Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 6
INNBROT Í BREIÐHOLTI Þrjú innbrot í bifreiðar voru tilkynnt lögreglu í gær. Var hljómtækjum stolið og öðru lauslegu. Innbrotin voru í mið- bæ og tvö í Breiðholti en að sögn lögreglu hafa Breiðhyltingar að undanförnu orðið illa fyrir barðinu á þeim sem stunda innbrot í bíla. INNBROT Í HEIMAHÚS Helgin var óvenju róleg hjá í Reykjavík um þessa helgi. Tilkynnt um eitt inn- brot í miðborginni snemma laugar- dags. Hafði hurð verið spennt upp og þeir sem að verki voru leituðu inngöngu. Mun sáralitlu hafa verið stolið og er málið í rannsókn. 6 9. desember 2002 MÁNUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns kom fram á miklum af- mælistónleikum Sparisjóðs Hafnarfjarðar í gær. Hvað heitir saxófónleikari hljómsveitarinn- ar? Skeleggur þingmaður lét þau ummæli falla nýlega við um- ræður um fjárlagafrumvarp næsta árs að Hafrannsókna- stofnun væri meinvarp í ís- lensku samfélagi. Hver var sá? Fyrir nokkru játaði eigandi fast- eignasölu á sig tugmilljóna fjár- svik. Hvað heitir fasteignasalan sem viðkomandi rak? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.51 0.35% Sterlingspund 134.31 0.46% Dönsk króna 11.52 0.46% Evra 85.57 0.45% *Bandarískar vísitölur kl. 17 FÓLK Um 100 manns söfnuðust saman í kuldanum í röð fyrir utan verslunina Nexus í gær. Auglýst hafði verið miðasala á sérstaka forsýningu á annari mynd Hringa- dróttinsþríleiksins, „The Two Towers“, sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. Hörðustu aðdáendur sögunnar mættu um kl. 23 á laugardagskvöldið en miðasal- an hófst ekki fyrr en kl. 17 í gær. „Ég kom í gærkvöldi með vini mínum, sem er sofandi við hliðina á mér,“ sagði Egill Búi Einarsson, 17 ára, sem beið fremstur í röðinni. Hann segir helstu ástæðu þess hversu snemma þeir félagar mættu vera að strætó byrjar ekki að ganga fyrr en kl. 10 á sunnu- dagsmorgnum. Ef þeir hefðu tekið hann hefðu þeir ekki náð því að mæta fyrstir. „Við eyddum tíman- um með því að tala saman. Aðal- lega sátum við bara og reyndum að halda okkur heitum.“ Egill viðurkenndi að kuldinn hefði verið mikill en sagði þó bið- ina þess virði. „Ég býst við miklu af þessari mynd. Mér finnst fyrri myndin alveg geðveikt góð. Í annarri myndinni verða mun fleiri spennuatriði samkvæmt bókinni.“ Skemmtileg stemning hafði myndast fyrir utan búðina. Röðin var aðallega mönnuð unglingum sem styttu sér stundir með bóka- lestri, spilamennsku og skólalær- dómi. Auk þess höfðu eigendur búðarinnar stillt upp sjónvarpi og myndbandstæki til þess að stytta þeim þolinmóðustu tímann með sýningu teiknimynda. „The Two Towers“ verður tekin til almennra sýninga hér á landi annan í jólum og hefur hún fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda í Bandaríkjunum og Bretlandi. ■ Röð safnaðist fyrir utan verslunina Nexus í gær: Rúmlega 100 manns biðu eftir miðum STJÓRNMÁL „Jú, það er rétt. Nú er Hallbjörn Hjartarson einn þeirra sem búsettir eru í mínu kjördæmi og aldrei að vita nema ég ríði á hans fund með kúrekahatt og at- hugi hvernig tréð dafnar sem ég gaf honum fyrir átta árum,“ segir Árni Steinar Jóhannsson alþingis- maður. Vinstri grænir hafa lagt fram framboðslista í Norðvesturkjör- dæmi til alþingiskosninga í vor. Það sem helst ber til tíðinda er að Árni Steinar, sem áður var á lista í Norðausturkjördæmi, skipar annað sætið. Árni Steinar hafnar því alfarið að hann hafi verið fluttur hreppa- flutningum „Við erum með sterka frambjóðendur í Norðausturkjör- dæmi sem eru þau Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Bachmann í tveimur efstu sætunu. Það hlýtur að teljast sterkt fyrir hreyfinguna að vera með fjóra sitjandi þing- menn sem slást samhentir á öllu þessu svæði.“ Ef einhver er erkiAkureyring- ur er það Árni Steinar en hann segist þekkja þau vandamál sem steðja að þessu svæði öllu og þau séu hin sömu hvort heldur er um landbúnaðarhéruð eða sjávar- byggðir að ræða. Þar liggi hans áherslur. „Ég hef aldrei verið kjördæmapotari heldur beitt mér fyrir þjóðfélagsbreytingum sem gagnast landsbyggðinni allri. Að því leyti til líður mér mjög vel með þessa ákvörðun.