Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 32
UPPÁKOMUR 14.00 Spákonan Lóa verður á Kaffi Nauthól. Hún spáir í tarotspil og bolla. BÍÓ 20.15 La grande illusion er sýnd í Alli- ance Francaise. Bíókvöld verður á Kaffi Vídalín. Sýndar verða myndirnar Life of Brian og Pink Flamingos. Frítt inn. SÝNINGAR Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkon- urnar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr lambsull. Sýningin stendur til 22. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili á Akureyri. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Skúlptúrsýning nemenda Fjölbrauta- skólans í Breiðholti stendur yfir í Gerðubergi dagana 28. nóvember til 8. desember. Opið virka daga frá kl. 11 til 19 og um helgar frá kl. 13 til 17. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. 32 9. desember 2002 MÁNUDAGUR         Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is MÁNUDAGUR 9. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? LISTSÝNING Nú standa yfir í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, tvær sýningar, annars vegar Samspil og hins veg- ar Sambönd Íslands. Það eru fimm listakonur sem standa að sýningunum, þær Þorgerður Sig- urðardóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Kristín Geirsdótt- ir, Ása Ólafsdóttir og Bryndís Jónsdóttir. „Upphafið að okkar samvinnu er sýningarrýmið Gorgeir í eld- húsinu á Korpúlfsstöðum. Þar sýndum við á sínum tíma hver á fætur annarri og í framhaldi af því kom þetta samstarf til,“ segir Kristín Geirsdóttir. „Sambönd Íslands er alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ís- land og íslenskra listamanna bú- settra erlendis. Þeim var boðið að sýna verk sem lýsa landi okkar og þjóð í samræmi við reynslu þeirra af dvölinni hér. Mikill áhugi reyndist fyrir þátttöku í sýning- unni og líka hjá vinum vina okkar, öðrum listamönnum, sem ekki hafa komið hingað en vildu ólmir fá að lýsa hinu ókunnuga landi sem hefur heillað þá og þeir ætla sér að heimsækja í náinni fram- tíð.“ Á Samspili er að finna verk eftir listakonurnar fimm. „Verkin eru ólík að efnisvali og framsetn- ingu þó örugglega sé hægt að finna með þeim einhvern sam- hljóm ef vel er gáð,“ segir Kristín. Bryndís hefur einbeitt sér að leirlist og höggmyndagerð, Ása vefar, saumar í og málar, Kristín fæst við málverk og teikningar, Magdalena Margrét hefur unnið mest í grafík og Þorgerður beitir bæði grafík og málaralist auk þess sem hún hefur á síðustu árum nýtt sér tölvur til listsköp- unar. Þannig spannar sýningin vítt svið hefðbundinna og óhefð- bundinna aðferða og minnin í verkunum eru jafn ólík. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. ■ LISTASÖFN Í Galleríi i8 á Klappar- stíg stendur nú yfir sýning á verkum eftir ýmsa af listamönn- um gallerísins. Meðal annars eru verk eftir Eggert Pétursson, Rögnu Róbertsdóttur, Þór Vig- fússon, Kristján Guðmundsson, Sigurð Guðmundsson, Roni Horn, Hrein Friðfinnsson, Georg Guðna og Tony Cragg til sýnis og sölu. Opnunartími i8 hefur breyst, en í framtíðinni verður opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 13-17 eða eftir samkomulagi. ■ FIMM KONUR Eru með samsýningu í Hafnarborg. Þorgerður, Magdalena Margrét, Kristín, Bryndís og Ása. Hafnarborg í Hafnarfirði: Fimm konur á tveimur sýningum GALLERÍ I8 Þar kennir margra grasa um þessar mundir, en fjölmargir listamenn sýna verk sín í galleríinu í jólamánuðinum. Gallerí i8: Margir á jólasýningu Ólöf Kjaran sýnir í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listakonan Undir og ofan á. Sýn- ingin stendur til 13. desember. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sigríður Gísladóttir stórgöldrótt-mynd- listakona sýnir Vörður í Salnum #39, nýju galleríi við Hverfisgötur 39. Sýning- in stendur til 12. desember. Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen í Gleri í Bergvík sýna nýjar glæsilegar gerðir af glösum af ýmsu tagi í Galleríi Fold. Glösin nefnast ARTIKA og eru af níu mismunandi gerðum. Gallerí Fold er opið daglega frá 10 til 18, laugardaga frá 10 til 17 og sunnudaga frá 14 til 17. Sýningunni lýkur 6. desember. Sýning á jólamyndum teiknarans Brian Pilkington stendur yfir í Kaffistofu Hafn- arborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga vikunnar nema þriðju- daga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity dis- order) eða hégómaröskun en það heil- kenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Kyrr birta – heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs- son. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning- in árin 1980-2000. Sýningin Hraun - ís - skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. des- ember. Myndlistamaðurinn Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Lína Rut Wilberg sýnir málverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Ný- listasafninu. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opinn frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Ýmsir listamenn halda sýningu í gallerí i8, Klapparstíg 33. Meðal annars eru verk eftir Eggert Pétursson, Rögnu Ró- bertsdóttur, Þór Vigfússon, Kristján Guðmundsson, Sigurð Guðmundsson, Roni Horn, Hrein Friðfinnsson, Georg Guðna og Tony Cragg til sýnis og sölu. Opið er fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl.13 til 17 eða eftir samkomulagi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.