Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 8
8 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Með veðurstöðinni spáir þú sjálfur í veðrið. Veðurstöðin, sem er dönsk hönnun frá Jacob Jensen, samanstendur af eining- um sem hver og einn getur rað- að saman eftir því hvaða mæli- tæki nýtast honum best. Í veður- stöðina er hægt að fá rakamæli, loftvog, hitamæli úti og inni, þráðlaust, klukku og vekjara og kostar hver eining frá 5.100 kr. Gull-úrið Axel Eiríksson úrsmíðameistari Álfabakka 16 Sími 587 4100 MJÓDDINNI Nýtt - Jacob Jensen hönnun - Nýtt NEW ORLEANS, AP Demókratinn Mary Landrieu verður öldunga- deildarþingmaður fyrir Louisiana á Bandaríkjaþingi. Hún sigraði í seinni umferð kosninganna í Louisiana um helgina. Þar með hafa repúblikanar 51 þingmann á öldungadeildinni næstu tvö árin en demókratar 49. Þingkosningar voru í Banda- ríkjunum 4. nóvember síðastlið- inn. Kjósa þurfti aftur í einu ríki, Louisiana, vegna þess að enginn frambjóðenda til öldungadeildar þar hlaut meira en helming at- kvæða. Bandaríkjamenn kjósa til þings á tveggja ára fresti. Þá eru kosnir allir þingmenn fulltrúa- deildar og þriðjungur þingmanna öldungadeildar. Í nokkrum ríkjum eru ákvæði um að nái enginn frambjóðandi til öldungadeildar hreinum meirihluta, þá þurfi að kjósa aftur milli þeirra sem flest atkvæði hlutu. Repúblikanar háðu harða kosn- ingabaráttu fyrir öldungadeildar- sætinu í Louisiana, með George W. Bush forseta í fararbroddi. Allt kom þó fyrir ekki og frambjóð- andi repúblikana, Suzanne Haik Terrell, hlaut ekki nema 48 prósent atkvæða á móti 52 pró- sentum sem fóru til Mary Landrieu. ■ FÆR NÓBELSVERÐLAUNIN Á ÞRIÐJUDAG Jimmy Carter ásamt eiginkonu sinni Rosa- lyn við komuna til Noregs. Vinstra megin á myndinni er Gunnar Berge, formaður norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar. Styttist í afhendingu Nóbelsverðlauna: Carter kom- inn til Noregs ÓSLÓ, AP Jimmy Carter, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, kom til Noregs í gær. Honum verða af- hent þar friðarverðlaun Nóbels við hátíðlega athöfn á þriðjudag- inn. „Það er yndislegt að vera kom- inn enn á ný til Noregs, ekki síst af svona stórkostlegu tilefni fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Carter í gær. Hann sagðist við komuna til Noregs ekki sjá neina þörf á því að fara í stríð gegn Írak, svo fremi sem Írakar „halda áfram að standa við skilmálana“. ■ Fjárlagafrumvarp: Ein tillaga minnihlutans samþykkt ALÞINGI Stjórnarliðar greiddu at- kvæði með fjárlagafrumvarpinu en stjórnarandstæðingar sátu hjá þegar frumvarpið varð að lögum. Ein breytingartillaga stjórnar- andstöðunnar, um 700.000 króna framlag til kvennaráðgjafarinnar, var samþykkt. Samkvæmt fjárlögunum verð- ur rúmra 1.100 milljóna króna af- gangur af reglulegum rekstri rík- issjóðs á næsta ári og samtals 11,5 milljarða króna afgangur þegar tekjur af sölu eigna eru teknar með í reikninginn. ■ LANDSVIRKJUN Heildarkostnaður Landsvirkjunar, Rarik og Orku- bús Vestfjarða af listviðburðum í stöðvarhúsum fyrirtækjanna og öðru kynningarstarfi á kjörtíma- bilinu er rúmar 150 milljónir króna. Samkvæmt svari iðnaðar- ráðherra við fyrirspurn Kolbrún- ar Halldórsdóttur á Landsvirkjun langstærstan hlutann eða tæpar 107 