Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 29
29MÁNUDAGUR 9. desember 2002 Út er komin bókinJ ó l a s v e i n a r n i r þrettán, jólasveinavís- ur, eftir Elsu E. Guð- jónsson, textíl- og bún- ingafræðing. Bókin er myndskreytt með krosssaumsmyndum af jólasveinunum, sem Elsa hefur hannað og saumað. „Þetta er fjórða útgáfa bókarinn- ar,“ segir Elsa, „bókin kom fyrst út árið 1998, en í ár hefur verið auk- ið við útgáfuna og bætt við vísum og myndum við aðaltexta. Þá eru í bókinni sjónblöð, það er reitamunstur með litatáknum af jóla- sveinunum og enn fremur kynning á út- saumuðu jólasveina- dagatali sem ég hef sjálf hannað. Allar vísur í bókinni eru á ís- lensku, dönsku og ensku.“ Nú stendur yfir sýning á myndum Elsu á Bókasafni Kópa- vogs. „Þessar myndir hafa verið sýndar á listasafni Kópavogs, norður á Akureyri og í Glaumbæ. Í bókinni er líka umfjöllun um Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn,“ segir Elsa. Elsa er komin á eftirlaun en starfaði um langt árabil sem deildarstjóri textíl- og búninga- deildar Þjóðminjasafns Íslands. Hún er enginn nýgræðingur í hannyrðum því hún vann að stofnun handavinnudeildar KÍ árið 1947 og kenndi þar nokkur ár og víðar. Elsu hafa hlotnast fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og hlaut hún meðal annars Riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981. Sýning á jólasveinamyndum Elsu í Bókasafni Kópavogs stend- ur þangað til síðasti jólasveinn- inn er farinn til síns heima eftir jól, eða fram á þrettándann, 6. janúar. ■ ELSA E. GUÐJÓNSSON Sýnir útsaumaða jólasveina í Bókasafni Kópavogs. Elsa E. Guðjónsson búningafræðingur semur texta og krosssaum um Jólasveinana þrettán: Jólasveinar settir í vísur og saumaðir út LISTSÝNING á aðventunni Hátíðarföt með vesti úr 100% ull kr. 29.900 Allar stærðir til 46— 64 98—110 25— 28 Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. Pó st se nd um Pantanir óskast sóttar Hátíðarföt, úr 100% ull, með vesti, skyrtu, klút og nælu. kr. 36.900.-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.