Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.12.2002, Blaðsíða 12
12 9. desember 2002 MÁNUDAGUR PERSÓNUVERND Persónuvernd gerir engar athugasemdir við störf Um- ferðarstofu sem sendir frá sér lista með nöfnum og heimilisföng- um þeirra sem skráðir eru fyrir ökutækjum, sé þess óskað. Bjarni Eiríksson, lögfræðingur hjá Per- sónuvernd, vildi þrátt fyrir það vekja athygli á að Umferðarstofa væri ný stofnun sem tekið hefði við af Skráningarstofu. „Við send- um bréf í byrjun nóvember þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvernig stofnunin hagar hjá sér allri upplýsingagjöf og hvernig hún ætli að haga þessum málum í framtíðinni.“ Fréttablaðið skýrði frá því að Sigríður Kristjánsdóttir hefði far- ið fram á lista þar sem nöfn þeirra sem væru skráðir eigendur að Audi 80 árgerð 1987 komi fram. Þetta gerði hún eftir að bíl hennar var stolið, að því er virðist í þeim tilgangi að taka úr honum vara- hluti. Sigríður fékk listann um- svifalaust sendan. Telur hún slíkan lista gera þjófum auðveldara fyrir. Birgir Hákonarson hjá Um- ferðarstofu telur að heldur hafi verið tekið sterkt til orða þegar sagt var að Umferðastofa væri að upplýsa þjófa. Hann segir fjölda manns hafa hringt eftir að fréttin birtist og óskað eftir nafnleynd. Birgir segir ökutækjaskrá eiga að vera gagnlega og notast í réttum tilgangi. „Við erum að miðla upp- lýsingum úr skránni í markaðs- legu tilliti til margra aðila. Að sjálfsögu er alltaf hægt að mis- nota slíka skrá. Sé það gert er auð- velt að rekja það til þess er það gerir.“ ■ Persónuvernd gerir ekki athugasemd við Umferðarstofu: Fjöldi hefur óskað eftir nafnleynd AUDI-BÍLL SIGRÍÐAR Bíllinn hennar Sigríður var heldur illa farinn þegar hún loksins fann hann í hvarfi við skíðalyfturnar í Efra-Breiðholti. Búið var að taka úr honum ýmsa varahluti og eyðileggja stýrisvélina. AKRANES Innflytjandi dansks sements vísar ásökun- um Skagamanna um undirboð á bug og segir óþolandi að ríkisfyrirtæki ástundi dylgjur af þeim toga. Aalborg Portland mótmælir: Nær að fagna samkeppni VIÐSKIPTI Aalborg Portland Íslandi, APÍ, vísar á bug ásökunum bæjar- ráðs Akraness um óeðlilegt undir- boð og að sement sé selt til Íslands undir kostnaðarverði. Í yfirlýsingu APÍ segir að framleiðandi sements- ins í Danmörku selji sement til 70 landa víðs vegar um heim, þar á meðal til fjölmargra landa Evrópu. Ísland njóti sambærilegra kjara við önnur ríki Evrópu og svo verði um ókomna tíð. Talsmenn APÍ segja að eftir ótví- ræða niðurstöðu samkeppnisyfir- valda sé óþolandi að fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins ástundi dylgjur og beri fram ósannar fullyrðingar. Ís- lensk samkeppnisyfirvöld hafi fjall- að um málið og telji ekki aðgerða þörf. APÍ hafi fylgt samkeppnislög- um og málið sé til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Þá segir að bæjarráð Akraness hafi uppi ósæmilegar og meiðandi ásakanir í garð Aalborg Portland um að leggja Sementsverksmiðjuna að velli og í kjölfarið hækka sementsverð. APÍ segir málflutning Skagamanna frá- leitan og segir hyggilegra að fagna samkeppni á íslenskum sements- markaði fremur en að gagnrýna Aalborg Portland. ■ DÓMSMÁL Skipstjórinn á skemmti- skipinu m/s Carlsberg hefur verið sviptur skipstjórnarréttindum í sex mánuði fyrir að vera ölvaður við skipstjórnina. Maður sem fylgdist með þegar Carlsberg lét úr höfn í Reykjavík laugardagskvöld eitt í júní í sum- ar veitti athygli óstyrkri stjórn skipsins. Hann sagði litlu hafa mátt muna að Carlsberg lenti utan í bryggjunni. Síðan hafi skipið farið utan í bát sem lá við bryggj- una. Um borð voru sautján far- þegar á leið á sjóstangaveiðar. Skipstjórinn viðurkenndi að hafa drukkið bjór nóttina áður og einn bjór í skipinu sjálfu. Í blóði hans mældist áfengismagn vera 0,98 prómill. Allt frá árinu 1983 hefur maðurinn, sem í dag er 38 ára, ítrekað verið sviptur ökuleyfi og dæmdur í fangelsi vegna ölv- unaraksturs, síðast í mars á þessu ári. Auk sviptingu skipstjórnar- réttindanna á skipstjórinn að greiða 75 þúsund krónur í sekt.