Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 4

Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 4
4 9. desember 2002 MÁNUDAGUR ÚTLÖND KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is SAMÚEL BESTUR Skáldsaga Mikaels Torfasonar fær ís- lensku bók- menntaverðlaunin ef marka má les- endur á frett.is. Hvaða skáldverk fær íslensku bókmenntaverðlaunin? Spurning dagsins í dag: Ertu búin(n) að kaupa jólagjafirnar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 13,2%Hvar sem ég verð 10,5%Leiðin til Rómar 23,7%LoveStar 44,7%Samúel 7,9%Sveigur VEGSUMMERKIN RANNSÖKUÐ Hollenska lögreglan rannsakar hvernig þjófarnir báru sig að. Brotist inn í Van Gogh-safnið: Tveimur mál- verkum stolið AMSTERDAM Tveimur málverk- um eftir hollenska listamanninn Vincent Van Gogh var stolið úr Van Gogh-safninu aðfaranótt laugardags. Verð- mæti málverkanna er talið margir milljónir dollara. Þjófnaðurinn upp- götvaðist snemma á laugardagsmorgun, tveimur tímum áður en safnið opn- aði. Lögreglan girti svæði í kringum safnið af vegna þess að jafnvel var talið að þjófurinn væri enn inni. Safnið, sem starfað hefur frá 1973, hefur að geyma stærsta safn verka eftir Van Gogh. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og vonast meðal annars til þess að myndbandsupptökur öryggis- myndavéla gefi vísbendingar um þjófana. Þetta er annar stórþjófn- aður í Hollandi á innan við viku. Á mánudag létu þjófar greipar sópa 26 LÁTNIR 26 kolanámumenn hafa fundist látnir eftir að eldur braust út í kolanámu í norðausturhluta Kína í síðustu viku. Nokkurra manna er enn saknað. Rannsókn stendur yfir á upptökum eldsins. BAGDAD, AP Þrjú eintök af hnaus- þykkri skýrslu Íraksstjórnar var í gær flutt með flugvél frá Bagdad til Kýpur, þar sem vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefur höfuð- stöðvar sínar. Þaðan voru svo tvö eintakanna flutt til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í New York, en þriðja eintakið fór til Vínar- borgar þar sem Alþjóðakjarn- orkustofnunin hefur aðsetur. Írakar segja að í skýrslunni sé tæmandi greinargerð fyrir þeim kjarnorku-, efna- og sýklavopnum sem þeir hafa reynt að afla sér. Bandaríkjastjórn segist fyrir fram ekki trúa yfirlýsingum Íraka um að þeir hafi engin slík vopn í fórum sínum nú. „Ég ítreka að Írak er ekki með nein gereyðingarvopn,“ sagði Hossam Mohammad Amin hers- höfðingi, sem hafði umsjón með gerð skýrslunnar. Mohammed Baqir al-Hakim, leiðtogi íraskra stjórnarandstæð- inga í Íran, sagðist hins vegar í gær hafa undir höndum sannanir um að stjórn Íraks hefði gereyð- ingarvopn í felum. Hann sagði að Saddam Hussein væri eingöngu að kaupa sér tíma með því að sýna vopnaeftirlitinu samvinnu. Á föstudaginn sendi Saddam Hussein Íraksforseti óvænt frá sér afsökunarbeiðni til Kúvæts vegna innrásar Íraks árið 1990. Hernám Kúvæts varð tilefni Persaflóastríðsins í ársbyrjun 1991. Jafnframt bætti hann því við að fjandsamleg stefna Kúvæts gagnvart Írak hefði átt sök á inn- rásinni. Upplýs ingamálaráðherra Kúvæts sagðist ekkert mark taka á þessari afsökunarbeiðni. Vopnaeftirlitið hófst seint í nóvember eftir að hafa legið niðri í fjögur ár. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fóru frá Írak árið 1998 eftir að Írakar höfðu komist að því að bandarískir eftir- litsmenn hefðu notfært sér að- stöðu sína til þess að njósna fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna. ■ 12.000 síðna lesning bíður ráðamanna á Vesturlöndum: Írakar skiluðu skýrslunni MENNTUN „Við höfum fengið marg- ar kvartanir frá nemendum sem eru mjög óhressir með að það hafi verið fellt niður,“ sagði Stefán B. Sigurðsson, varaforseti lækna- deildar Háskóla Íslands, aðspurð- ur um viðbrögð við niðurfellingu hluta af úrtökuprófi 1. árs nema í læknisfræði. Um er að ræða sálfræðihluta prófsins. Hann átti að gilda þriðj- ung af þessum prófhluta, sem alls gildir 20% af úrtökuprófinu. Hin- ir tveir hlutar prófsins snerust annars vegar um almenna þekk- ingu, þar sem spurningin um bar- bapabba kom m.a. fram, og um siðfræðileg álitaefni. Vægi þess- ara tveggja hluta aukast því í 10% hvor. Að sögn Stefáns eykst því vægi barbapabbaspurningarinnar úr 0,06% í 0,08%. Segir hann það geta oltið á svona