Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 36
36 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Heimsendingar og sótt! A f g r e i ð s l u t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r Grensásvegur 12 533 2200 SPRENGITILBOÐ! 12“ pizza m/3 áleggstegundum 690 kr. 16“ pizza m/3 áleggstegundum 990 kr. 18“ pizza m/3 áleggstegundum 1.190 kr. EF SÓTT EF SÓTT EF SÓTT B. Magnússon Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 555 2866 Verslunin er opin lengur fyrir jól Fatnaður og náttföt á alla fjölskylduna Snerti + englalampar 2900.- Herragjafir Margt sniðugt Úr og skart, mikið úrval Dömu- og herraúr með pennum 2500.- Jólavara, mikið úrval Vasaljós með verkfærum 550.- Veski með verkfærum 790.- Útsalan byrjuð! Nicole Kidman: Cruise er stóra ástin FÓLK Leikkonan Nicole Kidman segir að Tom Cruise sé enn stóra ástin í lífi hennar. Kidman viður- kenndi þetta í viðtali við Lesley Stahl, einn stjórnenda 60 mínútna. Hún sagðist jafnframt vera tilbú- in í nýtt samband. „Ég meina, að fá gæsahúð og þessa tilfinningu í magann þegar maður hugsar bara váááá. Auðvit- að væri það gaman.“ Kidman og Cruise skildu á síð- asta ári. Parið á tvö börn, Ísabellu og Conor. Þegar Stahls spurði Kid- man hvort hún kenndi sjálfri sér um skilnaðinn svaraði Kidman: „Auðvitað. Það eru tveir sem bera ábygðina. Það er saga á bak við allt. Og hún verður ekki borin á borð fyrir alla.“ ■ Umdeild skreyting: Dónalegur jólasveinn JÓL Jólaskreytingar í borginni Frankfurt í Þýskalandi hafa vakið mikla reiði meðal íbúa. Skreyting- in sem um ræðir er jólasveinn sem hangir utan á svölum byggingar. Á svölunum er stytta af naktri konu og er líkt og karl anginn sé að svala forvitni sinni. Borgarstarfsmenn í Frankfurt hengdu skreytinguna umdeildu upp en ekki er vitað hvort hún fái að vera í friði eða hvort farið verði eftir beiðni siðprúðra borgara. ■ MANDELA OG OPRAH Fyrrverandi forseti S-Afríku, Nelson Mand- ela, og Oprah Winfrey, þáttastjórnandinn þekkti, hittust í Meyerton í Suður-Afríku. Þar er rekinn skóli á vegum Opruh. FÓLK Bono, söngvari U2, hvetur Bandaríkjamenn til þess að létta skuldastöðu Afríkuríkja og hjálpa þeim til þess að stöðva útbreiðslu alnæmis. Söngvarinn er á ferð um Bandaríkin til að vekja athygli á vanda álfunnar. Hann benti á að lyf sem vinna á alnæmi væru til á Vesturlöndum. „Til að ná til fólks þurfum við á kirkjunni að halda, fjölmiðlum og háskólum. Þetta er gott tækifæri fyrir Bandaríkja- menn til þess að sýna hvers þeir eru megnugir,“ sagði Bono, sem meðal annars ræddi við George W. Bush um málið. ■ Bono hvetur Kana: Hjálpið Afríkuríkjum KONUKÍKIR? Íslensku jólasveinarnir eru kenndir við margt en enginn þeirra við svona hnýsni. NICOLE KIDMAN Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir Kidman. Grínarinn Adam Sandler hefurverið ásakaður um að stela textabroti frá gyðingapönkhljóm- sveit sem gerir stólpagrín að upp- runa sínum. Liðsmenn sveitarinnar, sem heitir því skemmtilega nafni Yidcore, heldur því fram að þeir hafi látið Sandler hafa lag eftir sig fyrir nokkrum mánuðum til þess að nota í myndinni „Mr. Deeds“. Sandler á að hafa hafnað því á sín- um tíma. Nú segir sveitin að lag í nýjustu mynd kappans, jólamynd- inni „8 Crazy Nights“, sé skugga- lega líkt laginu sem þeir sendu á sínum tíma. Máli sínu til stuðnings benda þeir á svipaða texta þar sem gert er grín að rokkurunum Lou Reed, Joey Ramone og Perry Farrell. Talsmenn Sandlers segja ásakanirnar of fáránlegar til þess að svara þeim. FÓLK Í FRÉTTUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.