Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 9. desember 2002 Laugavegur • Kringlan • Smáralind • Hafnarfjörður • Keflavík • Akureyri • Húsavík • Mosfellsbær frá kr. 98-1.998,- Mikið úrval af leikföngum og gjafavöru EI N N , T VE IR O G Þ R ÍR 2 42 .0 17 Höfum opnað á nýjum og betri stað í Smáralind! Serbar: Reyna að kjósa forseta BELGRAD, AP Hófsamur þjóðernis- sinni og tveir gallharðir hægri- menn voru í framboði til forseta Serbíu. Gerð var önnur tilraun til þess að velja á milli þeirra í gær. Fyrri tilraunin dæmdist ógild vegna þess að kosningaþátttakan var ekki nógu mikil. Sigurstranglegastur þótti Voj- islav Kostunica, sem er forseti Júgóslavíu. Hann er þjóðernissinni sem jafnframt er lýðræðissinni og vill fara varlega í umbætur. Mót- frambjóðendurnir eru Vojislav Seselj, sem er róttækur þjóðernis- sinni, og Borislav Pelevic, sem sömuleiðis er harður þjóðernis- sinni. ■ FRÁ GRÆNLANDI Innan fárra ára þurfa Grænlendingar að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja aukið sjálfstæði frá Dönum. Ný stjórn að fæðast á Grænlandi: Stefnir að auknu sjálfstæði GRÆNLAND Siumut, sem er flokkur jafnaðarmanna, og Inúítaflokkur vinstrisinna hafa komið sér sam- an um stjórnarmyndun á Græn- landi. Báðir flokkarnir vilja aukið sjálfstæði Grænlands. Inúíta- flokkurinn vill að þjóðaratkvæða- greiðsla verði um sjálfstæði landsins árið 2005. Siumut hlaut 10 þingsæti og Inúítaflokkurinn 8 í þingkosning- unum í síðustu viku. Samtals hafa þeir því 18 þingmenn af 31 á grænlenska landsþinginu. Þessir tveir flokkar hafa farið saman með stjórnartaumana á Grænlandi lengur en aðrir flokk- ar. Upp úr samstarfi þeirra slitn- aði síðast vorið 2001. Eftir það myndaði Siumut stjórn með borg- araflokknum Atassut, sem vill fara sér hægar í sjálfstæðismál- inu. Siumut fær fjóra ráðherra í landsstjórninni en Inúítaflokkur- inn þrjá, að því er fram kemur á fréttavef grænlensku útvarps- stöðarinnar Kalaallit Nunaata. Formaður landsstjórnarinnar verður Hans Enoksen, sem sigr- aði í formannskjöri Siumut í októ- ber. Hann talar ekki dönsku og vill að umræður á landsþinginu fari eingöngu fram á grænlensku. Nýja landsþingið kemur saman næsta laugardag. Þá verður kosin ný landsstjórn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.