Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 44

Fréttablaðið - 09.12.2002, Page 44
9. desember 2002 MÁNUDAGUR S M Á R A L I N D s í m i 5 4 4 2 1 4 0 12 82 / T A K T ÍK 2 6. 11 ´0 2 Hnífaparasett Margar tegundir 18/10 GÆÐASTÁL kr. 10.790.- 24 stk. Við björgum því sem bjargað verður H á a l e i t i s b r a u t 5 8 - 6 0 S : 5 5 3 1 3 8 0 JÓLAGJAFIR „Ég fór í Kringluna og sá kastala með Öskubusku og prinsinum sem mig langar dálítið að fá í jólagjöf,“ segir Högna Jónsdóttir, 5 ára. „Mér finnst þessi kastali svo fallegur og skemmtilegur. Það er Barbie- prinsessa í fínum kjól og Barbie- prins í honum en ég þarf ekki að fá hestinn því ég á hest,“ segir Högna, sem leikur sér mikið með Barbie-dúkkur. „Ég vona að pabbi minn hafi keypt kastalann til að gefa mér í jólagjöf en ég er ekki alveg viss hvort hann gerði það.“ ■ HÖGNA JÓNSDÓTTIR Langar í kastala með Öskubusku og prinsinum. GÓÐGERÐARMÁL „Það kom bara fimm þúsund króna ávísun inn um lúguna, matarúttekt í Bónus, og ég var fljótur að kaupa mér eitt og annað til jólanna. Ekki veitir af,“ segir Hreiðar Sigmarsson öryrki. Hreiðar segir ávísunina komna í gegnum Mæðrastyrksnefnd og sé hluti veglegrar gjafar Jóhann- esar í Bónus sem gaf 50 milljónir til nefndarinnar fyrir skömmu. Hluta þeirrar upphæðar sé deilt meðal öryrkja. „Jóhannes í Bónus er þvílíkur höfðingi auk þess sem hann lætur ekki sitja við orðin tóm og hefur staðið fyrir lækkun á verði matvöru. Og svo er hann ofsóttur af þessari íhaldsstjórn sem féflettir okkur öryrkja og ellilífeyrisþega á allan hugsanleg- an og óhugsanlegan hátt,“ segir Hreiðar og vísar meðal annars til vísitöluhækkunar í kjölfar þess að verð á tóbaki og áfengi hækkaði nýverið. Hreiðar segir þetta jafn- framt stórkostlega gjöf sem komi sér mjög vel og líklega fáir sem geri sér grein fyrir því hversu hátt hlutfall fimm þúsund krónur eru af ráðstöfunarfé öryrkja. ■ Jólasveinninn kemur snemma til byggða: Öryrkjar fá 5 þúsund krónur frá Jóhannesi í Bónus HREIÐAR SIGMARSSON Hann efast um að allir geri sér grein fyrir þvílíkur höfðingi Jóhannes í Bónus er. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Öskubuskukastala ÞÓREY BJARNADÓTTIR Loksins getur hún farið að heimsækja ættingja, umgangast afkomendur og ferðast dálítið. Alltaf mætt í vinnu Þórey Bjarnadóttir hefur starfað hjá Happdrætti Háskólans í fimmtíu ár. Hún er tæplega áttræð og ætlar að láta af störfum um áramót. Hún er full eftirvæntingar og hlakkar mjög til að njóta lífsins og ferðast. HAPPDRÆTTISKONAN „Mér reiknast það til að í desember séu fimmtíu ár síðan ég hóf störf hjá Happ- drætti Háskóla Íslands,“ segir Þórey Bjarnadóttir, sem hefur starfað í Kjörgarði frá því húsið opnaði. Þórey varð snemma ekkja eftir Má Ríkharðsson arkitekt og hún segir að ekki hafi verið um annað að ræða en fara út að vinna. „Ég var tæplega þrítug þegar ég byrjaði að vinna hjá Happdrættinu og var fyrst hjá Guðmundi Gamal- íelssyni en fluttist síðar í Kjör- garð. Ég hef kunnað mjög vel við mig í húsinu allar götur frá því það var opnað. Það hefur að vísu ýmis- legt breyst en ætli ég hafi ekki breyst með því,“ segir Þórey og hlær. Mörgum góðum manninum hef- ur Þórey kynnst á þessum fimmtíu árum og til hennar kemur ákveð- inn kjarni sem alltaf endurnýjar miðana sína reglulega um mánaða- mót þrátt fyrir tölvur og internet. „Það er fólk sem vill ekki breyta neinu og treystir því best að mið- inn sé endurnýjaður augliti til auglits við mig. Jú, jú, það kom oft fyrir að ég væri beðin um að geyma miðana og menn stóðu alltaf við að koma og borga. Það hafa aldrei verið nein vandræði í kringum það,“ segir Þórey. Um áramótin ætlar hún að láta af störfum og segist hún hlakka mikið til. „Ég hef alltaf mætt í vinnuna nema í þau fáu skipti sem ég hef fengið flensu. Mér finnst því kominn tími til að ég fari að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfa mig.“ Þórey er ekki í vafa um að gam- an verði að eiga tíma fyrir sig og óttast ekki leiðindi á daginn. „Jú, víst verða þetta viðbrigði, en ég hef lengi hlakkað til að geta verið meira með afkomendum mínum. Börnin mín eru orðin hálfgerð gamalmenni eins og ég því ég var svo ung þegar ég átti þau.“ Þórey hefur einnig hugsað sér að ferðast í ellinni og heimsækja ættingja. „Ég veit að það verður gaman og er full tilhlökkunar þó vissulega eigi ég eftir að sakna allra þeirra góðu kvenna sem eru hér í húsinu. En ég get þá bara komið í heim- sókn ef söknuðurinn sækir á mig.“ bergljot@frettabladid.is Forðum börnunum okkar frá eiturlyfjum – við getum haft áhrif ! Mánudaginn 9. desember kl. 16-18 verður haldin í Norræna húsinu ráðstefna sem ber yfirskriftina: Forðum börnunum okkar frá eiturlyfjum – við getum haft áhrif. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Dagskrá: Ávarp: Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Erindi og fyrirlesarar eru eftirfarandi: 1. Forðum börnum okkar frá eiturlyfjum – við getum haft áhrif. – Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor. 2. Forvarnir á meðgöngu og fyrstu ár nýja barnsins. – Hulda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, sérgrein sállækningar. 3. EGO – vertu þú sjálfur – Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Geðræktar. 4. Meðferðarúrræði Götusmiðjunnar – Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi og framkvæmdastjóri Götusmiðjunnar Pallborðsumræður: Stjórnandi Jónína Bjartmarz, þingmaður og formaður Heimilis og skóla. Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.