Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 24

Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 24
„Ég hef alltaf verið of gömul fyrir allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir Svanhildur Sigurð- ardóttir myndhöggvari, hristir rauðan makkann og skellihlær. Svanhildur, sem var á 46. aldursári þegar hún dreif sig með mann og þrjú börn í framhaldsnám til Eng- lands, átti þá reyndar 6 ára mynd- listarnám að baki. „Ég var 27 ára með þrjú börn þegar ég fór í mynd- listarskólann. Þá stóð fjölskyldan á öndinni. En þetta með aldurinn er algjör misskilningur,“ segir Svan- hildur. „Þeim mun eldri, þeim mun þroskaðri, og því meira sem maður lærir að elska, því betra verður það sem kemur frá manni.“ Svanhildur hafði eignast önnur þrjú börn í viðbót þegar hún ákvað að fara til Englands. „Þau voru fimm, sex og átta ára. Hin voru uppkomin og farin að heiman.“ Hún var við framhaldsnám í lista- skóla í Suður-Englandi í fjögur ár. „Þá var ég líka ákveðin í að láta ekkert stoppa mig og strax að loknu námi ákvað ég að fá mér um- boðsmann og setja markið hátt.“ Hún segist hafa verið ótrúlega heppin því hún fékk strax frábær- an umboðsmann og pláss fyrir verkin sín í fallegum galleríum í Tunbridge í Wales og London. „Þeg- ar þessi umboðsmaður minn lokaði galleríunum sínum um áramótin 2000, þá 89 ára gamall, fannst mér tími til kominn að reyna fyrir mér sjálf. Ég var búin að njóta góðs af að vera með umboðsmann og það hafði opnað mér leiðir í ýmsar átt- ir. En á Englandi þarf svo mikið til. Í Reykjavík er hugsanlegt að eftir eina sýningu viti allir af þér en í Englandi geturðu verið með marg- ar sýningar á ári án þess að nokkuð stórt gerist. Það er fyrst núna sem hjólin eru farin að snúast,“ segir Svanhildur. Partí og skrítnar skrúfur Svanhildur segir ekki hlaupið að því að fá pláss í galleríum í London. „Galleríin velja úr þá sem þau vilja og það eru margir kallaðir og fáir útvaldir. En mér var sem sagt boðið að halda sýn- ingu í Coningsby-galleríinu, sem er mjög virt. Þetta var stór sýn- ing, ég var með 33 bronsverk, eitt úr marmara sem vó 400 kíló og eitt úr alabastri. Sýningin vakti mikla athygli, en Þorsteinn Páls- son sendiherra opnaði sýninguna formlega og sendiráðið bauð þangað fullt af fólki.“ Viku fyrir sýninguna fékk Svanhildur upphringingu frá Goodlife, sem er tímarit ríka fólksins í Kensington og Chelsea. Þeir báðu um að fá að koma og taka myndir við opnunina. Það mættu fimm manns frá blaðinu og tóku myndir og viðtöl allt kvöldið. Heil opna birtist svo í blaðinu um sýninguna. „Þetta var ógurlega skemmti- legt,“ segir Svanhildur. „Þarna mætti fullt af skrítnum og skemmtilegum skrúf- um. Fólk kemur líka á opnun myndlistar- sýninga í London á allt öðrum forsend- um en á Íslandi. Það er ekki eins og hér heima þegar fólk mæt- ir, gengur kurt- eislega tvo hringi, dreypir á víni og fer svo heim. Þarna mætti fólk fyrir klukkan sex og fór ekki fyrr en galleríið lokaði. Þetta var glimrandi partí og frábært stuð.“ Sýning Svanhildar stóð í tvær vikur og aðsóknin var mjög góð. Í framhaldi af sýningunni hefur henni verið boðið að vera við opnun á nýju galleríi við Regent Street og er þar með tíu verk. Tvö verka hennar prýða nú uppstillta íbúð frægs arkitekts og greinar um hana birtast í húsbúnaðartímarit- um á borð við House and Garden og English Garden á næstu vikum. Alltaf með heimþrá „Jú,“ segir hún glettnislega, „það er mikið að gerast. Ég er búin að vera ellefu ár í Englandi og óskap- lega sæl með árangurinn. En ég er samt alltaf með heimþrá.“ Svanhildur segir krakkana sína í gagnfræða-, mennta- og háskólum og enn hafi ekki verið tímabært að snúa heim. Hún er reyndar mjög ánægð í Englandi þrátt fyrir að ræturnar séu sterkar hér heima. „Það er yndislega fallegt í Suður- Englandi, en orkan þar er þyngri en á Íslandi. Gróðurinn er svo mik- ill og umlykjandi að maður leitar ósjálfrátt inn á við. En ef mér finnst ég þurfa að anda þá fer ég niður á suðurströndina, sem er klukkutíma keyrsla að heiman. Ég er fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum og þarf reglulega að komast að sjónum til að næra mig.“ Svanhildur býr í litlu friðsælu þorpi og er með góða vinnuað- stöðu í garðinum heima hjá sér. „Það er frábært að geta verið úti við frá því í apríl og fram í nóv- ember,“ segir hún, „það er auðvit- að eitthvað sem ég myndi sakna ef ég kæmi heim.“ Svanhildur segir að það gildi fyrir alla listamenn að gefast ekki upp. „Ég tók þá ákvörð- un að standa með sjálfri mér og því sem ég væri að gera. Það er mikil- vægt að trúa á sjálf- an sig og láta ekki eitthvað utanaðkom- andi hafa áhrif á ákvarðanirn- ar, og allra síst aldur,“ segir hún og er sjálf lifandi dæmi um að alltaf er tími til að láta draumana ræt- ast. edda@frettabladid.is 24 9. desember 2002 MÁNUDAGUR Dreifing: Rún heildverslun, sími: 568 0656 Söluaðilar: Herra Hafnarfjörður • 66°N • Intersport • Guðsteinn Eyjólfsson Íslenskir Karlmenn • Herrahúsið • Ellingsen • Bjarg, Akranesi • Hjá Siggu Þrastar, Ísafirði • Olíufélag útvegsmanna, Ísafirði • JMJ, Akureyri • Joes Akyreyri • Lækurinn, Neskaupstað • Lónið, Höfn • Verslunin 66, Vestmannaeyjum • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Intersport, Selfossi Svanhildur Sigurðardóttir mynd- listarkona, sem búsett er á Suður-Englandi, var nýlega með einkasýningu í Coningsby-galleríinu í Tottenham í London. Sýningunni var vel tekið og fékk mjög góða umfjöllun í breskum blöðum. Svanhildur er lifandi dæmi um að aldur er engin hindrun. FALLEGIR SKÚLPTÚRAR Ísafjarðarbær ákvað í síðustu viku að kaupa verk af Svanhildi í tilefni af því að 100 ár eru síðan fyrst var sett þar vél í bát. Verkið verður tveir til tveir og hálfur metri á hæð og verður sett upp í bæn- um næsta sumar ef allt gengur að óskum. Sex barna móðir og amma með einkasýningu í London SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Er lífsglaður æringi og hefur náð frábærum árangri í listsköpun sinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.