Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 18
18 9. desember 2002 MÁNUDAGURSIGURVEGARI Úkraínumaðurinn Vladimir Klitschko fagnar sigri sínum gegn Bandaríkjamanninum Jameel McCline í einvígi um WBO-titilinn í þungavigt í fyrrakvöld. Heimsmeistarinn Lennox Lewis mætir Vitali, bróður Klitschko, í mars á næsta ári í einvígi um WBC-titilinn. Áttu frípunkta? fieir renna út um áramótin! Líður ekki eins og 36 ára Gianfranco Zola hefur leikið frábærlega með Chelsea á leiktíðinni. Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Thierry Henry, leikmanni Arsenal, og hefur í hyggju að leika eitt ár í viðbót. FÓTBOLTI Ítalinn smái en knái í liði Chelsea, Gianfranco Zola, hefur leikið frábærlega í ensku úrvals- deildinni það sem af er leiktíðar. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall hleypur hann ennþá um völlinn eins og unglamb. Hann er markahæsti leikmaður deildarinn- ar ásamt Thierry Henry, Frakkan- um í liði Arsenal, með níu mörk. Zola hafði lýst því yfir að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir þessa leiktíð en segist nú íhuga að spila eitt ár til viðbótar. „Þegar maður leikur eins og í dag og nýtur þess svona mikið fær það mann til að hugsa um að halda áfram,“ sagði hann eftir 4:1 sigur- leik gegn Everton í deildarbikarn- um í síðustu viku, þar sem hann lagði upp tvö mörk. „Ég er virki- lega ánægður með spilamennsku mína og ég vona að ég geti spilað svona þegar ég verð 37 ára,“ sagði hann aðspurður hversu lengi hann gæti haldið áfram. „Mér líður ekki eins og ég sé 36 ára. Ég kem jafn- vel sjálfum mér á óvart þegar ég hleyp upp og niður völlinn alveg eins og hinir leikmennirnir og verð ekkert þreyttari en þeir.“ Gianfranco Zola vakti fyrst at- hygli með ítalska liðinu Napoli. Á árunum 1989 til 1993 vann liðið m.a. ítalska meistaratitilinn tvis- var sinnum með Diego Maradona í fararbroddi. Eftir að hafa lengstum staðið í skugganum af argentínska snillingnum átti Zola að taka við af honum sem besti leikmaður liðsins. Þrátt fyrir að hafa staðið sig prýðilega með Napoli var hann seldur til Parma árið 1993. Þremur árum síðar gekk hann síðan til liðs við Chel- sea þar sem hann hefur leikið all- ar götur síðan við góðan orðstír. Þegar Maradona var 36 ára gamall var hann aðeins skugginn af sjálfum sér og þjáðist af eitur- lyfjafíkn og offitu. Ferill hans var í rúst. Á sama aldri er Zola, fyrrverandi lærlingur hans hjá Napoli, að leika frábærlega í einni erfiðustu atvinnumanna- deild heimsins og vonast til að endurtaka leikinn á næstu leik- tíð. freyr@frettabladid.is ZOLA Auk þess að eiga auðvelt með að setja boltann í netið hefur Gianfranco Zola gott auga fyrir sendingum og leggur upp mörg mörk fyrir félaga sína. Eftir að hafa verið á varamannabekknum megnið af síðustu leiktíð ákvað Zola að gera eitthvað í málunum. Hann æfði eins og brjálæðingur í sumar og það hefur heldur betur skilað sér. FERILL GIANFRANCO ZOLA Ítalska landsliðið (1996-2000) 7 mörk í 35 leikjum Chelsea (1996-?): 54 mörk í 207 deildarleikjum Parma (1993-96): 49 mörk í 102 deildarleikjum Napoli (1989-93): 32 mörk í 105 deildarleikjum Torres (1986-89): 21 mark í 88 deildarleikjum Nuorese (1984-86): 10 mörk í 31 deildarleik FÓTBOLTI Farið er að hitna óbæri- lega mikið undir Terry Venables, framkvæmdastjóra Leeds. Liðið er í 16. sæti deildarinnar og hefur tapað 10 af síðustu 17 leikjum. Eftir 1-0 tap gegn Fulham á laugardaginn sungu stuðnings- menn Leeds: „Terry, tími til að fara, Terry, Terry tími til að fara.