milljónir. Kostnaður Lands- virkjunar af listviðburðum í stöðvarhúsum á kjörtímabilinu er rúmar 23 milljónir, þar af nam auglýsingakostnaður 18,5 milljón- um króna. Sambærilegur kostnað- ur er ekki gefinn upp fyrir hin orkufyrirtækin. Í önnur kynningarmál hefur Landsvirkjun sett rúmar 83 millj- ónir á kjörtímabilinu. Þess er get- ið að inni í upphæðum vegna ann- arra kynningarmála hjá Lands- virkjun er kostnaður vegna árs- fundar fyrirtækisins en hann nemur 4,5 til 9 milljónum árlega. Kostnaður við kynningarmál Rarik á kjörtímabilinu er röskar 45 milljónir og ein milljón hjá Orkubúi Vestfjarða. Iðnaðarráð- herra tekur fram að fyrrgreind kynningarstarfsemi á virkjunar- svæðum sé eðlilegur hluti af starfsemi Landsvirkjunar. ■ KOSNINGAR Framsóknarmenn sigr- uðu í sveitarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð á laugardaginn. Flokkurinn fékk fjóra menn kjörna, en sjálfstæðismenn fengu þrjá og misstu því einn mann. Borgarbyggðar- listi hélt sínum hlut og á tvo menn í bæjarstjórn. Þorvaldur T. Jónsson, oddviti F r a m s ó k n a r - manna, er sáttur við niðurstöðuna. „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit eftir allt það stríð sem búið er að vera eftir þetta kærumál,“ segir Þorvaldur. „Það sannaðist að okkar málflutn- ingur átti við rök að styðjast. Við erum að styrkja okkar stöðu, þannig að meirihlutinn er bara eins manns meirihluti núna.“ Þorvaldur segist vera feginn að kosningunum sé nú loks lokið. „Þetta er búið að vera kosninga- stand í heilt ár núna og það er gott að þessu er lokið.“ Þrátt fyrir sigur Framsóknar- manna heldur meirihluti Sjálf- stæðismanna og Borgarbyggðar- lista velli. Á kjörskrá um helgina voru 1.793 og neyttu 1.400 kjós- endur atkvæðisréttar, sem er 78%. Auðir seðlar og ógildir voru 26. Í kosningunum í maí, sem Framsóknarfélag Mýrasýslu kærði, var sama atkvæðamagn að baki fjórða manni Framsóknar- flokksins og öðrum manni Borg- arbyggðarlistans. Varpað var hlutkesti og komst annar maður á lista Borgarbyggðarlistans í sveitarstjórnina en fjórði maður Framsóknarflokksins ekki. Á fundi yfirkjörstjórnar Borg- arbyggðar nóttina eftir kosning- arnar voru átta af níu utankjör- fundaratkvæðum úrskurðuð ógild þar sem kjósendur höfðu ekki rit- að nafn sitt á fylgibréf. Eitt sam- bærilegt atkvæði sem greitt var í Lyngbrekku var hins vegar tekið gilt. Það reyndist afdrifaríkt. Framsóknarmenn kærðu kosn- ingarnar nokkrum dögum síðar til félagsmálaráðuneytisins, sem úr- skurðaði þær ógildar. Þeim úr- skurði var síðan hrundið af Hér- aðsdómi Vesturlands. Um miðjan nóvember dæmdi Hæstiréttur kosningarnar hins vegar ógildar. „Það utankjörfundaratkvæði, sem ranglega hafði verið sett í kjör- kassa í Lyngbrekku og ókleift var að afturkalla, gat því beinlínis haft áhrif á úrslit kosninganna og hlaut þessi ágalli að leiða til ógild- ingar þeirra,“ sagði í dómi Hæsta- réttar. trausti@frettabladid.is Oddviti Borgarbyggðarlista: Ósáttur við ráðuneytið KOSNINGAR Finnbogi Rögnvalds- son, oddviti Borgarbyggðarlistans og formaður bæjarráðs, segist til- tölulega sáttur við niðurstöðu kosninganna. „Maður var ekkert sérstaklega sáttur við niðurstöðuna í vor en þetta er skárra,“ segir Finnbogi. „Maður verður bara að taka því að fylgið er ekki mikið og reyna að bæta það á kjörtímabilinu.