Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 9. desember 2002 39 -það er kaffið! Grímur Óli er 9 ára. Hann fæddist með klumbufætur. Eftir margar aðgerðir og stranga þjálfun hefur hann alla sömu möguleika og önnur börn og uppgötvar eitthvað nýtt á hverjum degi. Undanfarin ár hefur Gevalia kaffi lagt milljónir króna til félags- og góð gerðar mála. Í ár leggjum við okkar af mörkum til að styrkja Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum, til að opna þjónustumiðstöð fyrir foreldra og systkini. Þegar þú kaupir pakka af Gevalia kaffi renna 15 krónur til þessa verkefnis. Sýnum umhyggju í verki um jólin. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S RY D 1 91 94 11 /2 00 2 „Ég ætla að verða fornleifafræðingur þegar ég er orðinn fullorðinn.“ JENNY Í BLOKKINNI Jennifer Lopez kom fram á Kips Bay klúbbnum í Bronx ásamt ýmsum skemmti- kröftum á föstudaginn var. Hátíðin var í til- efni af útsendingu Today-þáttarins sem sýndur er á NBC. Þar söng J. Lo meðal annars I’m still Jenny from the block. Fótboltakappinn David Beck-ham hefur látið húðflúra nafn yngri sonar síns Romeo á bak sitt. Hann gaf vísbendingar um að fjölgun hans og Victoriu væri ekki lokið þegar hann sagði að enn væri pláss á baki hans fyrir þrjú til fimm nöfn til viðbótar. Oasis hefur ákveðið að haldatónleikaför sinni áfram þar sem Liam Gallagher hefur látið gera við framtennur sínar. Söngv- arinn braut þær í slagsmálum í Þýskalandi fyrir rúmri viku síð- an. Í kjölfarið frestaði sveitin öll- um fyrirhuguðum tónleikum sín- um í landinu. Aðgerð Liams gekk framar vonum og er pilturinn nú reiðubúinn til þess að raula í hljóðnemann aftur. Ekki er vitað hvort Oasis ætlar að endurbóka tónleika í Þýskalandi. Leik- og söngkonan JenniferLopez skýrði frá því í viðtali á laugardag að ást hennar og Ben Affleck væri sönn. Hún sagði líka að þrátt fyrir að hjónabandið við Affleck verði hennar þriðja þá hafi hún aldrei verið í „raunveru- legt hjónabandi“ áður. Hún sagði jafnframt að parið væri ekki búið að ákveða dagsetningu fyrir hjónavígsluna. Allt er þá þrennt er, er það ekki? Talsmenn Almeida-leikhússins í London segja Nicole Kidman hafa sýnt mikinn áhuga á því að leika aðalhlutverkið í sýn- ingu sem frumsýnd verður á næsta ári. Leikkonan Nicole Kidman: Aftur á leiksvið í London? LEIKLIST Ástralska leikkonan Nicole Kidman er nú í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverk sýningar sem setja á upp á leik- svið í London. Þetta verður í ann- að skiptið sem hún gerir slíkt en hún vakti mikla lukku í leikritinu „The Blue Room“ árið 1998. Hún íhugar nú að taka að sér aðalhlutverkið í „Konunni frá haf- inu“ eftir Henrik Ibsen. Áætlað er að frumsýna verkið í Almeida- leikhúsinu á næsta ári. Leikhúsið, sem þykir ekki mjög stórt, hefur verið lokað í tvö ár vegna breytinga. Það verður opnað á nýjan leik í apríl. Kidman fékk lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína í „The Blue Room“, sem sýnt var í Don- mar Warehouse leikhúsinu. Talað er um að leikkonan sé afar spennt fyrir því að taka að leika í leikriti í London á næsta ári. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.