Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 20
20 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Eigið þið von á barni? Þá er thymematernity verslun fyrir ykkur Glæsilegur jólafatnaður og margt fleira Munið hin vinsælu gjafabréf — hentug jólagjöf Verið velkomin. Thymematernity Verslun fyrir barnshafandi konur Hlíðasmára 17, s. 575-4500 Sendum í póstkröfu um allt land. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18 – Laugardaga frá kl. 11-16 VIÐHORFSKÖNNUN Álit fólks víða um heim á Bandaríkjunum hefur snarminnkað síðustu misserin, þrátt fyrir að þau hafi átt samúð margra í kjölfar hryðjuverkanna í New York og Washington í sept- ember árið 2001. Almennt virðist ríkja tortryggni gagnvart tali Bandaríkjanna um að fara í stríð gegn Írak. Mest hefur ímynd Bandaríkj- anna versnað í múslimaríkjum, þar sem yfirgnæfandi meirihluti hafði fyrir lítið álit á þeim og fólk er að auki afar tortryggið gagn- vart baráttu þeirra gegn hryðju- verkum. Álitið á þeim hefur líka minnkað víða á Vesturlöndum, þar sem Bandaríkin eru þó litin frekar vinsamlegum augum. Gagnrýnin viðhorf til Banda- ríkjanna eru satt að segja algeng- ari í ríkjum á borð við Kanada, Þýskaland og Frakkland heldur en í ríkjum Afríku og Asíu. Þetta kemur fram í nýrri al- þjóðlegri könnun á viðhorfum fólks í 44 löndum. Meira en 38.000 manns voru spurðir álits og rætt var við þá flesta á heimili þeirra. Bjartsýnir á Fílaveinsströndinni Þetta fólk var reyndar spurt um ýmislegt annað en viðhorf þess til Bandaríkjanna, allt frá því hversu ánægt það er með lífið til þess hver það telur vera helstu vandamálin sem steðja að heimsbyggðinni. Könnunina gerði bandarísk rannsóknarstofnun, sem nefnist ‘Pew Research Center for the People and the Press’. Madel- eine Albright, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er Heimsbyggðin hefur afar mótsagnakennda afstöðu til Bandaríkjanna. Flestir hafa miklar efasemdir um stríðstal gegn Írak. Margt annað forvitnilegt kemur fram í alþjóðlegri viðhorfskönnun sem birt var í síðustu viku. Í TYRKLANDI FINNST MÖNNUM LÍTIÐ TIL BANDARÍKJANNA KOMA Fyrir tveimur árum sögðust 52 prósent Tyrkja hafa gott álit á Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 30 prósent sömu skoðunar. Þessi mynd er tekin í fjallabænum Hakkari, sem er skammt frá landamærum Íraks. AP/B U R H AN O ZB ILIC I BANDA- BRET- FRAKK- ÞÝSKA- RÚSS- TYRK- RÍKIN LAND LAND LAND LAND LAND Hve mikil hætta stafar af Írak? Mikil/nokkur 84% 85% 67% 82% 55% 48% Lítil/engin 7% 10% 30% 14% 28% 40% Veit ekki 9% 5% 3% 4% 17% 12% Skiptar skoðanir um Írak Ímynd Bandaríkjanna versnar í flestum löndum Á að beita hervaldi til að fjarlægja Saddam? Fylgjandi 62% 47% 33% 26% 12% 13% Andvígir 26% 47% 64% 71% 79% 83% Veit ekki 12% 6% 3% 3% 9% 4% JÓLAÚTHLUTUN MÆÐRASTYRKSNEFNDAR REYKJAVÍKUR HEFST MÁNUDAGINN 9. DESEMBER Jólaúthlutun verður alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14 til 17 og síðustu vikuna fyrir jól verður einnig opið á fimmtudegi frá 14 til 17. Tekið er á móti gjöfum til nefndarinnar á sama tíma eða eftir samkomulagi. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sólvallagötu 48 101 Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.