“ Finnbogi segir að meginniður- staðan sé að meirihlutinn haldi velli. Vonandi verði það sveitarfé- laginu til góðs. Hann segist hins vegar vera ósáttur við félags- málaráðuneytið og þann laga- ramma sem unnið hafi verið eftir. Finnbogi segir að það hafi tek- ið allt of langan tíma að komast að niðurstöðu um ógildingu kosning- anna en félagsmálaráðuneytið úrskurðaði þær ógildar tveimur mánuðum eftir að úrslitin voru komin fram. Hann segir því ljóst að endurskoða þurfi lög um sveit- arstjórnarkosningar. ■ Oddviti Sjálfstæðismanna: Ósátt við að missa mann KOSNINGAR Helga Halldórsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Borgarbyggðar, segist vera mjög ánægð með að meirihlutinn hafi haldið velli í kosningunum á laugardaginn. „Maður er samt náttúrulega aldrei sáttur við að missa mann,“ segir Helga, en Magnús Guðjóns- son missti sæti sitt í bæjarstjórn til framsóknarkonunnar Kolfinnu Þ. Jóhannesdóttir. Helga segir að niðurstaða kosn- inganna sé ótrúlega lík niðurstöð- unni síðastliðið vor. „Við erum með 28 atkvæðum minna en í vor og þau virðast fara yfir á Borgar- byggðarlistann og þeir sem skil- uðu auðu í vor virðast hafa verið óánægðir framsóknarmenn sem skila sér heim núna.“ ■ Kynningarmál orkufyrirtækja ríkisins: 150 milljónir í list og kynningar KYNNINGARMÁL ORKUFYRIRTÆKJA RÍKISINS Í MILLJÓNUM KRÓNA Landsvirkjun Rarik Orkubú Vestfjarða 1999 22,35 11,0 0 2000 22,85 14,7 1 2001 27,35 11,4 0 2002 27,2 8,3 0 Alls 106,75 45,4 1 AP /S C AN PI X, B JØ R N S IG U R D SØ ÞINGMENN DEMÓKRATA Í LOUISIANA Mary Landrieu sagði úrslit kosninganna sýna að Demókrataflokkurinn væri enn við góða heilsu. Á myndinni eru með henni tveir aðrir þingmenn frá Louisiana, þeir Chris John, sem er vinstra megin, og John Breaux. Bandarísku þingkosningunum loksins lokið: Demókratinn hafði það í Louisiana AP /B IL L H AB ER Framsóknarmenn bættu við sig manni Meirihluti Sjálfstæðismanna og Borgarbyggðarlista heldur velli. Sjálfstæðismenn missa mann. Oddviti Framsóknarmanna er feginn að kosningunum sé lokið. „Þetta er búið að vera kosn- ingastand í heilt ár núna og það er gott að þessu er lokið.“ KOSNINGUM LOKS LOKIÐ Í kosningunum í maí, sem Framsóknarfélag Mýrasýslu kærði, komst annar maður á lista Borgarbyggðarlistans inn í bæjarstjórn á kostnað framsóknarmanna. Hlutkesti réði því. AUKAKOSNINGAR Í BORGARBYGGÐ Flokkur Atkvæði Bæjarfulltrúar Framsóknarflokkur 41% 4 Sjálfstæðisflokkur 38% 3 Borgarbyggðarlisti 21% 2 ÚRSLIT KOSNINGANNA Í MAÍ Flokkur Atkvæði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkur 41% 4 Framsóknarflokkur 39% 3 Borgarbyggðarlisti 20% 2 ORÐRÉTT VAR SIGMUNDUR AÐ HÆTTA? Reykingafólk er margt hvert meðal verstu sóðanna. Það hímir framan við aðaldyr fyrirtækja sinna og drepur í vindlingnum með hælnum og heldur svo aftur til vinnu. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri um almennan sóðaskap Íslendinga. DV, 7. desember. DREKKA FORELDRAR EKKI MEÐ BÖRNUM SÍNUM? Þær sýna að unglingar leiðandi foreldra eru ólíklegri til að reykja daglega, drekka illa og neita ólög- legra efna en aðrir unglingar. Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ, um rannsóknir sínar. Mbl. 8. desember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.