■ Skipstjórinn á m/s Carlsberg sviptur réttindum: Á bjórfylleríi með sautján farþega FLATEYRI Þar hefur um nokkurt skeið verið skortur á læknum. Yfirlæknirinn vonast til að fá læknanema til starfa um hátíðarnar. Læknaskortur á Ísafirði: Aðeins fjórir í stað sex HEILBRIGÐISMÁL Á Ísafirði hefur verið viðvarandi læknaskortur um skeið og eru aðeins tveir sér- menntaðir heimilislæknar þar að störfum. Hallgrímur Kjartansson, yfir- læknir á Heilsugæslustöðinni, segist hafa frestað uppsögn sinni um þrjá mánuði eins og læknarnir í Hafnarfirði. „Við erum aðeins tveir sem höfum sérmenntun, ég og Lýður Árnason, læknir á Flat- eyri, sem einnig sinnir Þingeyri í forföllum læknisins þar. Auk þess eru í starfi tveir læknar sem ekki eru með sérmenntun en undir eðlilegum kringumstæðum eiga að vera sex sérmenntaðir læknar. Um hátíðarnar á ég von á að við fáum nema til starfa sem létta á því álagi sem við höfum búið við. Hallgrímur telur að erfitt muni verða á næstu árum að fá heimil- islækna til starfa. „Við erum ein- faldlega að súpa seyðið af því ástandi sem verið hefur. Ungir læknar fara ekki til náms í heimil- islækningum fyrr en gengið hefur verið frá samningum við heil- brigðisráðneytið um sjálfstæði heimilislækna. Það tekur minnst fimm til tíu ár að skila sér inn í stéttina,“ segir Hallgrímur. ■ NEYTENDAMÁL Það getur munað allt að 30% á heitavatns- og rafmagns- kostnaði íbúa í landinu samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Samtökin gerðu könnun þar sem gengið var út frá fyrir fram gefnum forsendum. Um er að ræða fjölskyldur í tíu bæjarfélög- um sem búa í 150 fermetra stein- húsum og nota sama magn af raf- magni og hita. Átta veitur þjóna þessum svæðum, annað hvort bæði með rafmagni og hita eða öðru hvoru. Þegar vatns- og rafmagnsnotk- un var skoðuð kom í ljós að mun- urinn á ódýrasta og dýrasta sveit- arfélaginu er tæplega 30% eða um 24.000 krónur á ársgrundvelli. Hafnfirðingar sluppu með tæpar 82 þúsund krónur en Reyknesing- ar greiða samkvæmt sama mæli- kvarða tæpar 106 þúsund krónur. Hafnfirðingar kaupa rafmagn af Hitaveitu Suðurnesja en heitt vatn af Orkuveitu Reykjavíkur. Selfyssingar, Reykvíkingar og Kópavogsbúar búa við svipað verð og Hafnfirðingar, greiða 83 til 85 þúsund krónur fyrir heitt vatn og rafmagn. Ef aðeins er skoðað raforku- verð sést að Hitaveita Suðurnesja er með lægsta verðið en Rarik með það hæsta. Íbúar Hafnar- fjarðar og Reykjanesbæjar búa því við lægsta raforkuverðið en íbúar Egilsstaða, Borgarbyggðar og Sauðárkróks við hæsta raf- orkuverðið. Munurinn er 45%. Þegar verð hitaveitna er skoð- að er munurinn enn meiri eða ná- lægt 74%. Selfossveitur eru með lægsta verðið en Hitaveita Suður- nesja það hæsta. Íbúar Selfoss búa því við 74% lægra hitaveitu- verð en íbúar Reykjanesbæjar. Hitaveita Suðurnesja hefur mótmælt upplýsingum sem fram koma í könnuninni og sagt þær mjög villandi og sumar beinlínis rangar. Forstjóri Hitaveitu Suður- nesja segir að bæði sé ætlað of mikið magn til hitunar viðmiðun- arhúsnæðis í könnuninni og þá sé ekkert tillit tekið til nýtingar, hita- stigs vatns eða annars sem veru- legu máli skipti í öllum saman- burði. the@frettabladid.is Hafnfirðingar með lægsta orkukostnaðinn Munar allt að 30% á hita- og rafmagnskostnaði landsmanna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Allt að 45% munur á orkuverði einstakra rafveitna. Munurinn tæplega 74% á einstökum hitaveitum. HAFNARFJÖRÐUR Hafnfirðingar komu best út úr könnun Neytendasamtakanna á verði hita og rafmagns. Þeir greiða lægsta raforkuverðið af þeim sem voru í úrtaki Neytendasamtakanna en heita vatnið er í dýrari kantinum. RAFMAGNS- OG HITAKOSTNAÐUR Bæjarfélag Rafmagn Hiti Samtals Munur á á ári lægsta verði Hafnarfjörður 31.444 50.471 81.915 Selfoss 39.904 42.745 82.649 0,9% Reykjavík/Kópav. 34.427 50.471 84.898 3,6% Sauðárkrókur 45.577 47.311 92.888 13,4% Borgarbyggð 45.577 50.471 96.048 17,3% Ísafjörður 37.017 68.246 105.262 28,5% Egilsstaðir 45.577 59.997 105.574 28,9% Akureyri 33.639 71.945 105.583 28,9% Reykjanesbær 31.444 74.290 105.734 29,1% HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Skipstjórinn á Carlsberg viðurkenndi að hafa drukkið bjór. Ólafur F. Magnússon: Vill vita um orkuverð ORKUVERÐ Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, telur óviðun- andi að borgarfulltrúar séu ekki upplýstir um orkuverð frá Kára- hnjúkavirkjun. „Sem kjörinn fulltrúi Reykvík- inga geri ég kröfu um að fá nú þeg- ar upplýsingar um áætlað kostnað- arverð og líklegt söluverð orku frá Kárahnjúkavirkjun til að geta gætt brýnna hagsmuna borgarbúa,“ segir Ólafur. „Ótækt er að með því að leyna grundvallarupplýsingum sé reynt að knýja fram svo afdrifa- ríka framkvæmd sem almenningi og sérstaklega Reykvíkingum er ætlað að bera ábyrgð á.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.