Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 9. desember 2002 OD DI H F J 09 45 74.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V421 Nýr glæsilegur skápur. 190 l kælir, 90 l frystir. H x b x d = 175 x 60 x 64 sm. 79.900 kr. stgr. Eldavél HL 54024 Ný stórglæsileg eldavél. Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun, sökkhnappar, stangarhandfang. Gæðagripur sem sómi er að. 69.900 kr. stgr. Bakstursofn HB 28055 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. 12.900 kr. stgr. Þráðlaus sími Gigaset 4010 Classic Númerabirtir. DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann. 66.900 kr. stgr. Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Stílhreinn gæðagripur frá Siemens. 56.900 kr. stgr. Þvottavél WXB 1060BY Frábær rafeindastýrð þvottavél á kostakjörum. 1000 sn./mín. 9.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. 59.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34234 Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, þrjú hitastig. Umboðsmenn um land allt. Jólatilboð! DAGBLAÐALESTUR Í KÍNA Þessir tveir menn voru að lesa dagblað í sýningarkassa í Peking á fimmtudaginn var. 78 prósent Kínverja segjast reiða sig einkum á sjónvarp til þess að fá fréttir, en 15 prósent nota dagblöð og 4 prósent Netið til þess að afla sér frétta. í forsvari fyrir þessa stofnun. Nokkuð kemur á óvart að íbú- ar Nígeríu segjast vera ánægð- astir allra með líf sitt síðustu fimm árin. Íbúar á Fílabeins- ströndinni eru hins vegar bjart- sýnastir á næstu fimm ár. Reyndar voru þessar spurning- ar lagðar fyrir áður en borgara- styrjöld braust út á Fílabeins- ströndinni. Almennt séð eru Vesturlanda- búar ánægðari með lífið heldur en íbúar þróunarlandanna á suð- urhveli jarðar. Hins vegar snýst þetta við þegar fólk er spurt um framtíð barna sinna. Þá eru íbú- arnir í suðri mun bjartsýnni heldur en fólk í velmegunarríkj- unum. Um allan heim er fólk ánægð- ara með fjölskyldu sína heldur en störf sín og tekjur. Í sumum ríkjum, einkum í Afríku, Mið- Austurlöndum og Austur-Evr- ópu, lýsir fólk samt töluverðri óánægju með fjölskyldulíf sitt. Þá er áberandi hversu Japan- ar eru óánægðir og svartsýnir bæði á eigin framtíð og lands síns. Samt sem áður segjast Japanar ekki eiga við nein meiriháttar vandamál að stríða í lífi sínu. Glæpir alvarlegastir Greinilegt er einnig að íbúar Evrópuríkja eru því ánægðari með lífið sem þeir eru yngri. Eldri kynslóðin virðist eiga erfitt með að sætta sig við þær breytingar sem orðið hafa á síð- ustu tímum. Fimmtán prósent Bandaríkja- manna segjast hafa átt í vand- ræðum með að útvega sér mat einhvern tímann á síðasta ári. Þetta er hærra hlutfall heldur en nokkurs staðar annars staðar á Vesturlöndum. Verstur er mat- arskorturinn samt í Angóla. Þar segjast 86 prósent hafa átt í vandræðum með að útvega sér mat einhvern tímann á síðasta ári. Í langflestum ríkjanna, eða 19 af 44, eru glæpir taldir alvar- legasta samfélagsvandamálið. Í 13 ríkjum telur fólk að alnæmi og aðrir smitsjúkdómar séu al- varlegasta áhyggjuefnið. Póli- tísk spilling er talin versta vandamálið í 11 ríkjum, en hryðjuverk í 5 ríkjum. Mesta athygli hefur samt við- horf fólks til Bandaríkjanna vakið. Þrátt fyrir að ímynd Banda- ríkjanna hafi versnað er afstaða fólks til þeirra mjög mótsagna- kennd. Almennt virðist fólk vera heldur á móti bandarískum áhrifum á menningu og siðvenj- ur. Á hinn bóginn tekur fólk víð- ast hvar bandarískum bíómynd- um og dægurtónlist opnum örm- um. Einnig segist fólk bera mikla virðingu fyrir framförum í tækni og vísindum sem frá Bandaríkjunum koma. Algengast er að fólk gagnrýni Bandaríkin fyrir að fara sínu fram án tillits til annarra, þröngva fram breytingum sem auka bilið milli fátækra og ríkra eða beita sér ekki nóg til þess að leysa vandamál heimsins. gudsteinn@frettabladid.is Ímynd Bandaríkjanna versnar (Hlutfall þeirra sem hafa gott álit á Bandaríkjunum) 1999/ MIS- 2002 2000 MUNUR Tyrkland 30 52 -22 Þýskaland 61 78 -17 Argentína 34 50 -16 Slóvakía 60 74 -14 Indónesía 61 75 -14 Kenýa 80 94 -14 Pakistan 10 23 -13 Bólivía 57 66 -9 Bretland 75 83 -8 Pólland 79 86 -7 Perú 67 74 -7 Hondúras 80 87 -7 Venesúela 82 89 -7 Ítalía 70 76 -6 Tékkland 71 77 -6 Suður-Kórea 53 58 -5 Japan 72 77 -5 Brasilía 52 56 -4 Búlgaría 72 76 -4 Mexíkó 64 68 -4 Frakkland 63 62 +1 Kanada 72 71 +1 Gvatemala 82 76 +6 Úkraína 80 70 +10 Rússland 61 37 +24 Úsbekistan 85 56 +29 Nígería 77 46 +31 AP/G R EG B AKER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.