Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 27
27MÁNUDAGUR 9. desember 2002 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Pelsar frá 12.900 Mokkajakkar og kápur Tilboð á vendipelsum – áður kr. 24.900 – nú 12.500 Hattar, húfur og kanínuskinn kr 2.900 „Ég ákvað að koma til Íslands því að kærastinn minn er íslenskur og mig langaði til að kynnast bak- grunni hans betur. Ég vildi líka læra móðurmálið hans svo við þyrftum ekki alltaf að tala saman á mínu máli,“ segir Barbara Holzknecht sem er skiptinemi frá Þýskalandi. Hún er í starfsnámi á Landspítalanum og er það hluti af læknisfræðinámi hennar í Berlín. Barbara hafði aðeins heimsótt landið að sumri til þar til fyrir ári þegar hún kom hingað um jólin ásamt kærastanum. „Mig langaði að kynnast íslenska vetrinum fyrir alvöru. Þar sem jólin í fyrra voru að mestu snjólaus og sömuleiðis síðustu mánuðir hef ég enn sem komið er aldrei upplifað raunveru- legt íslenskt vetrarveður.“ Þessi jól verða þau þriðju sem Barbara heldur fjarri heimahög- unum en hún segist engu að síður munu sakna fjölskyldunnar og hefðanna mikið. „Við borðum alltaf bökuð epli síðdegis á að- fangadag og ég er vön að sjá um að útbúa þau. Jólapakkarnir eru tekn- ir upp áður en aðalmáltíðin er bor- in fram og pabbi hringir alltaf bjöllu til að kalla á okkur í gjafirn- ar,“ segir Barbara. En þrátt fyrir að hún sakni margs er engu að síð- ur ýmislegt skemmtilegt sem kem- ur í staðinn. „Við erum vön að hafa miklu stærra jólatré í Þýskalandi en í fyrra fór ég ásamt kærastan- um mínum og tengdapabba upp í hlíð að höggva jólatré. Það var ótrúlega skemmtilegt og bætti fyr- ir það sem vantaði upp á stærð- ina.“ Í Þýskalandi eru margir með fondue á jólunum en þar sem Bar- bara var grænmetisæta var hafður Raclette-ostur með grænmeti og kartöflum á hennar heimili. „Þegar ég kom til Íslands síðustu jól var ég hjá tengdaforeldrum mínum og þar var borin fram villigæs og hangikjöt. Mig langaði auðvitað að smakka það sem var á boðstólnum og það bragðaðist svo vel að ég ákvað að hætta að vera græn- metisæta,“ segir Barbara. Hún er líka hrifin af íslensku jólaljósun- um og segir að í Þýskalandi sé mun minna um litríkar ljósaskreyting- ar. „Ég keypti mér rauða jólaseríu á tilboði og er búin að hengja hana í eldhúsgluggann,“ segir Barbara, sem bíður spennt eftir að það stytti upp og jólasnjórinn láti sjá sig. ■ BARBARA HOLZKNECHT Heldur jólin í annað sinn á Íslandi og vill helst fá snjó í þetta sinn. Bökuð epli & gjafabjalla Barbara Holzknecht var grænmetisæta í tíu ár en ákvað að byrja aftur að borða kjöt þegar hún kynntist íslenska jólamatnum. GESTSAUGAÐ Þýskaland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.