Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 16
16 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Við getum ráðið sýn okkar á ís- lenska menningu. Hver hún er, hversu burðug hún er, hvers virði hún er. Þetta vita allir. Það er því undarlegt að við virðumst öll hafa sömu sýnina á íslensku menn- ingu. F j ö l n i s m e n n og samferðamenn þeirra breyttu sem kunnugt er sýn Íslendinga á menningu sína og tókst með því að endurvirkja samfélagið. Þetta voru rómantíkerar; upp- fullir af ást á þjóðinu, landinu og sögunni. Þeir blésu kjarki í brjóst fólks með því að hamra á sérstöðu þess. Og hittu naglann á höfuðið. Þetta var akkúrat það sem fólk þurfti að heyra á þeim tíma. Þrátt fyrir nokkrar atlögur gegn þessari sýn lifir hún góðu lífi í dag. Hún er hin eiginlega þjóðartrú og -kirkja. Eftirstríðs- árakynslóðin reyndi að höggva í undirstöður þessarar trúar með því að sleppa endarími í ljóðum sínum og hætta að mála Þingvelli á síðsumri eða þessar fáeinu hríslur í Húsafelli. En þessi kyn- slóð gafst upp frammi fyrir ís- lenskri menningu og gerðist þjóðræknari en nokkur önnur. Stóru kynslóðirnar á sjöunda og áttunda áratugnum reyndu líka fyrir sér í alþjóðlegri sýn á ís- lenska menningu í takt við æsku- byltinguna úti í löndum. En flest- ir höfundar þessara kynslóða eru fyrir löngu lagstir í sögulegar skáldsögur og myndlistarmenn- irnir í landslag. Við trúum því að við séum bókaþjóð, en samt man ég vart eftir íslenskri bók sem hefur haft nokkur áhrif á samfélagið. Það gerðist síðast fyrir mína tíð. Við framleiðum lifandi býsn af bókum að því er virðist fyrst og fremst til að viðhalda íslenskri menningu, það er þeirri sýn á hana sem við burðumst með. Við trúum á menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins, en samt hefur Ríkisútvarpið engin áhrif á íslenska menningu. Það útvarpar hins vegar efni sólar- hringum saman til að viðhalda gamalli sýn á íslenska menningu. Gallinn er að þessi sýn er dauð. Hún gefur okkur ekkert. Nema ranghugmyndir um sér- stöðu okkar í veröldinni. Ef okk- ur tækist að leysa úr læðingi alla þá orku sem fer í að við- halda þessum hugmyndum myndi hér rísa upp stórkostlegt samfélag. En til þess þurfum við að leggja af delluhugmyndir okkar um íslenska menningu. ■ Flestir höfund- ar þessara kyn- slóða eru fyrir löngu lagstir í sögulegar skáldsögur og myndlistar- mennirnir í landslag. Dauð sýn á íslenska menningu skrifar um íslenska menningu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Auglýsingar unnar í sjálf- boðavinnu Árni Finnsson skrifar fyrir hönd Náttúru- verndarsamtaka Íslands: Helgi Pétursson skrifar í Frétta-blaðið um daginn og veginn á fimmtudag og undrast hann að „Náttúruverndarsamtök Íslands, sem ég hélt að væru fjárvana áhugamannasamtök eins og öll slík, auglýsa þessa dagana í sjónvarpi á dýrasta tíma þá skoðun sína að „það tapa allir á Kárahnjúkavirkjun.