðaskrifstof- unnar eru 22 strandaglópar í Taí- landi. Þurfa þeir að koma sér heim eftir öðrum leiðum og á eigin kostnað. Ferðaskrifstofum ber að leggja fram tryggingu til Ferðamálastofu, sem ætluð er til að tryggja að við- skiptavinir fái tjón sitt bætt fari ferðaskrifstofan í þrot. Fyrirtækið hafði um nokkurt skeið vanrækt að skila hækkaðri tryggingu, í sam- ræmi við vaxandi umsvif. „Það var búið að margítreka það,“ sagði Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og um- hverfissviðs Ferðamálastofu, í sam- tali við mbl.is í gær. Ekki víst hve mikið fæst bætt  22 strandaglópar Farvel í Taílandi Margir nýttu helgina til þess að ljúka jólainnkaupum ellegar til skemmtunar eins og tilheyrir á að- ventunni. Líflegt var í Heiðmörk- inni ofan við Reykjavík í gær en þar hefur alla aðventuna verið starfræktur markaður þar sem hægt hefur verið að kaupa hand- verk og fleira fallegt. Margir hafa svo arkað út á mörkina og sótt sér jólatré, en af nægu er að taka í hinum víðfeðmu skógum á þessum slóðum. Mörg eru trén fagurlega mótuð og hæfa því vel sem skreytt stofustáss. Sumir krakkanna sem þarna voru komnir með foreldrum sínum til að velja sér tré brugðu jafnvel á leik, mynduðu halarófu og og dönsuðu í kringum jólatréð. Allt var þetta í anda þeirrar heilögu hátíðar sem nú er að ganga í garð – en inntak hennar er fyrst og síð- ast gleði sem sést svo vel í fasi barnanna. Börnin í halarófu í Heiðmörk Morgunblaðið/Eggert Jólagleði í skóginum og dansspor voru tekin við fallegt grenitréð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.