Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 46
46 9. desember 2002 MÁNUDAGUR ÓDÝRT Kaupið ykkur föt í Outlet-búðunum í Fákafeni. Þarkosta gallabuxur 2.900 krónur. Alveg eins og hinar sem kosta 11.000 krónur í Kringlunni. Undarleg hagfræði. Gullnáma al- mennings. Skiptið um sturtuhaus. Í Húsa-smiðjunni er úrval sturtu-hausa sem gefa mismunandi bunur. Gefur hreinlætinu nýja og óvænta vídd. Malið kaffið sjálf í stór-mörkuðunum. Eilítið dýr-ara en miklu betra. Kaffi- bollinn heima bragðast eins og á útikaffihúsi í París. Hverrar krónu virði. Burstið skóna ykkar á meðanþið horfið á sjónvarpið. Fá-nýt tímaeyðsla verður að hagnýtri stund. Farið snemma að sofa ískammdeginu. Safnið orkutil að geta vakað heilu sum- arnæturnar þegar þar að kemur. Sá sem hefur ekki vakað sum- arnótt veit ekki hvað það er að lifa. Hinn sem vakir vetrarnótt verður þreyttur. Lífið leikur við mig Björgvin Franz Gíslason, leikari og skemmtikraftur, er 25 ára í dag. Hann hélt upp á daginn með kvöldverði á Caruso með konu sinni Berglindi og fjölskyldum þeirra í gær. Er önnum kafinn þessa dagana en hefur samt tíma fyrir dóttur hans og Berglindar, Eddu Lovísu. 25 ÁRA „Jú, mikið rétt, ég verð 25 ára á mánudaginn [í dag],“ segir Björgvin Franz Gíslason, leikari og skemmtikraftur, þar sem hann er staddur í Kringlunni að velja sér afmælisgjöf með konunni sinni, Berglindi Ólafsdóttur. Til hátíðabrigða snæða Björgvin og Berglind kvöldverð á veitinga- staðnum Caruso ásamt fjölskyld- um sínum. Sá kvöldverður var reyndar snæddur í gærkvöldi þar sem Björgvin hefur lítinn tíma í dag. „Þetta er raunar sameiginleg afmælisveisla hjá okkur Berg- lindi þar sem svo stutt er á milli afmæla okkar. Hennar var 28. nóvember síðastliðinn.“ Aðspurður segist Björgvin vera lítið afmælisbarn í sér. „Ein- hverra hluta vegna hef ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga þess- um degi. Ég man reyndar eftir einni mjög skemmtilegri afmæl- isveislu frá því ég var lítill. Þá var slegið upp grímuballi sem var voða fjör. Síðan hélt ég líka upp á tvítugsafmælið mitt. Þá bauð ég krökkunum úr Leiklistarskólan- um heim til mín. Þegar ég mætti var búið að skreyta jólatré og mamma bjó til kakó. Allt mjög skemmtilegt. Tvítugsafmælið var náttúrulega ákveðin tímamót líkt og 25 ára afmæli,“ segir Björgvin. Eins og áður sagði hefur Björgvin ekki tíma á sjálfan af- mælisdaginn til að gera sér glað- an dag enda nóg að gera hjá drengnum. „Ég er að leika í Halta Billa í Þjóðleikhúsinu. Þá er ég að æfa farsa með mömmu og pabba sem byrjað verður að sýna á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu seinni hlutann í febrúar á næsta ári. Þar leikum við mamma kærustupar, sem er mjög fyndið.“ Þar fyrir utan leikur Björgvin í barnaleik- riti auk þess að skemmta með galdrabrögðum, söng og glensi. Hann og Bjarni töframaður skipt- ast einnig á að vera með galdra með Kaffibrúsakörlunum í Iðnó í hádeginu. „Í öllum þessum önnum reyni ég líka að hafa alltaf fastar gæðastundir með konunni og dóttur okkar, Eddu Lovísu, sem er 20 mánaða,“ segir Björgvin glaðlega. ■ TÍMAMÓT AFMÆLI Haukur Hauksson fréttaritarihefur starfað hjá Ríkisútvarp- inu frá árinu 1991. Hann segist ekki vera Haukur Hauksson, ekki fréttamaður, líkt og margir virðast halda. „Það hefur komið fyrir að fólk rugli okkur saman. Ég er hinn eini sanni ekki ekki maður,“ segir Haukur. Haukur var á málabraut í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem hann lærði rússnesku. Hann hlaut námsstyrk frá Menningar- stofnun Íslands og ráðstjórnar- ríkjanna (MÍR) og flutti í kjölfarið til Sovétríkjanna sálugu. Hann upplifði tvær valdaránstilraunir sem gerðar voru þar. Fyrst árið 1991 þegar reynt var að steypa Gorbatsjov af stóli og svo aftur 1993 þegar Jeltsín leysti upp þing- ið. „Ég var þarna í fremstu víglínu sem fréttaritari.“ Aðspurður hvort hann hafi aldrei lent í lífshættu á þeim tíma sagði Haukur. „Jú. Það var leyniskytta sem skaut á mig þegar það var útgöngubann. Ég varð að reyna að standa mig í starfinu og afla frétta. Það var mesta hættan.