“ Frakkinn Olivier Dacourt hef- ur gagnrýnt Venables harðlega, ekki síst fyrir að leyfa sér ekki að spila. Venables hefur alls ekki verið sáttur við ummæli Dacourt um liðið í fjölmiðlum og sagði að leikmaðurinn hefði verið að reyna að finna sér nýtt lið allt síðastliðið ár. „Ef hann vill fara til Ítalíu og ef eitthvað lið þar hefur áhuga á honum þá skal ég sjálfur keyra hann þangað,“ sagði Venables. ■ FÓTBOLTI Manchester United vann mikilvægan sigur á Arsenal með tveimur mörkum gegn engu um helgina. Veron og Scholes skoruðu mörkin. Liðið er nú aðeins þremur stigum á eftir Arsenal, efsta liði deildarinnar. Þetta var í fyrsta sinn í 56 leikjum sem Arsenal skorar ekki mark. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði að United væri komið af fullum krafti í bar- áttuna um enska meistaratitilinn ásamt Liverpool og Chelsea. „Ég get ekki verið ánægður. United- menn voru mun ákveðnari og úr- slitin voru sanngjörn. Þeir vildu sigra meira en við.“ Alex Fergu- son, stjóri United, var himinlifandi eftir leikinn. „Þetta var afar mikil- vægt. Mér fannst við vera betri að- ilinn í leiknum. Andinn í hópnum síðustu vikur hefur verið ótrúleg- ur,“ sagði Ferguson. Chelsea vann Everton, 3:1, og er komið í annað sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal. Stanic, Hasselbaink og Grönkjær skoruðu mörk Chelsea en Naysmith mark Everton. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á fyrir Hasselbaink á 84. mínútu leiksins. Liverpool tapaði óvænt fyrir Charlton með tveimur mörkum gegn engu. Liverpool er dottið nið- ur í fjórða sæti deildarinnar, fjór- um stigum á eftir Arsenal. Bolton gerði 1:1 jafntefli við Blackburn. Guðni Bergsson lék allan leikinn fyrir Bolton eftir að hafa átt í meiðslum upp á síðkastið. ■ FÓTBOLTI Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Jólagjöfin hennar- gjöf sem veitir gleði og yl Glæsilegt úrval af minkapelsum, húfum, treflum og fleiru. Nicolas Anelka, framherjiManchester City, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af franska knattspyrnusamband- inu fyrir að neita að spila með franska landsliðinu í vináttuleik á dögunum. Bannið gildir aðeins í frönsku deildakeppninni og trufl- ar Anelka því ekkert á meðan hann leikur með City á Englandi. Rami Shaaban, markvörðurArsenal, verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hafa meiðst í leiknum gegn United um helgina. Wenger, stjóri Arsenal, vonast til þess að David Seaman aðalmarkvörður geti spilað Evr- ópuleikinn gegn Valencia á morg- un, eftir að hafa átt í meiðslum. Í SLÆMUM MÁLUM Eftir 1-0 tap gegn Fulham á laugardaginn sungu stuðningsmenn Leeds: „Terry, tími til að fara, Terry, Terry tími til að fara.“ Hitnar undir Venables: Dacourt vill fara Varalið Ajax: Sló út úrvals- deildarlið FÓTBOLTI Þau tíðindi urðu í hol- lensku bikarkeppninni í knatt- spyrnu að varalið deildar- og bik- armeistara Ajax Amsterdam hafði 2-1 sigur gegn úrvalsdeildarliðinu Willem II, sem lék í Meistaradeild Evrópu fyrir aðeins þremur árum síðan. Mörkin skoruðu þeir Jamal Akachar og Stefano Seedorf, yngri bróðir Clarence Seedorf, sem áður gerði garðinn frægan hjá Ajax en leikur nú með Inter Milan. Báðir markaskorararnir eru á unglings- aldri, en Ajax er fræg útungunar- stöð fyrir gæðaleikmenn. ■ Enski boltinn um helgina: United blandar sér í baráttuna Á SIGURBRAUT Chelsea hefur verið á mikilli sigurbraut upp á síðkastið. Emmanuel Petit, til vinstri, og William Gallas fögnuðu gríðarlega sigri liðsins á Everton á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.