Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 1
MYNDLIST Lífsglaður æringi bls. 24 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 9. desember 2002 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 34 Íþróttir 18 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD VERÐLAUN Í dag verða í Stokkhólmi afhent verðlaun sem nefnast á ensku „Right Livelihood“. Þau eru gjarnan nefnd „hin Nóbelsverð- launin“ og eru veitt einstaklingum og samtökum sem þykja hafa skar- að fram úr í baráttunni fyrir friði, mannréttindum og náttúruvernd. Annars konar Nóbelsverðlaun OPINBERAR HEIMSÓKNIR George W. Bush Bandaríkjaforseti fær Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finn- lands, í heimsókn til sín í Was- hington í dag. Í Moskvu tekur Vlad- imír Pútín Rússlandsforseti hins vegar á móti Leoníd Kútsma, for- seta Úkraínu. Forsetar fá gesti Við getum haft áhrif RÁÐSTEFNA Klukkan fjögur síðdegis hefst í Norræna húsinu ráðstefna sem ber yfirskriftina „Forðum börnum okkar frá eiturlyfjum – við getum haft áhrif“. Rætt verður um tengsl uppeldisaðferða við áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ung- linga. Fyrirlesarar eru dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, Hulda Guðmundsdóttir hópmeðferðar- stjóri, Dóra Guðrún Guðmunds- dóttir, verkefnisstjóri Geðræktar, og Marsibil Sæmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Götusmiðjunnar. FRÉTTAVIÐTAL Þurfum ekki Golden Gate MÁNUDAGUR 248. tölublað – 2. árgangur bls. 30 BÆKUR Að verða stórskáld bls. 40 FÓLK bls. 34 Cruise er stóra ástin TÓNLIST Eins og í ævintýri bls. 36 REYKJAVÍK Suðaustlæg átt 8-13 m/s og rigning öðru hvoru. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skýjað 5 Akureyri 3-8 Rigning 3 Egilsstaðir 8-13 Skýjað 3 Vestmannaeyjar 10-15 Rigning 5➜ ➜ ➜ ➜ + + + + FERÐALÖG Helgi Jóhannsson, fyrr- um framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofunnar Samvinnuferða – Land- sýnar, hefur sótt um ferðaskrif- stofuleyfi til samgönguráðuneytis- ins. Helgi hyggst stofna nýja ferðaskrifstofu í samvinnu við son sinn og gamlan samstarfsfélaga hjá Samvinnuferðum: „Ég vonast til að fá leyfið fyrir áramót,“ segir Helgi og leggur áherslu á að hvort sem hann geri eitthvað nýtt eða gamalt í ferða- málum þá ætli hann örugglega ekki að fara troðnar slóðir: „Ég ætla að byrja á því að afsanna þá kenningu að ekki sé hægt að fá Ís- lendinga til að taka sér orlof yfir vetrartímann og ferðast innan- lands. Hér liggja tækifærin út um allt land – ónýtt,“ segir hann. Helgi var framkvæmdastjóri Samvinnuferða – Landsýnar í 19 ár og er einn reyndasti ferðaskrif- stofumaður landsins. Eftir að hann dró sig í hlé frá ferðamálum fyrir nokkrum árum hóf hann nám í Há- skólanum í Reykjavík en er nú komin í startholurnar á ný. Nýja ferðaskrifstofan á að heita Exit. ■ Sækir um ferðaskrifstofuleyfi: Ferðakóngur ætlar ótroðnar slóðir ELDSVOÐI Í EDINBORG „Ég bý í um 15 mínútna göngufæri, en er í skóla um 300 metrum frá staðnum,“ sagði Einar Skúlason, sem stundar MBA-nám við Edinborgarháskóla. Mikill eldur braust út í gamla bæ borgarinnar í fyrrakvöld og olli gífurlegu eignatjóni. Einar, sem er 31 árs gamall, er að byrja í prófum í dag og tók sér stutt frí frá lærdómnum til að ræða við blaðamann. „Það voru mikil læti í gær- kvöldi [laugardagskvöld] þegar þetta byrjaði. Ég var hérna inni að lesa og heyrði sírenur aftur og aft- ur. Þeir lokuðu öllum nærliggj- andi götum. Það fór allt úr skorð- um þarna og svæðið er ennþá lok- að,“ sagði Einar. Fimm aðrir Íslendingar eru í MBA-námi við háskólann og ætl- uðu þeir að halda fund í gærkvöldi til að fara yfir stöðuna sem væri nú komin upp. „Við áttum vera í prófum í húsi sem heitir Adam´s House en það er brunnið og það er verið að rífa það núna,“ sagði Ein- ar. „Það er alveg ljóst að ég fer ekki í próf í þessu húsi á morgun. Maður er að bíða eftir því að vita hvað verður. Ég átti að vera í sex prófum alla vikuna í þessu húsi, þannig að þetta breytir ýmsu. Svo brann líka næturklúbbur og þar átti að vera próflokapartí á fimmtudagskvöldið.“ Einar sagði aðspurður að eng- inn óbreyttur borgari hafi verið í hættu í eldsvoðanum. „Þeir voru mjög snöggir að loka svæðinu. Slökkviliðsmenn í Bretlandi hafa verið í verkföllum og samkvæmt dagskránni áttu þeir að vera í verkfalli núna. Þeir hættu við en ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef þeir hefðu verið í verk- falli. Maður má helst ekki til þess hugsa,“ sagði Einar. Hann segir að húsin sem brunnu hafi verið í hjarta gamla bæjarins. „Það fara allir þarna sem koma til Edinborg- ar. Það má segja að þetta sé ein af aðalgötunum í borginni.“ Einar var að læra til klukkan tvö í fyrrinótt þrátt fyrir eldsvoð- ann, sem var nánast í næsta húsi. Hann segir að hávaðinn hafi verið mikill. „Þetta er samt ágætis bygging til að læra í og maður var líka með eyrnatappa. Það virkar ágætlega.“ Nánar á bls. 2. freyr@frettabladid.is Með eyrnatappa í miðjum eldsvoða Einar Skúlason er í skóla um 300 metrum frá svæðinu þar sem gífurlegur eldsvoði varð í hjarta gamla bæjarins í Edinborg á laugardagskvöld. Húsið þar sem hann átti að fara í próf er brunnið sem og næturklúbburinn þar sem halda átti upp á próflokin. JÓLASVEINAR SKEMMTA Jólasveinarnir svindluðu og mættu í bæinn snemma til þess að vera á staðnum þegar ljósin á jólatrénu við Austurvöll voru kveikt í gær. Þeir fögnuðu því að búið var að bæta sviðið sem þeir skemmta á árlega. Margmenni var í bænum þegar ljósin voru kveikt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Harðir pakkar Skeifan 8, sími: 568 2200, www.babysam.is SLÖKKVISTARF Slökkviliðsmenn áttu í miklum erfiðleikum með að ráða niðurlögum eldsins í gær. AP /M YN D NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 73%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.