Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 2
2 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. Mæðrastyrksnefnd gefur bágstöddum borgarbúum matargjafir fyrir jólin, m.a. reykt svínakjöt og hangikjöt. Ég hef verið alin upp við það hefðbundna. Ég er alltaf á aðfangadag í mat hjá mömmu, sem er með hamborgarhrygg, rjúpur og möndlugraut. Á jóladag eldar maðurinn minn, sem er listakokkur, fyrir alla fjölskylduna, sem kemur til okkar í mat. Þá höfum við hangikjöt og grillað lamb. Foreldrar mínir tóku jólin mjög hátíðlega og hófst jólahaldið með útvarps- messunni. Það ríkir mikil gleði á mínu heimili um hátíðarnar. SPURNING DAGSINS ÁLVER Alcoa mun á föstudaginn árita hafnar- og lóðasamning, fjárfestingasamning og orku- samning vegna álversins á Reyð- arfirði. Garðar Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, segir að fulltrúar Íslendinga í samningaviðræðunum hafi átt gagnlega fundi með forsvars- mönnum Alcoa í Pittsburgh í síð- ustu viku. Bandaríkjamennirnir komi síðan til landsins á næstu dögum. „Þessu miðar mjög vel áfram,“ segir Garðar, en bendir á að verk- ið sé háð ýmsum þáttum. Skipu- lagsstofnun eigi t.a.m. eftir að ákveða hvort fallist verði á að ekki þurfi nýtt umhverfismat fyr- ir álverið, þ.e. hvort nota megi matið sem gert var vegna fyrir- hugaðs álvers Norsk Hydro. Aðspurður segir Garðar að upplýsingar um orkuverð verði aldrei gefnar upp. „Það er viðskiptaleyndarmál og ég held að Alcoa myndi ekki skrifa undir neinn samning ef það lægi fyrir að gefa ætti orkuverðið upp. Ég held að það séu hreinar línur.“ Forsenda álversins er að Landsvirkjun taki einhverju þeirra tilboða sem bárust í gerð Kárahnjúkastíflu og aðrennslis- ganga virkjunarinnar. Garðar segist reikna með því að tilboði ítalska fyrirtækisins Impregilo verði tekið. Það hafi boðið lægst í verkið eða samtals 44,4 milljarða króna, sem var 93,9% af kostnað- aráætlun. „Þetta eru engir aukvisar. Þeir byggðu meðal annars Mont Blanc- göngin.“ ■ Álverssamningar áritaðir á föstudaginn: Orkuverðið leyndarmál EDINBORG, AP Mikill eldsvoði varð í þó nokkrum byggingum í hinum sögufræga gamla bæ í Edinborg í Skotlandi á laugardagskvöld. Einn slökkviliðsmaður slasaðist í bar- áttu við eldinn og um 150 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Tjón af völdum eldsvoðans er metið á hundruð milljóna króna. „Þetta er tvímælalaust stærsti eldsvoðinn í Edinborg í manna minnum,“ sagði slökkviliðsmaður- inn Graham Torrie. „Það er sér- staklega sorglegt að sjá bygging- arnar í gamla bænum eyðileggj- ast.“ Rúmlega 80 sökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að vinna bug á eld- inum. Margar af byggingunum eru yfir 100 ára gamlar og hefur þeim verið breytt nokkuð í gegn- um árin. Fyrir vikið gekk erfið- lega að komast að eldinum, sem leyndist víða undir rústunum þar sem vatn komst ekki að honum. Svo gæti far- ið að ekki takist að slökkva alveg í glóðunum fyrr en í dag eða á morgun. Veru- leg hætta var á því að eldur kviknaði í kuln- uðum glóðunum á ný vegna hvass- viðris. Mörgum götum var lokað og var talin hætta á frekara hruni í húsunum. Bruninn náði til þrettán húsa í svonefndu Cowgate-hverfi, sem er í hjarta Edinborgar. Gamli mið- bærinn er á minjaverndarskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, enda er hann að hluta til frá því á miðöldum. Þetta hverfi er skammt frá gamla kastalanum í Edinborg og nýtur mikilla vinsælda meðal ferða- manna í borginni. Eldurinn kviknaði á laugar- dagskvöldið laust eftir klukkan átta. Talið er að hann hafi átt upp- tök sín fyrir ofan næturklúbbinn La Belle Angele, sem staðsettur er fyrir aftan hinn fræga stað Gilded Balloon, þar sem gaman- sýningar hafa verið haldnar. Litlu munaði að slökkvilið Ed- inborgar væri í verkfalli þegar þessi eldsvoði varð. Átta daga verkfall átti að hefjast á miðviku- daginn var en því var frestað til þess að liðka fyrir samningavið- ræðum. ■ Eldsvoði í Edinborg Gamli miðbærinn brann að hluta. Þrettán byggingar skammt frá gamla kastalanum stórskemmdar. Stærsti eldsvoðinn í Edinborg í manna minnum. OLÍU HELLT Í SJÓINN Franski varnarmálaráðherrann segir að eitthvað af olíunni, sem sást í haf- inu úti af ströndum Frakklands, sé ekki komið úr olíuskipinu Prestige sem sökk 19. nóvember. Ófyrirleitnir skipstjórar hafi los- að sig við olíu í skjóli þess að