Morgunblaðið - 23.12.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.12.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Bláu húsin v/Faxafen ími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Opið í dag Þorláksmessu kl. 10-22 og aðfangadag kl. 10-13. Gleðileg jól ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Fyrirtækið Sillukot á Þórshöfn selur handunnar íslenskar heimilis- vörur, þar á meðal margs konar kerti og sápur, sem eru engar venju- legar sápur heldur Sælusápur. Eig- endur Sillukots eru hjónin Sigríður Jóhannesdóttir og Júlíus Sigur- bjartsson en þau keyptu fyrirtækið Sælusápur í sumar af stofnendum þess í Kelduhverfi. Systurnar Sig- ríður og Gréta Jóhannesdætur deila húsnæði á Þórshöfn þar sem þær selja vörur sínar en Gréta er graf- ískur hönnuður. Margt frumlegt og fallegt finnst hjá þeim í litlu búðinni við Langanesveg. Þar má meðal annars sjá fullar hillur af litríkum og ilmandi sápum sem börnin verða hugfangin af. „Hún Sirrý er örugglega hreinasta konan á Þórshöfn, hún á svo margar sápur,“ sagði eitt barnið með að- dáun. Úrvalið er líka mikið, allt frá skítverkasápu til ilmandi sælusápu og allt þar á milli. „Þó að Langanesið sé langt og mjótt leynist þar fegurð víða,“ segir í einu ljóðinu sem er utan á kerta- krúsum í Sillukoti. Skemmtilegt samstarfsverkefni varð til hjá systr- unum Sigríði og Grétu, sem Jóhann- es faðir þeirra fléttaðist einnig inn í. Sigríður gerir kertin og Gréta hann- ar fallega límmiða sem ljóð föður þeirra eru prentuð á en Jóhannes á Gunnarsstöðum yrkir gjarnan um heimabyggðina með næmri skynjun bóndans sem er nátengdur íslenskri náttúru. Fleiri ljóð er að finna á kertaglösunum sem tengjast heima- byggðinni á Langanesi og í Þistil- firði en kertavertíð hefur verið í há- marki á Þórshöfn í rafmagnsleysi og veðravíti. „Jólasíldin er sérlega vel heppnuð í ár,“ segja starfsmenn Ís- félagsins á Þórshöfn sem hafa þann sið að taka frá síld á síðustu dögum haustvertíðar og hefja svo niðurlögn tímanlega fyrir jólin. Eru helstu síldarspekúlantarnir þar í húsi orðn- ir afar lunknir við þessa matargerð eftir sinni einkauppskrift. Kaffistofan ilmar af síld um þessar mundir og starfsmenn fá síld- arfötu með sér heim. Rausnarlega var lagt niður af síld þetta árið og bauð Ísfélagið íbúum byggðarlagsins að koma og næla sér í ókeypis síldar- fötu fyrir jólin. Margir nýttu sér þetta kostaboð enda kjörið að fá sér síld og rúgbrauð þegar ekki er hægt að elda neitt vegna rafmagnsleysis.    Rafmagn hefur verið óstöðugt á Þórshöfn og nágrenni allt frá því að óveðrið mikla skall á í síðustu viku og Kópaskerslínan bilaði en viðgerð á henni lauk á fimmtudagskvöld svo keyrslu á varaaflstöð hefur verið hætt. Það er mikið öryggisatriði að vararafstöð sé á staðnum en raf- magnsleysi er ekki nýtt af nálinni hér í byggðarlaginu. Þó að hinn almenni íbúi taki rafmagnsskorti oftast með æðruleysi þá hefur rafmagnsbilun al- varlegar afleiðingar í atvinnulífinu, til dæmis í sjávarplássum á hávertíð og víðar, og gríðarleg verðmæti geta þá farið í súginn. Þessi ótíð núna á síðustu metr- unum fyrir jól kemur sér illa, margir á leið heim í jólafrí, t.d. ungmenni í framhaldsskólum en veðurguðirnir kæra sig kollótta og demba ófærð og illviðrum yfir fólk á versta tíma. Sumarið hér á norðausturhorninu bauð ekki heldur upp á það að fólk gæti safnað sól í sarpinn til að ylja sér við í skammdeginu svo vonandi fer veturinn mildum höndum um fólk eftir þennan hvell. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Í Sillukoti Sigríður Jóhannesdóttir, Sirrý í Sillukoti, með prjónana sína. Hreinasta konan á Þórshöfn Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur hafnað kröfu fyrir- tækisins Fiskmarks ehf. um veitingu starfsleyfis fyrir heitloftsþurrkun og pökkun fiskafurða í Þorlákshöfn til tólf ára. Fyrirtækið hafði kært ákvörðun heilbrigðisnefndar Suður- lands frá því í júní á þessu ári, þar sem veitt var starfsleyfi til sex mán- aða í stað umbeðinna tólf ára. Vísaði Fiskmark meðal annars til þess að nefndin hefði í febrúar veitt Lýsi hf. starfsleyfi til tólf ára, til að bræða allt að hundrað tonn af hrá- efni á sólarhring, og að starfsstöðvar fyrirtækjanna stæðu við sömu götu. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að heilbrigðisnefndin hefði við ákvarðanatöku sína um gildistíma leyfanna byggt á fram- bærilegum sjónarmiðum, meðal annars þar sem henni hefði borist mjög mikill fjöldi athugasemda vegna starfsemi Fiskmarks, en eng- ar slíkar hefðu borist á auglýsing- artíma tillögu að starfsleyfi vegna lifrarbræðslu Lýsis. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshöfn Kröfunni var hafnað. Neitað um 12 ára leyfi  Fá sex mánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.