Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 43
Evrópsku kvikmynda- verðlaunin: Almodóvar fékk fimmu VERÐLAUN Kvikmynd Pedro Almodóvars „Hable con ella“ (Tal- aðu við hana) fékk fimm verðlaun á evrópsku kvikmyndaverðlauna- hátíðinni sem fór fram á laugar- dagskvöld í Róm. Leikstjórinn sjálfur fékk þrjú verðlaun. Þau voru fyrir handritagerð auk þess sem hann var verðlaunaður fyrir leikstjórn bæði af dómnefndinni og kvikmyndaáhugamönnum sem kusu á Netinu. Myndin var valin „besta myndin“ af dómnefndinni auk þess sem aðalleikari hennar, Javier Cámara, tók við verðlaun- unum frá kjósendum sem besti leikarinn. Leikkonan Kate Winslet var valin besta leikkonan af kjósend- um fyrir myndina „Iris“. Winslet var ekki á staðnum en á mynd- bandsupptöku þakkaði hún sér- staklega leikkonunni Judi Dench, sem lék Iris á eldri árum í sam- nefndri mynd. Hún sagði að án hennar hefði sín frammistaða ver- ið fyrir bí. Íslandsvinkonan Vict- oria Abril tók við verðlaunum fyr- ir framlag sitt til kvikmynda í gegnum árin. ■ 43MÁNUDAGUR 9. desember 2002 HÖNNUN Það hefur mikið verið rætt, oftar en ekki í neikvæðum tón, um nýjar höfuðstöðvar Orku- veitu Reykjavíkur við Réttarháls. Aftur á móti hefur minna verið rætt um bygginguna sjálfa og þær hugmyndir sem að baki henni liggja. Arkitektastofan Hornsteinar ehf. og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar hf. unnu saman að hönnun höfuðstöðv- anna. Ögmundur Skarphéðinsson og Ólafur Hersisson, arkitektar hjá Hornsteinum, segja að megin- inntak hönnunarinnar sé að tryggja sveigjanleika og skapa viðeigandi umgjörð um líflegan vinnustað. „Skrifstofurými er allt hannað með þarfir nútímafyrirtækja í huga,“ segir Ólafur. Þetta lýsir sér í að skrifstofurnar eru alveg opnar og án nokkurra veggja, nema fyrir lítil fundaherbergi, prentarasvæði og kaffistofur, sem líka hýsa nánast einu föstu innréttingarnar sem finna má í þessari stóru byggingu. Ögmund- ur segir að hugsunin sé sú í fram- tíðinni að allur skrifstofubúnaður verði kominn á hjól svo auðvelt verði að færa starfsemi deilda án teljandi fyrirhafnar ef með þarf. Til að byrja með verður þó skrif- stofubúnaðurinn að mestu hefð- bundinn. Opið rými býður einnig upp á haftalaus samskipti á milli fólks. Nær þessi hugsun einnig til stjórnenda fyrirtækisins, sem munu deila saman rými. Glerhýsi tengir svo háu bygg- ingarinnar og þar er inngangur fyrir viðskiptavini. Þar verður meðal annars boðið upp á netkaffi og fjögur listaverk munu prýða anddyrið, þar á meðal heljarmik- ill pendúll, eftir Hrein Friðfinns- son, sem fylgir segulsviði jarðar og tifar í heilan hring á 26 tíma fresti. Þá blasa við tengibrýr á milli hæða þar sem starfsfólk labbar milli húsa, sem gefur and- dyrinu mikið líf. „Það er hluti af þessu opna rými að leiða starfs- fólk inn á brautir þar sem það kemst ekki hjá því að hitta aðra og er því í minni hættu á að ein- angrast,“ bendir Ólafur á. „Byggingin er í raun þrjár byggingar,“ útskýrir Ólafur. „Húsið er 15.000 fermetrar og við þurftum að hanna húsið þannig að það myndi ekki þekja alla bygg- ingarlóðina og byrgja útsýni fyrir íbúabyggð of mikið.“ Neðstu tvær hæðirnar mynda byggingu sem er stærri að flatarmáli og virkar eins og undirstaða fyrir hinar tvær án þess að sjást ofan frá. Önnur efri byggingin er klædd áli og víkkar út upp á við og sveigist sem tákn um þann sveigjanleika sem rýmið innan hennar býður upp á. Hin byggingin er svo klædd graníti og hefðbundnari í ytra útliti sem nokkurs akkeri fyrir hina, sem að hluta til svífur. Þær tvær eru að lokum byggðar langsum upp í hallann til að skyggja sem minnst á útsýni íbúabyggðarinnar í Árbænum. ■ HÚS ORKUVEITUNNAR VIÐ RÉTTARHÁLS Sveigða byggingin merkir sveigjanleika í starfsemi nútímafyrirtækja á meðan sú ferkantaða er merki um stöðugleika. Þær standa síðan á traustum undirstöðum þriðju byggingarinnar, fyrstu tveim hæðunum. Þrjár byggingar í einni Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Réttarháls hannaðar með þarfir nútímafyrirtækis í huga. Sveigjanleiki, líf og góður aðbúnaður viðskiptavina eru höfð í fyrirrúmi. Háu byggingarnar eru langsum upp í hallann til að skyggja sem minnst á útsýni frá byggð í Árbænum. GENGI ALMODÓVARS Leikarinn Javier Cámara, leikstjórinn Pedro Almódóvar og leikkonan Leonor Watling skemmtu sér líklegast konunglega á verðlaunahátíðinni í Róm á laugardagskvöldið. Almodóvar hefur verið gagnrýndur af dýraverndunarsamtökum fyrir blóðugar nautabana- senur myndar sinnar. Í öllum okkar myndatökum eru innifaldar fullunnar stækkanir. Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 • www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Passamyndatökur alla virka daga. Nú eru að verða síðustu möguleikar á að fá myndatöku fyrir jól. Ef þú ætlar að fá, dugir ekki að panta núna, heldur STRAX Geisladiskurinn Lögin hansJóns er komin út en á honum er að finna úrval laga eftir Jón Björnsson, tónskáld, kórstjóra og bónda frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Afkomendur Jóns gefa diskinn út í aldarminningu hans, en þann 23. febrúar næst- komandi verða eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns. Allur ágóði af sölu disksins rennur til styrktar efnilegu tónlistarfólki í Skagafirði. Á disknum eru 17 lög og hafa 12 þeirra verið gefin út áður með ýmsum flytjendum, þar á meðal Móðir mín, Hallar- frúin, Björt nótt, Í góðra vina ranni, og Þú varst mitt blóm. NÝJAR PLÖTUR FR ÉT TA B LA Ð IP /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.