“ Helga Pétursson fýsir að vita hver borgar. Svarið er að öll vinna við gerð auglýsinga fyrir Náttúruverndar- samtök Íslands var unnin í sjálf- boðavinnu. Annar kostnaður greið- ist af frjálsum framlögum þeirra sem styðja málstað náttúruverndar. Á undanförnum mánuðum hafa fjölmargir gengið til liðs við Nátt- úruverndarsamtökin til að efla þann málstað þeirra að vernda þau dýrmætu svæði á miðhálendi Ís- lands sem Landsvirkjun og stjórn- völd vilja leggja undir virkjanir. Landsvirkjun hefur líkt og Helgi Pétursson reynt að gera mikið úr kostnaði vegna sjónvarpsauglýs- inga Náttúruverndarsamtaka Ís- lands enda hafa þær mælst afar vel fyrir meðal almennings. Það sem vex þeim í augum er að hefði Landsvirkjun staðið að gerð og birt- ingu slíkra auglýsinga í þágu virkj- anaframkvæmda hefði kostnaður- inn vafalaust hlaupið á nokkrum miljónum króna. Allur kostnaður Landsvirkjunar til að styrkja ímynd fyrirtækisins greiðist af okkar sameiginelga orkureikningi. Náttúruverndarsamtök Íslands verða hins vegar að reiða sig á sjálfboðavinnu og frjáls fjárfram- lög. Í samanburði við það fé sem Landsvirkjun eyðir af almannafé til áróðurs fyrir virkjanir eru þeir fjármunir sem Náttúruverndar- samtök Íslands hafa úr að spila smáaurar. ■ FASTEIGN Lóðamat á húseign í Hafnarfirði hækkaði úr 300 þús- undum króna í 3 milljónir við end- urskoðun fasteignamats í fyrra eða tífalt. Gunnar Halldórsson, fyrrver- andi eigandi hússins, er mjög ósáttur við þessi vinnubrögð fast- eignamatsnefndar. Fyrir tveimur árum, eða ári áður en endurmatið var gert, skipti hann húsinu í tvennt og fékk neðri hæðina sam- þykkta. Þá var allt húsið metið og samkvæmt því var lóðamatið 292 þúsund krónur. Ári seinna var það hækkað í rúmar þrjár milljónir. Gunnar átti þá 74% eignahlut í húsinu og var lóðamat hans eign- arhluta metið á 2,9 milljónir. Hann kærði það og var það þá lækkað niður í 2,3 milljónir. Nefndin kærði hins vegar matið á 26% eignahlutanum og liggur nið- urstaða í því máli ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segist Gunnar enn vera ósáttur enda óskiljanlegt hvernig húseign, sem hafi verið metin ári áður en endurskoðun fasteignamats hafi verið gert, geti hækkað tífalt. ■ Ósáttur við endurskoðun fasteignamats: Tíföld hækkun lóðamats LOGI BERGMANN EIÐSSON sjónvarpsmaður Hvar eru krimmarnir? „Ég hef ekki lesið neina bók sem kemur út fyrir þessi jól og get því ekki lagt neitt gæða- mat á til- nefningarnar. En svona ut- an frá séð er ekkert sem kemur mér á óvart svona í fljótu bragði – og hefði verið hægt að giska svona nokkurn veginn á að þess- ir höfundar færu á pallinn. Skemmtilegt þykir mér að sjá Mikael Torfason þarna í ljósi alls þess sem á und- an er gengið. Hann á ör- ugglega fullt erindi. Ég get ekki sagt að ég sakni neinna höfunda en það eina sem ég hnýtt um er að enginn þeirra fjölmörgu krimma sem koma út núna hlýtur náð fyrir augum dómnefndar. Arnaldur Indriðason hefur til dæm- is verið að stimpla sig rækilega inn á undanförn- um árum og ég spyr mig hvort þessi tegund bók- mennta eigi ekki upp á pallborðið þegar fagur- bókmenntir eru annars vegar.“ ■ ÞÓRA S. INGÓLFSDÓTTIR bókmenntafræðingur Sakna Guðrúnar Evu „Ég var mjög ánægð með að l j ó ð a b ó k Ingibjargar H a r a l d s - dóttur skyl- di komast í þennan hóp en það kom mér á óvart að Mikael Torfason skyldi hafa fengið tilnefningu. Það er þó auðvitað jákvætt að ungur og framúrstefnu- legur rithöfundur skuli fá tilnefningu en ég hefði gjarnan viljað sjá Guð- rúnu Evu Mínervudóttur þarna því að hún er mjög áhugaverður og vaxandi höfundur. Þá finnst mér Landneminn mikli hafa fengið verðskuldaða til- nefningu í fræðibóka- flokknum.