Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 60 ára Atli er úr Háa- leitishverfinu í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hann er stúdent frá MH og er bankastarfsmaður hjá Landsbankanum. Atli er fyrrverandi landsliðs- maður og atvinnumað- ur í handbolta og þjálfaði bæði erlendis og innanlands. Maki: Hildur Kristjana Arnardóttir, f. 1963, starfsmaður bandaríska sendiráðsins. Börn: Arnór, f. 1984, Þorgerður Anna, f. 1992, og Davíð Örn, f. 1994. Barnabörnin eru Nóel Atli, f. 2006, Elísabet, f. 2012, og Karítas, f. 2019, Arnórsbörn. Foreldrar: Hilmar Guðlaugsson, f. 1930, múrari, búsettur í Reykjavík, og Jóna Steinsdóttir, f. 1928, d. 2019, húsmóðir í Reykjavík. Atli Hilmarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert ekki viss um hvort þú vilt tilheyra vissum vinahóp. Hugsaðu málið í rólegheitum. Taktu eitt skref í einu. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er alveg sama hvað þú gefur í skyn eða hversu mikið þú einbeitir þér að þínu, fólk er alltaf að trufla þig. Með réttu hugarfari ætti þér að takast ætlunarverk þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir þegið hjálp annarra í dag. Þú sérð ekki sólina fyrir nýjum fjöl- skyldumeðlim. Söðlaðu um í vinnu, þú hefur engu að tapa. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvort sem þú skreytir, endurnýjar eða breytir á heimili þínu mun það slá í gegn hjá heimilisfólki. Varastu aulafyndni og ódýr loforð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ástvinir þurfa á skilningi þínum að halda meira en nokkru sinni fyrr. Gerðu þér grein fyrir því hvert þú vilt stefna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Taktu höndum saman við aðra til þess að ná markmiðum þínum. Hafðu ekki samviskubit þó að þú takir þér af og til frí til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver ráðgáta heldur fyrir þér vöku en lausnarinnar er að leita þar sem síst skyldi. Slepptu tökum á gömlum tilfinn- ingum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Þér finnst ekki leiðinlegt að vera í sviðsljósinu og ættir að gera meira af því. Hver veit nema svo verði síðar á nýju ári. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það eru margar listsýningar í gangi svo þú hefur úr nægu að velja til að auðga andann. Taktu ekki fleiri verkefni að þér en þú getur sinnt í dagvinnu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til þess að liggja á tilfinningum sínum. Eyddu því tím- anum ekki í volæði, heldur brettu strax um ermarnar og taktu til þinna ráða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hættu að tala stöðugt um hlut- ina og drífðu í framkvæmdum. Mundu að það er hægt að ákveða að vera glaður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að góð vinátta er gulli betri. Í fyllingu tímans stendur þú uppi sem sig- urvegari, þess er ekki langt að bíða. ins 2012. Þá sameinaðist fyrirtækið öðru fyrirtæki og nýir eigendur tóku við. „Ég get ekki annað en verið ánægður þegar ég lít um öxl yfir sögu þessa fyrirtækis sem ég stofnaði og léði mína starfskrafta í hálfa öld. Þetta var framsækið fyrirtæki sem veitti góða þjónustu á sanngjörnu verði og veitti fjölda fólks atvinnu.“ Karl hefur starfað í Oddfellowregl- unni frá 1947 eða í yfir 70 ár og gegnt aðra aðila á sviði íslenskrar mat- vælaframleiðslu. Þá unnum við fyrir lyfjaiðnaðinn um langt árabil.“ Fyrir- tækið var fyrst til húsa í Kópavogi en flutti fljótlega í Hafnarfjörðinn og þar var það lengst af til húsa í Bæjar- hrauni 20. Reksturinn gekk vel, fyrirtækið óx hratt og störfuðu þar lengst af um 40 manns. Karl starf- rækti fyrirtækið með sonum sínum, Karli Magnúsi, Ara og Birni, til árs- K arl Jónasson er fæddur 23. desember 1919 í Skuggahverfinu í Reykjavík, eða nánar tiltekið á Lindargötu 8B sem síðar varð númer 22B. Hann ólst upp í foreldrahúsum við Lind- argötuna til fimm ára aldurs en þá fór hann austur að Hoffelli í Horna- firði til móðursystur sinnar, Rögnu Gísladóttur, og hennar manns, Leifs Guðmundssonar. Hann var þar til tíu ára aldurs en fór þá aftur til foreldra sinna í Reykjavík. Fjölskyldan flutti síðan í Miðstræti 6 þegar Karl var á fermingaraldri. „Í Hoffelli var að- allega fjárbúskapur en kúabú til heimabrúks. Þarna leið mér af- skaplega vel, enda hefur mér alltaf þótt vænt um þetta fólk og ætíð borið taugar til Hornafjarðar.