Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 28
Böðvari Pétri Þorgrímssyni sem er 8 ára finnst langskemmtilegast að baka á aðventunni. Hann bakar með mömmu sinni og er þegar bú- inn að baka nokkrar sortir. „Það er gott að byrja að baka mjög snemma og tímafreku kökurnar er best að baka á föstudögum, laugardögum eða sunnudögum. Við erum búin að baka engi- ferkökur og súkkulaðibitakökur og í dag ætlum við að baka pipar- kökur. Ég fæ að borða pínulítið af kökunum strax en þær eiga helst að bíða til jólanna.“ segir Böðvar, sem greinilega hlakkar mikið til að fara heim að baka að skóla loknum. ■ 28 9. desember 2002 MÁNUDAGUR 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum Vinnufatabúðin Laugavegi 76 • S. 551 5425 Lengi vel bað ég krakkana mínaað gefa mér bækur en ég er hætt því,“ segir Andrea Helga- dóttir fyrrum sjúkraliði sem nú er liðlega sjötug og á fjöldann allan af afkomendum. Hún segist alltaf hafa haft ákaflega gaman af að lesa og því hafi börnin hennar get- að gengið út frá því að hún yrði ánægð með hörðu pakkana. „Nú, hef ég hins vegar dregið úr lestr- inum því ég á orðið erfitt með að sjá. Ég fékk bók Hallgríms Helga- sonar, Höfund Íslands, í afmælis- gjöf fyrir nokkru og það er svo smátt letrið í henni að ég á í mestu erfiðleikum með að lesa hana. Ég verð að bíða með það til sumars þegar birta tekur á ný.“ Í stað bókanna biður Andrea börnin sín að gefa sér fremur eitt- hvað nýtilegt. „Mér þykir alltaf vænt um að fá eitthvað sem ég get notað eins og handklæði eða rúm- föt og kýs það umfram allt annað. Bækurnar sem ég hef sankað að mér í gegnum árin hef ég að mestu losað mig við til barnanna. Óþarfa dót sem safnar ryki upp í hillum hef ég gefið barnabörnun- um og öðrum sem hafa gaman af að eiga slíka hluti. Í eina tíð hafði ég gaman af þessu en nú er þetta bara fyrir mér.“ Andrea segist hafa mikla ánægju af að horfa á myndbönd og fyrir nokkrum árum hafi hún fengið myndbandstæki frá syni sínum í jólagjöf. „Það er ein eftir- minnilegasta jólagjöf sem ég hef fengið því hún kom sér svo vel fyrir mig,“ segir hún. Ilmvötn og snyrtivörur kaupir hún sér sjálf. „Ég hef á hinn bóg- inn gaman af fatnaði og hef alltaf gaman að því að fá falleg föt. Dætur mína hafa oft gefið mér eitthvað fallegt til að klæðast og það kemur sér alltaf vel. Þegar hún er spurð um eftir- minnilega jólagjöf frá fyrri árum kveðst hún svo sannarlega muna eftir gjöf sem hafi glatt hana mik- ið þau jólin. „Foreldrar mínir gáfu mér efni í kjól. Ég var þá tæplega fjórtán ára og ég kunni mér ekki læti fyrir gleði þegar ég opnaði pakkann. Í honum var grænt efni sem ég saumaði mér síðan kjól úr og átti lengi vel. Þessi gjöf var kærkomin en fátt gat skyggt á kertin og súkkulaðið sem við systkinin fengum frá afa heitnum á hverjum jólum, Það var eitt suðusúkkulaðistykki, einn pakki af kertum sem við skiptum á milli okkar og spilapakki fyrir hvert okkar. Gleði okkar var fölskva- laus en það er ekki hægt að ætlast til að börn nútímans skilji það í öllu því gjafaflóði sem yfir þau gengur á jólum.“ ■ Víða í Evrópu er vinsælt aðbjóða upp á bökuð epli á jól- unum. Ekki eru ýkja mörg ár síð- an epli voru munaðarvara á Ís- landi og þau voru nánast bara á boðstólum á tyllidögum. Það eru enn margir sem minnast eplailmsins á jólunum og finnst fátt jólalegra en stór og falleg rauð epli. Því er alveg tilvalið að minnast liðinna tíma með því að gæða sér á bökuðum eplum með ljúffengum fyllingum. Eplin geta verið með ýmsu móti allt eftir smekk hvers og eins. Venjan er að afhýða þau fyrst og taka innan úr þeim kjarnann án þess þó að skera þau í sundur. Síðan eru þau fyllt, til dæmis með hnetum, möndlum, rúsínum eða döðlum. Gott er að blanda smjöri og kanil eða einhverju sætu saman við fyllinguna eins og marmelaði, hunangi eða púðursykri. Eplin eru bökuð í miðjum ofni við 200˚C í um það bil 20 mínútur og svo er hægt að hjúpa þau að utan eða bera með þeim vanillusósu. ■ Gömul hefð í nýjum búningi: Bökuð epli Að baka smákökur SKEMMTILEGAST á aðventunni? BÖÐVAR PÉTUR ÞORGRÍMSSON „Ég fæ að borða pínulítið af kökunum strax.“ ANDREA HELGADÓTTIR Hún vill eitthvað nytsamlegt í jólagjöf en ekki gripi sem rykfalla í hillunum. Utndantekn- ing frá því er ef börnin eða barnabörnin hafa búið eitthvað til sjálf. Andrea Helgadóttir, fyrrverandi sjúkraliði, hafði lengi vel gaman af því að fá bækur í jólagjöf. Nú vill hún ekki lengur sanka að sér bókum og hefur gefið þær flestar. Hins vegar finnst henni alltaf vænt um þarfa hluti eins og rúmföt og handklæði. „Mér þykir alltaf vænt um að fá eitthvað sem ég get notað eins og handklæði eða rúmföt og kýs það umfram allt annað.“ GJAFIR MEÐ NOTAGILDI Handklæði og rúmföt eru ofarlega á óskalista Andreu fyrir þessi jól. GÓÐ JÓLAGJÖF handa eldri konum Eitthvað sem hefur notagildi H a u k u r G u l l s m i ð u r S m á r a l i n d Íslensk-ítölsk skartgripahönnun og smíði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.