“ ■ HRAFN JÖKULSSON ritstjóri Auglýsinga- verðlaun „Lífið er lotterí. Það er engin leið að reik- na út fyrir fram hvaða b æ k u r hljóta náð hverju sinni þegar þessi sérkennilegu auglýsingaverðlaun eru annars vegar. Fyrir löngu hefur skapast sú hefð að tilnefna jafnan fjóra karla og eina konu en þess má reyndar geta að Ingibjörg Haraldsdóttir mun hljóta verðlaunin að þessu sinni. Fyrir utan bók Ingibjargar hef ég ekki lesið bækurn- ar sem eru tilnefndar þó ég hafi að vísu gert nokkr- ar mislukkaðar atrennur að Lovestar Andra Snæs. Í þessu lotteríi hefðu önnur nöfn getað komið upp, ég nefni Vigdísi Grímsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Einar Má Guðmundsson, Þórarin Eldjárn, Steinar Braga, Guðrúnu Evu, Sig- urð Pálsson, Kristján Þórð Hrafnsson og Þorstein frá Hamri, sem að mínu viti ætti að fá þessi verðlaun á hverju ári.“ ■ BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR verslunarstjóri Gengið fram hjá Guðrúnu Evu „Ég get n æ s t u m grátið af harmi yfir því að Guð- rún Eva skuli ekki hafa fengið tilnefningu og ég er bara reið og sár yfir þessu. Guðrún Eva er okkar langefnilegasti rit- höfundur og ég tek ofan fyrir henni og mér finnst stórlega gengið fram hjá þessari stúlku sem ég þekki annars ekki neitt. Það hefði líka verið gaman að sjá Arnald Indriðason tilnefndan auk fleiri ungra rithöfunda. Það sem kom mér mest á óvart við þetta var hversu lítið þetta kom mér allt á óvart og hvað þetta var allt fyrirsjáanlegt. Ég hélt fyrir fram að eitthvað myndi koma mér í opna skjöldu en ég get ekki sagt það. Það er helst að til- nefning Mikaels Torfason- ar hafi komið mér að óvör- um.“ ■ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR bókagagnrýnandi Loksins ný kynslóð „Það var ekkert sem kom mér stórkostlega á óvart varð- andi tilnefn- i n g a r n a r . Mér fannst mjög gaman að sjá þessa ungu höfunda Andra Snæ og Mikael Torfa- son í þeim hópi og til marks um að koma sé fram ný kyn- slóð í stétt rithöfunda – ekki vanþörf á því. Ég ætla að leyfa mér að spá Ingibjörgu Haraldsdóttur góðu gengi í keppni milli þessara fimm höfunda sem tilnefndir voru. Þetta er góð bók og virðist stemning fyrir henni. Alltaf gaman þegar ljóð hljóta athygli. Það má endalaust deila um hvort einhver hefði átt heima í hópi þeirra sem til- nefndir voru og erfitt um það að dæma. Þetta veltur náttúrulega allt á fólkinu í nefndinni því misjafn er smekkur manna. Og það má gjarnan koma fram að mér finnst mjög gott að horfið hafi verið frá því að hafa einvald sem ákveður hvaða bækur eru tilnefndar. Í nefndinni má ætla að fari fram umræður og misjöfn sjónarmið fái notið sín. Sem lýðræðissinni finnst mér þetta ólíkt geðfelldara form.“ ■ Umdeildar bókatilnefningar Það mun sjálfsagt seint ríkja fullkomin sátt um Íslensku bókmenntaverðlaunin. Almenn ánægja virðist með hlut ungra rithöfunda þó sumum þyki ofaukið og annarra sé saknað. Þá þykir fjarvera glæpasagnahöfunda nokkuð grunsamleg. HAFNARFJÖRÐUR Lóðamat hækkað úr 300 þúsundum króna í 3 milljónir. Í 100 ár hefur FESTINA haft að kjörorði gæði fyrir gott verð. Stál m/ vikud. og mánaðard. með stálfesti kr. 19.400,- með ól kr. 14.500,- Stál herraúr 100 m vatnsvarið og öryggislás Jólatilboð Verð aðeins kr. 9.900,- Gull-úrið Axel Eiríksson úrsmíðameistari Álfabakka 16 Sími 587 4100 MJÓDDINNI 1902 – 2002

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.