Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 9. desember 2002 ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.00 Stöð 2 Ensku mörkin 16.35 Sjónvarpið Helgarsportið 17.50 Sýn Ensku mörkin 18.50 Sýn Spænsku mörkin 19.50 Sýn Enski boltinn (Sunderland - Man. City) 22.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 22.30 Sýn Sportið með Olís 23.00 Sýn Ensku mörkin 23.30 Sjónvarpið Markaregn 0.35 Stöð 2 Ensku mörkin 1.30 Sýn Spænsku mörkin Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100Lágmúla 4 • Sími 585 4000 N‡ttu flér punktana hjá okkur me› flví a› grei›a inn á sólarlandafer› næsta sumars. fiú kemur me› korti› og vi› færum punktainneignina inn á sólarlandafer›ina flína. P aolo Di Canio, fyrirliði WestHam United, verður frá knattiðkun í átta vikur eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné á fimmtudag. Ítalinn þurfti að yfir- gefa völlinn þegar West Ham mætti Southampton í ensku úr- valsdeildinni á mánudag. Hann segir að eftir tveggja mínútna leik hafi hann fundið fyrir verkj- um í hné en ákveðið að leika áfram. Læknar liðsins ráðlögðu honum þó að yfirgefa völlinn í hálfleik. Læknar Leeds United segjaað síðustu meiðsli framherj- ans Robbie Fowler hafi næstum gert út af við feril hans. Fowler barðist í lengri tíma við meiðsli í mjöðm en komst loks yfir þau og er aftur kominn á skrið með Leeds. Dave Hancock, læknir Leeds, segir að meiðsli hans hafi verið mjög alvarleg en fyr- ir baráttu leikmannsins hafi hann náð að yfirvinna þau. FÓTBOLTI KÖRFUBOLTI Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 35 stig þegar Dallas Mavericks bar sigurorð af Golden State Warriors með 121 stigi gegn 116 í NBA-deildinni í fyrrakvöld. Dallas náði þar að bæta fyrir slæmt tap, 105:103, gegn meisturum Lakers á föstu- dagskvöld þar sem liðið missti niður 27 stiga forystu. Það var annar leikurinn af fyrstu 20 á leik- tíðinni sem liðið tapaði. Michael Jordan skoraði 20 stig og tók níu fráköst þegar Wash- ington Wizard sigraði New York Knicks, 100:97. Jerry Stackhouse, samherji Jordan, skoraði 22 stig í leiknum. Knicks var 21 stigi undir í þriðja leikhluta og var nálægt því að jafna metin í lokin með þriggja stiga körfu. Houston Rockets vann Phila- delphia 76ers með 97 stigum gegn 72. Yao Ming, kínverski risinn í liði Rockets, skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Þetta var sjötti heima- sigur Rockets í röð. Liðið hefur unnið sjö leiki og tapað einum á heimavelli. Er það besta byrjun liðsins á heimavelli síðan á leiktíð- inni 1996-97. ■ NOWITZKI Brian Shaw, leikmaður L.A. Lakers, brýtur á Dirk Nowitzki, leikmanni Dallas, í leiknum á föstudagskvöld. Nowitzki skoraði aðeins 12 stig í leiknum en Kobe Bryant setti 27 fyrir Lakers. NBA-deildin: Nowitzki með 35 stig FÓTBOLTI Íslendingaliðið Stoke tapaði fyr-ir Coventry með tveimur mörk- um gegn einu á laugardag. Peter Hoekstra skoraði mark Stoke. Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn út af með sitt annað gula spjald þegar skammt var eftir af leiknum. Stoke er í þriðja neðsta sæti ensku 1. deildarinnar með 15 stig eftir 22 leiki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.