“ Að sögn Árna Steinars er eng- inn skortur á fólki til að skipa lista og vinnur uppstillingarnefnd VG hörðum höndum að uppröðun. Listar hljóti að vera að fæðast og búast megi við þeim í byrjun jan- úar. Talsverð stemning hefur ver- ið hjá Sjálfstæðisflokki og Sam- fylkingu í tengslum við prófkjör flokkanna en Árni Steinar gefur ekki mikið fyrir það. „Ég er á móti prófkjörum próf- kjöra vegna. Menn virðast hafa gaman af því að fylgjast með bræðravígum en mín skoðun er sú að prófkjör séu leið sem nota á ef óánægja er með forystusveitina. Mér virðast prófkjör eins og við höfum séð þau að undanförnu vera innbyrðis hanaslagur sam- herja en ekki utanaðkomandi krafa.“ jakob@frettabladid.is Ég er ekki kjördæmapotari Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt fram framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Efsti maður á lista er Árni Steinar Jóhannsson, sem flytur sig um set. LUNDÚNIR,AP Ungfrú Tyrkland, Azra Akin, var kjörin ungfrú heimur fyrir framan tvö þúsund áhorfendur í Alexandra Palace í norðurhluta Lundúna á laugardag. Auk glæsilegrar kórónu hlaut Akin í verðlaunafé rúmar 13 millj- ónir króna. Akin, sem hélt upp á 21 árs afmæli sitt í gær, er alin upp í Hollandi af tyrkneskum for- eldrum sínum. Hún spilar á flautu og hefur gaman af ballett og magadansi. Keppnin var flutt á síðustu stundu frá Nígeríu til Lundúna vegna ófriðar sem hafði brotist þar út. Um 200 manns létu lífið í Afríkuríkinu eftir að blaðamaður skrifaði grein þar sem sagði að Múhameð, spámaður múslima, hefði eflaust verið samþykkur keppninni og hefði jafnvel verið tilbúinn til að kvænast einum keppandanna. Lítið var minnst á ófriðinn á úrslitakvöldinu. Hin nýkrýnda ungfrú heimur sagðist þó hafa verið skelfingu lostin yfir því sem gerðist í Nígeríu. „Ég vona bara að heimsbúar geti borið meiri virðingu hver fyrir öðrum í fram- tíðinni,“ sagði Akin. ■ KOSS Á KINN Ungfrú heimur, Azra Akin, tekur við kossi á kinn frá ungfrú Noregi, sem komst í 10 manna úrslit keppninnar. Ungfrú Perú, sem lenti í þriðja sæti, fylgist með. Í öðru sæti lenti ungfrú Kólombía. Alls tóku 92 fegurðardrottningar víðs vegar að úr heiminum þátt í keppninni. Ungfrú Tyrkland er fegursta kona heims: Hefur gaman af maga- dansi og flautuleik Akureyri „Drullumall- ari“ rotast LÖGREGLA Betur fór en á horfðist á Akureyri í gær en þá voru þrír menn á ferð og að leik í Hlíðar- fjalli á utanvegamótorhjólum eða mótorkross vélhjólum. Slíkir mót- orhjólamenn eru jafnan kallaðir „drullumallarar“ af heimamönn- um. Ekki vildi betur til en svo að einn þeirra keyrði ofan í holu og kastaðist af hjóli sínu. Lögregl- unni var tilkynnt um meðvitund- arlausan mann í Hlíðarfjalli og hafði viðbúnað í samræmi við það. Í ljós kom að hann hafði rotast og var vankaður í nokkurn tíma. Mótorhjólakappinn var fluttur til aðhlynningar á slysadeild, en hann hlaut skurði í andlit og er hugsanlega kjálkabrotinn. ■ ÍSRAEL Konunum er smyglað til Ísraels af mönn- um sem lofa þeim lögmætum störfum. Konur frá fyrrum Sovétríkjunum: Seldar í kyn- lífsþrælkun JERÚSALEM, AP Um þrjú þúsund konur, flestar frá Sovétríkjunum fyrrverandi, eru seldar á hverju ári til Ísraels í kynlífsþrælkun. Þetta kemur fram í skýrslu sem ísraelska þingið lét vinna fyrir sig. Dómskerfi Ísraels er harð- lega gagnrýnt í skýrslunni fyrir að taka léttvægt á málinu. Konunum er yfirleytt smyglað til Ísraels af mönnum sem lofa þeim lögmætum störfum. Þegar þangað er komið eru þær hins vegar seldar fyrir um 250-500 þúsund krónur hver til hórmang- ara. Hver viðskiptavinur greiðir þeim um 2000 krónur og hirðir hórmangarinn um 80-90% af þeirri upphæð. Konurnar vinna um 12 klukkustundir á dag, sex til sjö daga vikunnar. ■ BEÐIÐ EFTIR HRINGADRÓTTINSSÖGU Þessi mætti vígreifur í gær kl. 23.30 ásamt félaga sínum. AP /M YN D LISTINN 1. Jón Bjarnason, Blönduósi 2. Árni Steinar Jóhannsson, Akureyri 3. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri 4. Hildur Traustadóttir, Brekku Borgarfirði 5. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir, Sauðárkróki 6. Eva Sigurbjörnsdóttir, Djúpavík ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON Honum virðast prófkjör að undanförnu vera innbyrðis hanaslagur samherja en ekki utan- aðkomandi krafa og segir að vænta megi framboðslista vinstri grænna í byrjun janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.