“ Haukur lenti ein- nig í svarthúfusveitunum svoköll- uðu sem slógust við mótmælendur. „Þetta var viðburðaríkur tími enda stríðsástand í landinu,“ segir fréttaritarinn. Haukur segir miklar breytingar hafa orðið á þjóðfélaginu frá því Sovétríkin liðu undir lok, sumar góðar, aðrar slæmar. „Fátækt var ekki almenn á Sovéttímanum en í dag eru tvær þjóðir í landinu. Smá partur ræður öllu á meðan fjöldinn allur er af öreigum. Að mörgu leyti er þetta orðið eins og bananalýð- veldi í Suður-Ameríku.“ Haukur er búsettur í miðborg Moskvu og hefur síðustu tíu ár búið hjá gamalli stríðshetju sem gekk honum í móðurstað. „Hún er svona týpísk babúska sem var í Rauða hernum og barðist meðal annars í Berlín. Hún er hörkukerl- ing,“ segir Haukur. Haukur starfar sem fréttaritari í lausamennsku en aðalstarf hans er ferðamennska. „Ég er að senda Íslendinga í sumarferðir til Rúss- lands. Þeir hafa farið til Moskvu, Pétursborgar og borga við Svarta- haf. Íslendingar hafa tekið þessu vel og eru mjög ánægðir með ferð- ina,“ segir Haukur Hauksson, ekki ekki fréttamaður. ■ Haukur Hauksson ekki fréttamaður á nafna sem starfað hefur sem fréttaritari í Rúss- landi í 13 ár. Sá síðarnefndi segist ekki vera ekki fréttamaðurinn. Var í Sovétríkjunum þegar valdaránstilraunir voru gerðar og lenti í lífshættu. Persónan Er ekki ekki fréttamaðurinn HEFUR NÓG AÐ GERA Björgvin er þessa dagana að leika í Halta Billa í Þjóðleikhúsinu, í barnaleikriti, skemmta sem galdramaður og æfa farsa upp í Þjóðleikhúsi. JARÐARFARIR 11:00 Örn Traustason verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. 13:30 Guðrún Guðlaug Pétursdóttir, fædd í Vík í Mýrdal, verður jarðsungin frá Neskirkju. 13:30 Magnúsína (Magga) Guðrún Guð- mundsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13:30 Guðlaugur Guðmundsson verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 14:00 Bragi Ásgeirsson Austfjörð, bifvéla- virkjameistari, Aðalstræti 21, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju. 15:00 Pétur Á. Thorsteinsson, Austurbrún 4 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. ANDLÁT Magnús Pétur Þorbergsson, málmsteypu- maður, lést í New York laugardaginn 30. nóvember. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Oslóar- tréð á Austurvelli er ekki úr almennings- garði í Osló. Það skaut rótum, óx, dafnaði og var höggvið í Fjellskoven í Þrændalög- um. Leiðrétting HÚS Í FJARSKA Þó svo að húsið virðist einmannalegt og kalt á það líklegast sína sögu. Sínar ánægjustundir og sín leyndarmál. Það veitir a.m.k. alltaf skjól fyrir gráum himnum og köldum vindum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Hvað sagði stofuveggurinn viðhinn stofuvegginn? Við hittumst í horninu! HAUKUR HAUKSSON Er 36 ára og á eina dóttur. Hann hefur ver- ið búsettur í Rússlandi um árabil og segist vera vinstrisinnaður húmanisti með heil- brigðar og réttar skoðanir. KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 tæp, 2 bæti, 3 gleymska, 4 hlemmurinn, 5 armur, 6 málmur, 7 súpuskál, 8 hrósaði, 11 svertingjar, 14 losa, 16 skrín, 18 hrúgi, 20 snáða, 21 karlmannsnafn, 23 þráir, 26 bletts, 28 starf, 30 kriki, 31 ljómi, 33 hamingja. LÁRÉTT: 1 sögn, 4 galli, 9 steðja, 10 afkvæmi, 12 röskur, 13 áleit, 15 einnig, 17 blása, 19 nudd, 20 raddblæ, 22 köngull, 24 bit, 25 þramma, 27 gáti, 29 jafnframt, 32 innræti, 34 ofsakæti, 35 fitlar, 36 kvölds, 37 grind. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 viss, 4 skessa, 9 nákvæmt, 10 glit, 12 erji, 13 náðugi, 15 anga, 17 nagg, 19 nið, 20 ástar, 22 reisi, 24 rör, 25 glói, 27 ámur, 29 af- gang, 32 njóð, 34 runa, 35 tómatar, 36 unaðar, 37 rauð. Lóðrétt: 1 vagn, 2 snið, 3 sátuna, 4 sveig, 5 kær, 6 emja, 7 stinni, 8 argaði, 11 lánsöm, 14 garg, 16 gisinn, 18 gróf, 20 áráttu, 21 trunta, 23 eigrar, 26 laðar, 28 rjóð, 30 aura, 31 gauð, 33 óma. Einar Oddur Kristjánsson Holt Jens Hansson 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SOFIÐ Í RÖÐINNI Þeir allra hörðustu mættu í biðröð við verslunina Nexus á Hverfisgötunni til þess að næla sér í miða á Lord of the Rings.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.