Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.12.2002, Qupperneq 22
22 9. desember 2002 MÁNUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL Guðmundur Hallvarðs- son hefur að undanförnu kveðið sér hljóðs í sölum Alþingis um Sunda- braut. Meðal annars hefur hann haldið uppi fyrirspurnum til Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og knúið svara um hvenær fram- kvæmdir hefjist. „Á álagstímum er umferð um Ártúnsbrekku gífurlega mikil og ekki síður hættuleg. Því tel ég ákvörðun um framkvæmd Sundabrautar mjög brýna. Við verð- um að gera okkur grein fyrir að um Vesturlandsveg fara 20.000 bílar á dag. Það létti vissulega aðeins á um- ferð þegar mislægu gatnamótin við Vikurveg og Vesturlandsveg voru byggð en það er ljóst að vegurinn er þrátt fyrir það sprunginn.“ Reykjavík ekki San Francisco Samkvæmt útreikningum Línu- hönnunar frá nóvember 2000 kostar vegtengingin frá Sæbraut að Halls- vegi 9,1 milljarð miðað við ytri leið en 6,3 milljarða miðað við þá innri. Guðmundur hefur gagnrýnt hug- mynd meirihluta Reykjavíkurborg- ar um að reist verði hábrú á ytri leiðinni og segir þá hugmynd and- stæða því sem samgönguráðneytið leggi til. „Á sama tíma og tafir eru á hinum ýmsu framkvæmdum sem stuðla að auknu öryggi í umferðar- málum er verið að horfa á eitthvert fagurfræðilegt sjónarmið. Ef því sjónarmiði yrði sleppt myndu þrír milljarðar sparast. Ég get alveg séð þessa fjármuni fara eitthvað annað. Við þurfum ekki Golden Gate-líki í Reykjavík.“ Guðmundur leggur áherslu á að auk þess að létta á um- ferð og öryggi sé nauðsynlegt að fleiri en ein leið sé út úr borginni. Þegar Guðmundur er spurður út í hvaða forgangsröðun hann vildi sjá í umferðarmálum nefnir hann gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. „Þetta eru stórhættuleg gatnamót og um þau fara 80.000 bílar á dag. Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum eru borgaryfirvöld allt of lengi að koma þessu verki frá sér.“ Guð- mundur telur afar brýnt að meðan ekki er tekin ákvörðun um mislæg gatnamót verði sett upp beygju- ljós. Það myndi vissulega hægja á umferð en Guðmundur telur það fórnarkostnað sem væri vel þess virði. Öryggi myndi aukast til muna. Eðlilegt að fjármagn minnki til nágrannabyggða Guðmundur talar um samstöðu ná- grannasveitarfélaga í umferðar- málum og aukinn þunga umferðar á Reykjanesbraut frá gatnamótum Breiðholtsbrautar að Hafnarfjarð- arvegi. „Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur verða að viðurkenna að eðlilegt sé að fjármagn til þeirra minnki um einhvern tíma meðan verið er að koma þessum um- ferðaræðum inn í höfuðborgina í gott lag. Við vitum að stór hópur þessa fólks í nágrannabæjum Reykjavíkur sækir inn í borgina, bæði vinnu og þjónustu. Bætt um- ferð er ekki eingöngu mál Reykvík- inga. Þingmenn þessara nágranna- byggða verða að leggjast á eitt til að flýta framkvæmdum svo auð- velt verði að komast til borgarinn- ar.“ Aðspurður segir Guðmundur enga vankanta á samstöðu þing- manna. „Nú er það svo að þegar vegamálastjóri er að kalla til þing- menn kjördæma, til að fara yfir þær áætlanir sem eru á prjónun- um, hafa þingmenn Reykjavíkur og Reykjaness oftar en ekki hist og farið yfir málin. Hafa þeir reynt að sameinast um niðurstöður fram- kvæmda sem tengja þessi byggðar- lög. Ég vona einungis að þessi sam- staða haldi áfram þrátt fyrir breyt- ingu á skipan kjördæma.“ kolbrun@frettabladid.is Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Reykjavíkur og formaður samgöngunefndar, hefur kveðið fast að orði þegar kemur að umferðarmálum. Í sölum Alþingis hefur hann meðal annars haldið uppi fyrirspurnum um Sundabraut og knúið á að ákvörðun verði tekin sem fyrst um hvernig þeirri framkvæmd verði hagað. Í viðtali við Fréttablaðið fjallar Guðmundur um þessi mál auk annarra sem tengjast auknu öryggi í umferðarmálum. Þurfum ekki Golden Gate í Reykjavík GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Sundabraut er hugsuð sem vegtenging milli Vogahverfis og Gufuness. Hugmynd að lagningu brautarinnar hefur verið mörg ár í burðarliðnum. Nefnd á vegum Reykja- víkurborgar og Vegagerðarinnar hefur verið með málið til skoðunar. Þetta eru stórhættuleg gatnamót og um þau fara 80.000 bílar á dag. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru borgaryfirvöld allt of lengi að koma þessu verki frá sér. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.