mengun sé hvort eð er í sjónum. SNJÓFLÓÐ Í ÖLPUNUM Fimm skíðamenn fórust þegar snjóflóð féllu í gær norðantil í frönsku Alpafjöllunum. Fimm aðrir slös- uðust illa. Gamli miðbærinn í Þrándheimi brunninn: Rjúkandi ísrústir NOREGUR Þegar íbúar Þrándheims vöknuðu í gærmorgun blasti við þeim hrikaleg sýn sem vart leit út fyrir að vera af þessum heimi. Ekki var nóg með að gamli mið- bærinn væri stórskemmdur af bruna frá því deginum áður. Vatn- ið, sem sprautað var til þess að slökkva eldinn, hafði frosið. Engu var líkara en hús og götur hefðu breyst í draugalegar íshallir sem þar að auki rauk úr. Þessari undarlegu sýn var lýst í norska dagblaðinu Aftenposten í gær. Talið er að skaðinn nemi allt að tveimur milljónum íslenskra króna. Uppruna brunans má rekja til þess að kokkur á veitingahúsinu News reyndi að slökkva í steikar- potti. Í stað þess að reyna að kæfa eldinn tók hann slökkvitæki og sprautaði á hann. Allt hverfið er meira og minna brunnið. ■ FRÁ UPPTÖKUM Kona í þjóðbúningi fellur um koll í Ára- mótaskaupinu 2002. Óskar Jónasson: Furðulegt Ára- mótaskaup GAMLÁRSKVÖLD „Innihaldið er ein- faldlega algert trúnaðarmál og það eina sem ég get sagt er að Skaupið er furðulegt,“ segir Ósk- ar Jónasson, leikstjóri og stjórn- andi Áramótaskaupsins, sem sýnt verður að venju í Ríkissjónvarp- inu á gamlárskvöld. Óskar vinnur nú að því að klippa Skaupið og ganga endan- lega frá því og er þeirri vinnu að ljúka: „Við eltumst ekkert við Skaupið frá því í fyrra. Nú er allt annað ár og þess vegna gerum við allt annað Skaup,“ segir hann. ■ Hvít jól fyrir norðan - rauð fyrir sunnan: Frost á Þor- láksmessu VEÐUR Samkvæmt langtímaspám bandarísku veðurstofunnar stefn- ir allt í að það verði hvít jól á Norðurlandi en rauð í Reykjavík og nágrenni: „Þessar spár byggja á útreikningum á ástandi loft- hjúpsins. En það er með þessar spár eins og aðrar spár að þetta eru bara spár,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem styðst að mestu leyti við banda- rískar spár í veðurspám sínum: „Ég sé fyrir að í Reykjavík verði norðan strekkingur og 2-4 stiga frost á Þorláksmessu. Svo ætti að hlýna eilítið á aðfangadag en það verður úrkomulaust og því enginn snjór. Á Norður- og Austurlandi verða él,“ segir hann. ■ Hvað borðar þú um jólin? 250 krökkum boðið í bíó: Söfnuðu hálfri milljón HJÁLPARSTARF Um 250 tombólu- krakkar á höfuðborgarsvæðinu og foreldrar þeirra fjölmenntu á myndina Pétur og köttinn II í boði Laugarásbíós og Reykjavíkur- deildar Rauða krossins í gær. Boð- ið fengu krakkarnir í þakklætis- skyni fyrir að safna fé sem þeir afhentu Rauða krossi Íslands á ár- inu til styrktar fátækum börnum í útlöndum. Um hálf milljón króna safnað- ist á árinu 2002, sem er talsvert meira en árið áður. Allt féð rennur til að aðstoða munaðarlaus og fötl- uð börn í Tansaníu. ■ Í BÍÓ Krakkarnir duglegu höfðu gaman af bíó- sýningunni.Til viðbótar framlagi tombólu- krakkanna leggst fé sem börn á leikskólan- um Norðurbergi í Hafnarfirði söfnuðu. Börnin á Norðurbergi hafa verið að safna flöskum til endurnýtingar allt árið og af- raksturinn gáfu þau til Rauða krossins. Al Kaída boðar fleiri árásir gegn Ísrael: Fjórir Palest- ínumenn falla á Gaza- strönd JERÚSALEM, AP Ísraelskir hermenn skutu í gær til bana fjóra Palest- ínumenn sem höfðu reynt að gera árás á byggð ísraelskra landtöku- manna skammt frá borginni Rafah á Gaza-strönd. Tveir Palestínumenn komust undan. Palestínumenn reyna oft að ráðast inn í byggðir gyðinga á Gaza-strönd. Ísraelski herinn ger- ir sömuleiðis árásir á svæði Palestínumanna nærri daglega. Í gær sögðust samtökin al Kaída bera ábyrgð á sprengjuárás á ísraelskt hótel í Kenýa í lok nóv- ember og flugskeytaárás á ísra- elska flugvél sama dag. Sulaiman Abu Gaith, einn for- sprakka al Kaída, sagði jafnframt að árásum á „krossferðabandalag Gyðinga“ muni fjölga mikið á næstunni. ■ ERLENT LANDSVIRKJUN Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, segir að fulltrúar Íslendinga í samningaviðræðunum hafi átt gagnlega fundi með forsvarsmönnum Alcoa í Pitts- burgh í síðustu viku. SLÖKKVILIÐS- MAÐUR VIÐ RÚSTIRNAR Mikið tjón varð í þrettán húsum í gamla miðbænum í Edinborg. SPRAUTAÐ Á ELDINN Í gær unnu slökkviliðsmenn enn hörðum höndum við að halda eldinum í skefjum. AP /P A, B EN C U RT IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.