Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 40
ÆVISAGA „Ætli það megi ekki segja að ég reyni að bjóða lesendum að slást í för með mér í heimsóknum mínum til skáldsins,“ segir Ólafur Ragnarsson um bók sína Líf í skáldskap, sem hann byggir að miklu leyti á áður óbirtum samtöl- um sínum við Halldór Laxness. Ólafur var forleggjari Halldórs í þrettán ár og þeir kynntust náið á þeim tíma. „Ég reyni að bregða upp persónulegri mynd minni af Halldóri Laxness, bæði sem manni og skáldi, auk þess sem ég fjalla um feril hans og helstu við- fangsefni og styðst þá einnig við efni úr einkabréfum og minniskompum hans.“ Ólafur vísar einnig mikið í skáldverk Halldórs, greinar hans og kvæði og dregur þannig fram skýra mynd af Halldóri og ferli hans með því að flétta þessa þætti saman. „Í samtölum okkar Hall- dórs kom oft fram ýmislegt nýtt varðandi verkin. Maður sér verk hans og skrif gjarnan í öðru sam- hengi þegar maður veit hvar hann var staddur og hvað bærðist innra með honum þegar hann festi þau á blað.“ Uppistaða bókarinnar eru sam- töl Halldórs og Ólafs frá árunum 1985-1989. „Við ræddum mikið um fyrri hluta ferils hans og hann er í brennidepli í bókinni enda veit fólk almennt minna um það tíma- bil en seinni árin.“ Ólafur segir meðal annars frá fyrstu utanferð- um unga mannsins sem var stað- ráðinn í að vera rithöfundur á heimsmælikvarða en drepast ella. „Við stöldrum lengi við klaustur- dvölina í Lúxemborg en Halldór tók kaþólsku trúna mjög alvar- lega og ætlaði á tímabili að verða prestur eða munkur. Þá gekk mik- ið á hjá Halldóri á meðan hann dvaldi í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 1927-1929. Hann lenti í útistöðum við Vestur- Íslendinga og var hársbreidd frá því að koma kvikmyndahandriti um stúlku sem hann nefndi Sölku Völku á filmu.“ Ólafur bendir á að bréf Hall- dórs gefi góða mynd af lífi hans en hann sagði sjálfur að bestu heimildir um ævintýri sín „í frumskógum menningarinnar“ á þessum árum væru þau reiðinnar býsn af bréfum sem hann hefði skrifað sínum nánustu vinum. Ólafur segir fjárhag Halldórs hafa verið bágborinn á heims- hornaflakkinu. „Þetta hefur ekki verið mikið rætt hingað til en móðir hans reyndist honum afar vel og hikaði ekki við að selja eignir til að fjármagna ferðir son- arins. Þá átti hann ýmsa velvildar- menn og var einnig býsna glúrinn að koma sér áfram og snapa gist- ingu og heimboð. Einhvern tíma sagði hann mér til dæmis frá því að hann hefði fljótt lært að það væri ódýrt að dvelja á sumarhót- elum á veturna.“ thorarinn@frettabladid.is Stórskáld eða drepast ella 9. desember 2002 MÁNUDAGUR NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN Imre Kertesz kemur ásamt Mögdu eiginkonu sinni til Stokkhólms fyrir helgi. Hann mun veita bókmenntaverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í borginni á morgun. Ævisaga rithöfundarins J. J.R. Tolkiens eftir Michael White er komin út hjá PP for- lagi. Tolkien þarfnast vart kynningar en sögur hans um Hobbitann og Hringadróttins- sögu eru flestum kunnar. Hér segir frá bernsku hans í Suður- Afríku og uppvaxtarárunum á Englandi, fráfalli foreldra hans, tilhugalífi og dvölinni í skotgröfum fyrri heimstyrjald- arinnar og háskólalífinu í Ox- ford. White greinir einnig frá yfirburðaþekkingu Tolkiens á goðsögnum, sem mynda ramm- an utan um sögur hans, barátt- unni fyrir útgáfu bókanna, frægðina og fylgikvilla hennar. Ágúst Borgþór Sverrisson þýddi. BÆKUR LÍF Í SKÁLDSKAP Ólafur einbeitir sér að fyrri hluti rithöfund- arferils Halldórs í þessari bók og er þegar langt komin með næsta bindi, þar sem hann mun halda áfram að rekja feril skáldsins. Ólafur bendir á að þó mikið hafi verið ritað um bækur og persónur Laxness sé enn margt ósagt um feril hans. SKÁLDIÐ OG FORLEGGJARINN Það eru allmörg ár síðan Ólafur byrjaði að vinna úr samtölum sínum og Halldórs en á síðustu árum hefur hann einbeitt sér að upphafi rithöfundarferils Halldórs og hefur meðal annars fundið æskuverk Halldórs sem hann birti í blöðum og tímaritum meðal annars undir dulnefninu Snær Svinni. Single - Partý föstudagskvöld 13. desember Viltu vera með? Sendu þá netpóst á 2single@2single.is Upplýsingar í síma 698 7799 Ge ym ið aug lýsi ngu na JÓLATILBOÐ 10 tíma ljósakort kr. 3.500. 10 tíma ljós + 10 tíma slender tone kr. 10.000. Gelneglur kr. 4.500. Gelneglur með french k.r 5.500. Nudd - gufa. Verið velkomin S. 567-8780 Ólafur Ragnarsson styðst við áður óbirt samtöl sín við Halldór Laxness í nýrri bók.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.