Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 37
37MÁNUDAGUR 9. desember 2002 Golfgræjur - um jólin Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 11 /2 00 2 Ambassador kerrupoki 9.990 kr. á›ur 14.990 kr. Bite golfskór 6.990 kr. á›ur 13.990 kr. 20 - 50% afsláttur af öllum golfvörum og fatna›i. HJÁLPARSTARF Tombólubörn Rauða krossins hafa sýnt hvað í þeim býr í ár því þau hafa safnað rúmlega hálfri milljón króna til hjálpar- starfs það sem af er árinu 2002. Það er talsvert meira en safnaðist á árinu 2001, en féð rennur allt til að aðstoða munaðarlaus og fötluð börn í Dar es Salaam í Tansaníu. Þór Daníelsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Tansaníu, heimsótti nýlega börnin sem ætl- unin er að hjálpa og mun sjálfur hafa umsjón með aðstoðinni. Hann segir sum barnanna vera munaðarlaus, önnur fötluð, annað hvort á líkama eða geði. „Þau eru í athvörfum þar sem þau fá mat og húsaskjól. Starfsfólkið gerir sitt besta miðað við aðstæður en þörfin er mikil og börnin vantar bæði dýnur, leikföng og annað smálegt. Eldri krakkarnir geta unnið fyrir sér, til dæmis með saumaskap, og þess vegna ætlum við að kaupa saumavélar fyrir þá. Það má gera mjög mikið hérna fyrir tiltölulega lítið fé.“ Til viðbótar framlagi tombólu- krakka leggst fé sem börn á leik- skólanum Norðurbergi í Hafnar- firði hafa safnað við þá upphæð sem notuð er til að aðstoða börnin í Dar es Salaam. Börnin á Norður- bergi hafa verið að safna flöskum til endurnýtingar allt árið og af- raksturinn gáfu þau til Rauða krossins. ■ GLÆSILEG Liv Tyler skartaði sínu fegursta þegar hún mætti til frumsýningar á myndinni Turn- arnir tveir, sem er önnur myndin í Hringa- dróttinssögu, í New York á fimmtudag. FÓLK Söngspíran Christina Aguilera ætlar að reyna fyrir sér á leiklistarbrautinni á næsta ári. Aguilera segist nú upptekin við að leita að hinu eina rétta hlutverki, sem hún vill að verði svolítið krefjandi. „Ég er hrifin af hlutverk- um eins og Angelina Jolie lék í Girl, Interrupted. Eitthvað í þeim gæðaflokki,“ sagði Aguilera. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig það á að vera þannig að kannski sest ég niður með handrits- höfundunum og segi þeim til.“ Aguilera er ein þekktasta poppdíva heims um þessar mundir. Þó nokkrar söngkon- ur hafa reynt fyrir sér í leik- listinni með misjöfnum ár- angri. ■ HJÁLPAR ÞÖRF Fötluð stúlka í Dar es Salaam, en hún er ein þeirra sem munu njóta aðstoðar tombólukrakka Rauða kross Íslands. Rauði kross Íslands: Frábær frammi- staða tómbólubarna CHRISTINA AGUILERA Er ein vinsælasta poppdíva heims um þessar mundir. Aguilera á leið í leiklist: Vill krefjandi leikhlutverk Leikarinn Daniel Day-Lewis semfer með eitt aðalhlutverka myndarinnar „Gangs of New York“ er ævareiður yfir fréttum um að hann hafi valdið miklum erfiðleikum á tökustað. Day-Lewis hefur þá undarlegu vinnuaðferð að halda sér „í karakter“ á milli at- riða og getur það skapað vandræði á tökustað. Leikarinn segist gera þetta til þess að leikur hans verði trúverðuglegri á hvíta tjaldinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.