“ Karl lauk barnaskólanámi við Austurbæjarskólann, byrjaði að vinna í Félagsprentsmiðjunni er hann var þrettán ára, hóf þar nám í prentiðn, fimmtán ára, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1939. Hann stundaði síð- an nám við Flensborg í Hafnarfirði 1939-40 og lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1944. Á menntaskólaárunum starfaði Karl hjá Félagsprentsmiðjunni á sumrin og var auk þess blaðamaður við dagblaðið Vísi. Vorið 1945 tók Karl við stöðu prentsmiðjustjóra Prentsmiðju Björns Jónssonar á Ak- ureyri sem þá var elsta starfandi prentsmiðja landsins, stofnuð árið 1852. Hann var prentsmiðjustjóri og framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar og lengst af aðaleigandi hennar fram á haust 1960. Fjölskyldan flutti þá suður og varð Karl yfirverkstjóri hjá Félagsprentsmiðjunni í Reykjavík 1960-61. Hann stofnaði prentsmiðj- una Karl M. Karlsson og Co árið 1962 sem árið 1970 var breytt í hluta- félagið Vörumerking. Það sérhæfði sig snemma í ýmiss konar sérhæfð- um umbúðum og vörumerkingum. „Fyrst voru þetta merkingar á lím- miða en fljótlega urðu þetta vöru- merkingar af mjög fjölbreyttu tagi. Við unnum mikið fyrir Mjólkursam- söluna, Osta- og smjörsöluna, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og ýmsa þar mörgum trúnaðarstörfum. Karl hefur alltaf haft mikinn áhuga á bók- um og á veglegt bókasafn. „Ég hef mest gaman af ævisögum og ýmsum fróðleik en les líka glæpasögurnar nýju. Ég er að byrja að lesa ævisög- una um Paul Gaimard sem kom út núna fyrir jólin. Annars var ég ekki með nein sérstök áhugamál. Vinnan í mínum fyrirtækjum tók mestan tíma og fjölskyldan.“ Karl tekur á móti gestum kl. 17 í dag í Félagsheimilinu Borgum, Spönginni í Grafarvogi. Fjölskylda Eiginkona Karls var Guðný Ara- dóttir, f. 10.4. 1919, d. 9.2. 2018, hús- móðir. Foreldrar hennar voru hjónin Ari Guðmundsson, f. 25.7. 1890, d. 5.11. 1975, skrifstofustjóri hjá Tób- akseinkasölu ríkisins í Reykjavík og Dýrleif Sesselja Rannveig Pálsdóttir, f. 13.1. 1887, d. 8.5. 1976, húsfreyja. Börn Karls og Guðnýjar eru sjö: 1) Karl Magnús Karlsson, f. 24.7. 1945, fv. framkvæmdastjóri, búsettur í Garðabæ, maki: Rósa Pálína Sig- tryggsdóttir, f. 12.5. 1947, leikskóla- kennari. Þau eiga fjögur börn; 2) Björg Karlsdóttir, f. 20.10. 1946, fv. Karl Jónasson, fyrrverandi prentsmiðjustjóri – 100 ára Börnin Aðfangadagur árið 1960, frá vinstri: Gísli Stefán, Björn, Eyjólfur, Ari, Rannveig, Björg og Karl Magnús. Byrjaður að lesa jólabækurnar Hjónin Guðný og Karl á heimili sínu um síðustu aldamót. 50 ára Ingibjörg er Grindvíkingur og er hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutninga- maður að mennt. Hún er deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð og sjúkraflutn- ingamaður í Grindavík. Ingibjörg situr í öldrunarráði Grindavíkur. Maki: Gylfi Hauksson, f. 1970, flotastjóri hjá Camp-Easy. Börn: Lísbet Elva Gylfadóttir, f. 1997, og Katla Sif Gylfadóttir, f. 2001. Barnabarn hennar er Davíð Þór Sigurbjörnsson, f. 2018, sonur Lísbetar. Foreldrar: Sjöfn Ísaksdóttir, f. 1938, d. 2019, verkakona og leigubílstjóri, og Þórður Magnússon, f. 1940, fv. bifreiðar- stjóri. Hann er búsettur í Kópavogi. Ingibjörg Ragnhildur Þórðardóttir Til hamingju með daginn við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA GÓLFLAMPI MEÐ LESLJÓSI Litir: króm, svart króm,bustað stál og antík GÓLFLAMPAR 19.995kr. Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.