Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2002, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 09.12.2002, Qupperneq 45
MÁNUDAGUR 9. desember 2002 Startpakkinn - allt sem til þarf Hver býður betur? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 91 41 10 /2 00 2 ADSL mótald • Stofngjald Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Tilboð 1. Nokia 3310 á 9.900 kr. Með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 Venjulegt verð 14.900 kr. 9.900 kr. Tilboð 2. islandssimi.is Hringdu strax í síma 800 1111 eða komdu í verslun okkar í Kringlunni. Hvað ætlar þú að hafa í jólamatinn? Kemur á óvart JÓLAMATUR Sigurður H. Richter og konan hans hafa verið hjá börnun- um sínum á aðfangadagskvöld undanfarin þrjú ár og verða það einnig að þessu sinni. „Við fáum engu um það ráðið hvað verður á boðstólum en áður fyrr vorum við alltaf með hamborgarhrygg. Við bjuggum úti í Danmörku fyrir 30 árum og þar komumst við á bragð- ið,“ segir Sigurður. Þá höfðu þau hamborgarhrygginn oft í matinn á sunnudögum eins og tíðkaðist á mörgum dönskum heimilum. „Við bjóðum svo börnunum og fjöl- skyldum þeirra til okkar á jóladag í hangikjöt og bayonneskinku.“ ■ 15 dagar til jóla JÓLAPÓSTUR Nú fer hver að verða síðastur að senda böggla og bréf til útlanda sem berast eiga fyrir jólin. Þeir sem ekki eru byrjað- ir að kaupa gjafir eða skrifa kort ættu því að fara að hugsa sinn gang. En þeir sem hafa verið forsjálir og eru búnir að öllu saman geta not- að daginn til að fara í gegnum gamla jólaskrautið svo hægt sé að gera við og endurnýja það sem er orðið lúið. ■ SIGURÐUR H. RICHTER Er hjá börnunum á aðfangadag. Krakkar í Neðra-Breiðholti: Dönsuðu í kringum jólatréð JÓLIN Krakkarnir í leikskólunum Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg í Neðra- Breiðholti héldu jólahátíð í göngugötunni í Mjódd í gær. Undanfarna daga hafa þau verið að skreyta jólatré í Mjóddinni með skrauti sem þau gerðu sjálf. Í gær lögðu þau síðan lokahönd á verkið og fögnuðu því með viðeigandi hætti. Dönsuðu þau í kringum jólatréð og jólasveinarnir heilsuðu síðan upp á börnin. ■ SKRÝTINN JÓLASVEINN Börn af leikskólum í Neðra- Breiðholti hittu jólasveininn í Mjóddinni fyrir helgi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.