Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 30
Brynjólfur Samúelsson,starfsmaður Seðlabanka Íslands, verður við vinnu sína bæði um jól og áramót. Það kemur þó ekki í veg fyrir það að hann njóti jólanna og taki upp sína pakka. „Vænst þykir mér um að fá bækur í jólagjöf og þau vita það börnin mín og hafa oftast gefið mér eitthvað að lesa um jólin.“ Brynjólfur er lítt hrifinn af einhverju sem endar uppi í hillu og rykfellur þar. Allt slíkt gefur hann jafnharðan frá sér og reynir að hafa sem minnst af glingri fyrir augunum. „Ég hef nóg með að taka til og halda hreinu svo ég fari nú ekki að bæta á með því.“ Fyrir utan góðar bækur finnst honum gott að fá eitthvað sem hann þarfnast og getur notað og koma þá í góðar þarfir gjafir eins og sokkar eða skyrtur. „Í fyrra fékk ég sængurföt og þótti afskap- lega vænt um að fá þau. Ég hafði nýlega keypt stærra rúm og fannst því fínt að eiga góð rúmföt.“ Brynjólfur er fæddur og uppal- inn á Ísafirði og man jólin þegar hann var barn. Hann segir þau hafa einkennst af því að móðir hans var saumakona og hún steig vélina alveg fram á síðustu stundu. „Mér leiddist það og ótt- aðist að henni gæfist ekki tími til að undirbúa okkar jól. Það var allsendis ástæðulaus ótti því henni tókst alltaf að koma öllu í horf áður. Jólin komu klukkan sex eins og í öllum húsunum í kring. Ég á sæta minningu um jólagjöf sem ég fékk þegar ég var nokk- urra ára gamall. Það var í stríðinu og ekki gott að fá hlutina en pabbi bað kunningja sinn á togara sem sigldi til Englands að kaupa járn- brautarlest. Hún var að vísu upp- trekkt en hvílík lukka að fá hana. Ég gleymi aldrei gleðinni þegar ég tók upp pakkann. Ekki veit ég hvar föður mínum tókst að fá gjaldeyri fyrir henni en vafalaust hefur það tekist einhvers staðar á bak við tjöldin eins og þá tíðkað- ist.“ Þrátt fyrir að spenningurinn yfir gjöfunum hafi bráð af Brynjólfi segir hann að ofarlega í huga sitji minning um gjöf sem hann fékk fyrir rúmum fimmtán árum frá syni sínum. „Þá gaf hann mér nýútkomna orðabók Menn- ingarsjóðs, þá sem kom á undan þeirri sem nú leit dagsins ljós. Það gladdi mig alveg sérstaklega og hún hefur mikið verið notuð eins og aðrar orðabækur í minni eigu. Þær hafa flestar aðeins losnað frá kili vegna mikillar notkunar.“ Brynjólfur gerir ekki mikið úr jólum og það hefur lítil áhrif á hann að vera að vinna. Hann segist hlusta á messuna klukkan sex og sleppir því aldrei. „Í mínum huga er messan það sem tengir mig við jólin. Þá kveiki ég á kerti og yfir mig færist friður. Ég hef oft verið í burtu og man eftir afskaplega friðsælum og yndislegum jólum austur á Kirkjubæjarklaustri hjá vini mínum. Þar þótti mér hátíð- legt að vera. Einnig dvaldi ég oft í Vigur í Ísafjarðardjúpi með fyrr- um konu minni sem þaðan er ætt- uð. Þar komu jólin hljótt og voru yndisleg friðsæl jól.“ ■ 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Ein með öllu Nýja gólfþvottavélin SSB 430 frá Alto hentar einkar vel til þrifa á svæðum þar sem erfitt er að athafna sig. Afbragðs hönnun gerir hana létta og meðfærilega en tryggir þó um leið að hún skilar afköstum á við stærri og dýrari tæki. Hreint og þurrt á augabragði Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. GÓLFfiVOTTAVÉL Tilboðsverð án vsk. 269.790.- m. vsk. 335.888.- • Nett vél sem afkastar miklu • Skilar gólfinu hreinu og þurru • Rafgeymar og hleðslutæki fylgja 100% mesta vöruúrval á fermetra, allt frá magadans- búningum til ekta pelsa. Hátíðarföt, perlutoppar, og brjóstahöld, perlujakkar stuttir og síðir. Jólagjöfin í ár. Heitasta búðin í bænum Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Einnig opið um helgar. Verið velkomin. Mig langar mest í sleða ogflugvél og stóran kall og risa- eðlu,“ segir Alfreð Magnússon, 5 ára. „Ég sá mynd af svona vatnarisaeðlu í blaði í dótabúð og ég merkti við hana með hring. Ég á svona litla eðlu en ég held að amma mín ætli að gefa mér risa- eðluna í jólagjöf.“ Alfreð finnst mjög gaman að fá alls konar leik- föng á jólunum og í jólafríinu finnst honum fátt skemmtilegra en að leika sér með gjafirnar sem hann fær. ■ HVAÐ VILTU Í jólagjöf? „Pabbi bað kunningja sinn á togara sem sigldi til Englands að kaupa járnbrautarlest. Hún var að vísu upptrekkt en hvílík lukka að fá hana. Ég gleymi aldrei gleðinni þegar ég tók upp pakkann.“ GÓÐ JÓLAGJÖF handa eldri herra Risaeðlu ALFREÐ MAGNÚSSON Skemmtilegt að leika sér með gjafirnar. BRYNJÓLFUR SAMÚELSSON Vegna þess að hann er Vestfirðingur langar hann helst af öllu að fá bókina Jón Sigurðsson í jólagjöf. Jón Hannibalsson segist hann þekkja og þarf því ekki að lesa um hann. Brynjólfur Samúelsson, starfsmaður Seðlabanka Íslands, hefur miklar mætur á bókum og það gleður hann alltaf að fá pakka með bók. Bækur fram yfir allt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.