Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 48

Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 48
í Húsasmiðjunni Heimilislegar jólagjafir Vigt Góð í baksturinn! 995 kr. Moulinex Matvinnsluvél MC350. Jólaverð 4.990 kr. Electrolux - hræri- og matvinnsluvél m/stálskál og stálhakkavél - sú öflugasta. 3 ára ábyrgð. 39.999 kr. Moulinex - matvinnsluvél Fullkomið verkfæri - gerir allt. Jólaverð 7.995 kr. Moulinex blandari Frá 3.690 kr. Unold froðusnakkur Froðuþeytari fyrir Cappuccino kaffi. Súkkulaðistaukur fylgir. Jólaverð1.895 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 64 7 1 2/ 20 02 Allt frá grunni að góðum jólum Opið til kl. 18.00 um helgar í Skútuvogi Tilboð Moulinex töfrasproti með skál. Jólaverð 2.995 kr. Það á ekki af blessuninni honumBirni Bjarnasyni að ganga; fyrst tapar hann borgarstjóraslagnum gegn Ingibjörgu Sólrúnu og er dæmdur til að sitja við sama borð og hún, í hinu óæðra öndvegi. Og ekki nóg með það heldur gamnar borgar- stjórinn sér við að kvelja Björn á borgarstjórnarfundum með því að hóta honum því að bjóða sig fram til Alþingis svo að honum verði hvergi vært fyrir þessari kvenpersónu sem sigraði hann svo auðveldlega og eft- irminnilega í borgarstjóraeinvíginu. ÞAÐ er ljótur leikur að hræða fólk og stríða því og á jólaföstunni er það fyrir löngu aflagður ósiður að hræða litlu börnin með Grýlu, en Ingibjörg Sólrún virðist ekki geta á sér setið að bregða sér í hennar gervi til þess eins að hrekkja Björn Bjarnason. Aðspurð segir hún að þetta sé í gríni gert og enginn taki þennan leik há- tíðlega nema vesalings Bjössi litli og hann eigi þetta margfaldlega skilið fyrir það óþekktarkast sem yfir hann kom á árinu. MARGIR í Samfylkingunni halda að mikil tímamót verði í stjórnmála- sögunni þegar borgarstjórinn í Reykjavík leggur af stað á þing, í fótspor annars borgarstjóra sem ein- nig fór á þing og er af því síðan mik- il saga. Hitt er svo annað mál að í augnablikinu virðist borgarstjórinn una sér hið besta í Grýluhlutverk- inu, og ef óþekktin hleypur í íhaldið dugir Össuri að segja sem svo: Jæja, á ég að kalla í hana Grýlu? Viljiðið kannski heldur glíma við hana held- ur en mig? Og allt dettur í dúnalogn. Og Samfylkingarmenn bíða eftir Ingibjörgu Sólrúnu eins og Gyðingar bíða eftir Messíasi – eða kannski öllu heldur Messíönu í þessu tilviki. EN eins og menn vita fylgir öllu gamni nokkur alvara, og úr því að nú er af stað farinn nokkurs konar jólakabarett upp úr fornum sögum um Grýlu og hennar skyldulið verð- ur fróðlegt að fylgjast með annarri hlutverkaskipan: Það er að vísu yfir- drifið framboð á aðilum sem eru eins og fæddir í hlutverk jólasvein- anna. En hver verður Leppalúði í þessu leikriti? Varla hefur Össur áhuga á því? Og hver verður Jóla- kötturinn? ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Grýla fór fyrir ofan garð... Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.