Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 26
Handklæði & flíshúfur Flíspeysur m félagsmerkjum, Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Í 12 árSérmerkt Bangsar kr. 3.400 m fél.merki Leikskólapokar frá kr. 1.290 m merkingu Flíspeysur m félagsmerkjum Hágæða flísteppi Flíshúfur margar gerðir Sérmerkt handklæði frá kr. 1.170 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Erlendum stúdentum í íslenskum háskólum hefur fjölgað ört á síðustu árum og eiga þeir það yfirleitt sammerkt að hafa brennandi áhuga á Íslandi og ís- lenskri menningu. Margir koma langt að og því eru þó nokkrir sem velja að dveljast á Íslandi yfir hátíðirnar í stað þess að halda til heimalandsins. Þessir náms- menn eru í flestum tilfellum fjarri fjölskyldum sínum á jólunum þó auðvitað séu aðstæður þeirra misjafnar. Guðrún Helga Jóhannsdóttir, alþjóðafulltrúi Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, segir að það séu einna helst skiptinemarnir sem ekki eiga í nein hús að venda um jólin en þeir sem dvelja hér í nokkur ár hafi yfirleitt eignast íslenska vini sem bjóða þeim til sín. Nemarnir hafa oft mikinn áhuga á að kynnast hefð- bundnu íslensku jólahaldi og því hefur Stúdentaráð gripið til þess ráðs að auglýsa eftir fjölskyldum sem hafa laust sæti við jólaborðið eða hafa tök á að bjóða til sín erlendum námsmanni einhvern tíma yfir hátíð- irnar. Guðrún verður sjálf með kanadíska stúlku hjá sér öll jólin. „Hún var farin að kvíða jólunum mikið svo ég bauð henni til mín. Hún ætlar að vera hjá mér á aðfangadag og koma með í öll fjölskyldujólaboðin.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð að heiman um jólin og ég ætla rétt að vona að ég fái hvít jól því ég hef aldrei upplifað snjólaus jól,“ segir Ashley Deavu frá Kanada. Hún kom hingað í haust- byrjun til að nema landafræði við Háskóla Íslands en heldur aftur heim í vor. „Landslagið hér er ein- staklega áhugavert og spennandi. Hér er líka hreint ekki eins kalt og margir vilja vera láta og í raun mun hlýrra en á mínum heima- slóðum.“ Ashley vissi frá upphafi að hún gæti sennilega ekki farið til Kanada um jólin. „Það er aðallega af fjárhagslegum ástæðum sem ég ákvað að vera hér. Það er mjög dýrt að fljúga heim því það er ekki beint flug alla leið,“ segir Ashley. Í fyrstu kveið hún jólun- um mikið en nú er hún orðin sátt og ætlar að halda jólin með ís- lenskri fjölskyldu. „Ég á auðvitað eftir að sakna fjölskyldunnar minnar mikið og hefðanna sem fylgja jólunum,“ segir Ashley. „Mamma mín á afmæli 24. desem- ber og þá höfum við opið hús. Fyrst fara allir til kirkju og koma svo til okkar í kræsingar.“ Aðal- jólamáltíðin í Kanada er yfirleitt fylltur kalkúnn sem borðaður er á jóladag og þá eru líka teknar upp gjafir. „Bróðir minn vekur alltaf alla fjölskylduna kl. 6 um morgun- inn til að opna gjafirnar og svo borðum við kvöldverð um eftir- miðdaginn. Pabbi sér að mestu um matinn en við hjálpum öll til,“ seg- ir Ashley. Afi hennar er mikill víngerðarmaður og vínið hans er að sjálfsögðu drukkið með kræs- ingunum. Ashley líst ágætlega á íslensku jólasiðina þótt þeir séu að mörgu leyti ólíkir því sem hún á að venj- ast. Hún hefur aldrei fengið hangikjöt eða annan hefðbundinn íslenskan jólamat en er spennt að vita hvernig það smakkast. „Ég hlakka mikið til að fá að prófa eitthvað nýtt, svo lengi sem það bragðast ekki eins og hákarl!“ ■ Korina Bauer er skiptinemi í ís- lenskum fræðum við Háskóla Ís- lands. Hún er frá Austurríki og er búin að vera hér á landi síðan í ágúst síðastliðnum. „Ég fékk fyrst áhuga fyrir Íslandi þegar ég var 10 ára og rakst á grein um Ísland í ein- hverju blaði. Mig langaði alltaf að koma hingað, sérstaklega út af náttúrunni.“ Korina kom hingað fyrst sem skiptinemi í menntaskóla fyrir þremur árum og þá vaknaði áhugi hennar á íslenskri tungu. „Ég ákvað að fara að læra íslensku í há- skóla í Vín og svo kom ég hingað aftur sem skiptinemi nú í haust.“ Korina ætlar að vera á Íslandi um jólin og langar mikið til að kynnast íslensku jólahaldi. „Það er einhvern veginn auðveldara að vera bara hér frekar en að vera alltaf að fara fram og til baka enda- laust,“ segir Korina en viðurkennir þó að það verði kannski svolítið skrítið. „Ég á örugglega eftir að sakna mömmu og pabba mest og svo jólatrésins sem nær alveg upp í loft. Ég hef ekki efni á að kaupa mér svoleiðis jólatré hérna.“ Að sögn Korinu er ekki mikill munur á jólahaldi á Íslandi og í Austurríki. „Aðalmáltíðin hjá okk- ur er líka á aðfangadagskvöld en það er mjög misjafnt hvað fólk borðar. Reyndar eru margir með fisk eða kalkún, sem er víst ekki mjög algengt hér.“ Korinu líst bara vel á íslenska jólamatinn og finnst hangikjötið mjög gott. En þótt Korinu finnist íslenskum jól- um svipa mikið til þeirra austur- rísku er eitt sem hefur vakið at- hygli hennar. „Hjá okkur er drukkið mun meira áfengi um jól- in, glögg, snafsar og púns, en hér virðist ekki vera hefð fyrir slíku.“ Í Austurríki eru engir íslenskir jólasveinar en á aðfaranótt 6. des- ember kemur heilagur Nikulás með smágjafir og setur í skóna hjá öllum. „Þetta eru yfirleitt mandarínur, hnetur eða súkku- laði,“ segir Korina, sem fékk senda litla gjöf frá pabba sínum af þessu tilefni. Korina segist líka eiga eftir að fá sendar einhverjar jólagjafir að heiman en mun sennilega þurfa að gera sér að góðu það sem hér fæst af jólamat og öðru góðgæti. ■ Yfir 500 erlendir námsmenn eru á Íslandi í vetur og margir þeirra dvelja hér yfir jólin: Vantar fóstur- foreldra um jólin KORINA BAUER Í Austurríki eru alltaf jólamarkaðir í desember þar sem hægt er að kaupa ýmsa hluti og góðgæti tengt jólunum. Risastór jólatré, glögg & snafsar Korina Bauer hefur mikinn áhuga á íslenskri menningu og vill kynnast íslensku jóla- haldi af eigin raun. GESTSAUGAÐ Austurríki Gjafir í morgunsárið Ashley Deavu heldur jólin fjarri heimahögum í fyrsta sinn og getur ekki hugsað sér að þurfa að segja frá því að hún hafi fengið rauð jól á Íslandi. ASHLEY DEAVU Ætlar í messu á Íslandi um jólin eins og hún er vön að gera heimafyrir. GESTSAUGAÐ Kanada

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.