Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 34
34 9. desember 2002 MÁNUDAGUR ONE HOUR PHOTO kl. 5.30 4, 6, 8 og 10 SWIMFAN kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.15 bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 kl. 6 Í SKÓM DREKANS LA GRANDE ILLUSION kl. 8.15 POSSESSION kl. 8 og 10.05Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 8 og 10 VIT474 SWEET HOME ALABAMA 4 og 6 VIT 461 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429 SANTA CLAUS 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485 CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10.10 VIT479 Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469 kl. 5.45 og 10.15HAFIÐ kl. 5.50DAS EXPERIMEN TÓNLIST Það er þakklæti en ekki margra ára gremja sem skín úr aug- um Sigurðs Ármanns Halldórssonar þegar hann talar um tónlist sína. Hann hefur vafrað um í sínum einkatónlistarheimi frá fjórtán ára aldri þegar hann hóf að fikra sig áfram við pönksmíðar. Siggi hefur tekið stór framfara- spor á þessum rannsóknarárum sín- um og hefur náð að þróa sér per- sónulegan, hugljúfan og afar sér- stakan stíl. Fyrsta breiðskífa hans „Mindscape“ kom út í fyrra þó að lítið hafi farið fyrir henni. Platan fór þó ekki framhjá liðsmönnum Sigur Rósar sem heilluðust það mikið að þeir tóku upp á því að leika hana á undan öllum tónleikum sínum úti. Í september gerðu þeir gott betur, hringdu í Sigga og buðu honum að opna alla tónleika þeirra á tón- leikaferð um Bandaríkin sem nú er nýafstaðin. Þetta er svo sannarlega stórt stökk fyrir Sigga, sem hafði mest leikið fyrir 100 manna hóp. Aðallega hafði hann haldið litla tónleika fyrir fjölskyldu sína. „Þetta er rosalega furðulegt. Þetta er eiginlega bara eins og ævintýrið um Öskubusku,“ segir Siggi, sem hefur leikið fyrir framan mörg þúsund manns á síð- ustu vikum. Stærsti tónleikastaður- inn var í New York þar sem 3.000 manns fylgdust með Sigga leika lög sín. Siggi hafði plötuna sína með í farteskinu og seldi öll 150 stykkin sem hann tók með sér. Tónleikaferðalagið byrjaði í Kanada en svo var flogið rakleiðis til New York. Eftir þá tónleika var keyrt þvert yfir Bandaríkin og leik- ið á hinum ýmsu stöðum. Siggi hafði aldrei komið til Bandaríkjanna áður og nýtti því tækifærið óspart sem ferðamaður til þess að skoða sig um í landi draumanna. Ævintýrið hófst fyrir tveimur árum þegar tónlist Sigga barst til eyrna Sigtryggs Baldurssonar, fyrr- um trommara Sykurmolanna og Þeys, sem er vinur fjölskyldunnar. „Mamma sagði að ég ætti að leyfa honum að heyra „Mindbeat“ sem endaði svo á plötunni. Hann var mjög hrifinn og upp úr því kom sú hugmynd að ég myndi taka upp plötu.“ Þetta klapp á bakið frá Sigur Rósar drengjum hefur gefið Sigga aukið sjálfstraust. Hann undirbýr núna upptöku á nýrri breiðskífu sem verður unnin í hljóðveri hljóm- sveitarinnar í janúar og ætti að koma út strax í vor. Siggi opnar báða tónleika Sigur Rósar í Háskólabíói í næstu viku. Kjartan og Orri úr Sigur Rós og María úr Aminu leika með honum í nokkrum laganna. biggi@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 9 VIT 468 MASTER OF DISGUISE „Eins og ævintýrið um Öskubusku“ Tónlistarferðalag Sigurðar Ármanns Halldórssonar er mjög ævintýralegt. Í fjórt- án ár hafði hann verið einn inn í herbergi að semja. Nú er hann nýkominn úr tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum þar sem hann lék með Sigur Rós. Miðar á tónleika rokksveitar-innar The Rolling Stones sem halda á í London næsta sumar seldust upp á 15 mínútum. Ekki