litlum breyting- um hvort nemandi lendi í 48. eða 49. sæti í úrtökuprófinu og komist þannig inn í læknadeild eður ei. Þess má geta að aðeins þrír af 166 nemendum svöruðu barbapabba- spurningunni rangt. Að sögn Stefáns stefnir lækna- deild háskólans að því að halda sálfræðihlutanum áfram á inn- tökuprófi næsta vors þrátt fyrir gagnrýni nemenda um að sá hluti hafi verið greindarpróf en ekki sálfræðipróf. Læknanemar verða prófaðir í hinum 80% úrtökuprófsins í þess- ari viku. Niðurstöðu úr öllu próf- inu er síðan að vænta fyrstu vik- una í janúar. ■ Hveragerði, Ölfus og Grindavík í eina sæng: Formaður vill heilsu- þríhyrning HUGMYND „Á þessu svæði er gríðarleg orka sem ég vildi sjá beislaða í margvíslegum skilingi,“ segir Árni Magnússon, formaður bæjarráðs Hveragerðis, sem hef- ur kastað fram þeirri hugmynd að ef til vill væri best að sameina bæjarfélögin í Hveragerði, Ölfusi og Grindavík. „Nýr Suðurstranda- vegur myndi tengja þessi svæði öll sem eiga margt sameiginlegt og þá helst í heilsustarfsemi alls konar. Ég sé fyrir mér heilsuþrí- hyrning sem gæti boðið upp á það besta í þessum efnum og bein- tengingu við Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar.“ segir Árni, sem bíður nú viðbragða bæjarstjórnar- manna í nágrannabæjarfélögun- um. Suðurstrandavegurinn, sem tengja myndi bæjarfélögin, hefur enn ekki verið byggður en á hon- um stendur og fellur hugmynd Árna: „Hér hafa bæjarfélögin verið að sameinast allt í kringum okkur og við sitjum eftir. Í Hvera- gerði, Öfusi og Grindavík búa álíka margir, um tvö þúsund manns á hverjum stað, og á svæð- inu felast miklir möguleikar, mik- il orka og mikil framtíð.“ ■ VERSLUN Það var jólalegt um að lit- ast í miðbænum í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kveikti á Oslóartréinu á Austur- velli en Oslóarbúar færðu Reyk- víkingum tré í 51. skipti. Vegfar- endur Lækjartorgs urðu einnig varir við stórt tjald sem þakti stóran hluta torgsins. Það er hluti af átaki Þróunarfélags miðborg- arinnar, hagsmunafélagi fyrir- tækja á svæðinu, til þess að gera verslunarferð í miðbæinn eftir- sóknarverðari. Dagný Jónsdóttir, sem var mætt í fyrsta jólaverslunarleið- angurinn ásamt dóttur sinni Elvu Björk og Eyrúnu vinkonu þeirra, líkti stemningunni í tjaldinu við Kolaportið nema hvað þetta væri minna og vinalegra. „Mér finnst svona hafa vantað. Það er alltaf gott að koma í miðbæinn,“ sagði hún glöð í bragði. „Ég fer oft í Kolaportið og það vantaði eitt- hvað svona sem gefur manni tækifæri á að kíkja á fallega hluti sem ekki eru til sölu í búðunum.“ Sölumenn í tjaldinu hrósuðu framtakinu og sögðu mikinn straum fólks hafa rennt sér í gegn í gær. Tjaldið verður opið alla sunnudaga fram að jólum og á Þorláksmessu frá kl. 13-22. Þar selja hinir ýmsu heildsalar vörur sínar auk þess sem skemmtikraft- ar sjá um að koma gestum í jóla- skapið. Sérstakir lampar og hitar- ar sjá svo um að hita upp gesti sem skríða inn úr vetrarkuldan- um. Fjöldi manns safnaðist saman til að fylgjast með skemmtiatrið- um á Austurvelli eftir að kveikt hafði verið á Oslóartréinu. Jóla- sveinar skemmtu börnum og full- orðnum með söng og glensi að þeirra hætti. ■ Jólalegt í miðbænum STOLIÐ Annað tveggja verka sem stolið var úr safninu. HÁSKÓLI ÍSLANDS Vægi barpabbaspurningar í læknadeild eykst. Hluti úrtökuprófs læknanema felldur niður: Nemendur mjög óhressir AP/JERO M E D ELAY STARFSMENN YFIRGEFA VERKSMIÐJU Starfsmenn eiturefnaverksmiðju í Írak fengu frí í vinnunni í gær þegar vopnaeftir- lit Sameinuðu þjóðanna mætti á staðinn. FYLGST MEÐ JÓLASVEINUM Krakkar fjölmenntu á Austurvöll í gær. Það var líf og fjör í miðbænum í gær. Kveikt var á jólatré á Austurvelli eins og venja er og nýtt sölu- tjald á Lækjartorgi var opnað.. SANDRA OG JÓHANNA Sandra og Jóhanna seldu ýmsa muni, þar á meðal listaverk, skartgripi og geisladiska. Þær sögðust fagna því að stöðugur straumur fólks var í tjaldinu í allan gærdag. EYRÚN, ELVA OG DAGNÝ Dagný Jónsdóttir var í sínum fyrsta verslunarleiðangri ásamt dóttur sinni Elvu Björk og Eyrúnu vinkonu hennar. HVERAGERÐI Formaður bæjarráðs með nýstárlegar hug- myndir og vill beisla orku í margvíslegu skilningi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.