er um einhverja smá- klúbba að ræða því tónleikarnir verða í London Astoria, sem tekur rúmlega 2000 manns, og á Wembley-leik- vanginum, sem tekur rúmlega 40 þúsund. Nú þegar er byrjað að selja miða á báða tónleikana á upp- sprengdu verði á Netinu. Vegna þess hversu fljótt miðarnir seldust upp er búist við því að Rollingarn- ir bæti við að minnsta kosti tvenn- um tónleikum á Wembley. Útkomu fyrstu smáskífu Blur afvæntanlegri plötu hefur verið frestað um nokkra daga. Ástæðan er fremur spaugileg. Lagið heitir „Don’t Bomb when You Are the Bomb“. Þegar kassi fullur af smá- skífum sveitarinnar fór í gegnum brautarstöðina í Brighton stóð orð- ið „Bomb“ á áberandi stað. Því var ákveðið að kalla til lögreglu sem sprengdi kassann í loft upp af ör- yggisástæðum. Aldrei skilaði kass- inn sér til plötufyrirtækisins og því varð að fresta útgáfunni um nokkra daga. Og meira um Blur því söngvar-inn Damon Albarn tjáði sig í fyrsta skipti um brotthvarf gítar- leikarans Graham Coxon frá sveit- inni. Hann sagði að ákvörðunin um að láta hann fara hafi verið sú erfið- asta sem sveitin hafi þurft að taka á ferlinum. Hann trúir því þó að út- koman sé best fyrir alla, sérstak- lega í ljósi þess að Coxon hefur aldrei verið hrifinn af sviðsljósinu. Brotthvarfið ætti að tryggja meira jafnvægi í einkalífi hans. Móðir leikarans Harrison Fordhefur gefið í skyn að sonur hennar og leikkonan Calista Flock- hart ætli að ganga í það heilaga um jólin. Frú Ford er afar sátt við Calistu og segir að hún eigi eftir að verða syni sínum afbragðs eigin- kona. Vinir pars- ins hafa gefið í skyn að brúðkaupið muni fara fram í New York um jólin. Ítalski leikarinn og kvikmynda-gerðamaðurinn Roberto Benigni rak sjálfan sig úr vinnu á dögun- um. Eftir að búið var að hljóðrita enskt tal ofan á kvikmyndina „Pin- occhio“ var kappinn svo óánægður með frammistöðu sína að hann ákvað að best væri að fá annan mann í verkið. Það verður því leik- arinn Breckin Meyer úr myndun- um „Road Trip“ og „Rat Race“ sem mun tala fyrir Gosa þegar myndin verður sýnd hér á landi. John Houston, faðir Whitney Houston, hvatti dóttur sína til að setjast að sáttaborði með honum í bandaríska sjónvarpsþættinum Celebrity Justice, þar sem hann lá á spítala. John, sem er orðinn 82 ára, stendur í málaferlum við dóttur sína þessa dagana. Hann segir hana og fyrirtæki hennar hafa ráðið sig og viðskiptafélaga sinn til að sjá um samningamál við útgáfufélag söngkonunnar, Arista Records, og fer fram á heilar 100 milljónir dollara, rúman átta og hálfan milljarð króna, þar sem þeir hafi aldrei fengið greitt. Whitney lýsti því í einkaviðtali við Diane Sawyer fyrr í vikunni að hún elskaði föður sinn enn. Hún sagði málsóknina hafa gengið nærri sér og telur nokkuð víst að einhver óprúttinn eða óprúttnir hafi ýtt föður sínum út í málsókn- ina. Að lokum sór hún þess eið að hún myndi aldrei greiða krónu í bætur. ■ Síðumúla 3-5 U n d i r f ö t SIGGI Á Frumraun hans „Mindscape“ kom út í fyrra en seldist ekki vel. Í dag er fyrsta upplag búið eftir að það fréttist að liðsmenn Sigur Rósar væru hrifnir af plötunni. „Það er svolítið fyndið að það hafi þurft einhvern stóra bróður til þess að segja fólki að þetta væri nægilega gott til þess að kaupa,“ segir Siggi. „Mér finnst það hálf asnalegt. En að sjálfsögðu gott, þetta hjálpaði mér að minnsta kosti mikið.“ Whitney Houston: Pabbinn vill fá borgað og sættast eftir það ELSKAR PABBA ENN Segist þó aldrei ætla borga honum eyri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.