Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2002, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.12.2002, Qupperneq 6
6 16. desember 2002 MÁNUDAGUR LEIÐRÉTTING VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Nú er ljóst að endanleg undir- skrift vegna sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum frestast. Hversu mikið á S-hópurinn að greiða fyrir hlutabréfin? Dómsmálaráðherra hefur kynnt frumvarp um hertar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Hver verður þyngsta refsing fyrir verstu brotin? Þorp á Indlandi er nefnt eftir bandarískum forseta. Hvað heitir það? ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8.433,7 -1,2% Nasdaq: 1.362,4 -2,7% FTSE: 3.878,1 -1,5% DAX: 3.320,9 +0,5% Nikkei: 8.516,1 -2,2% S&P: 889,5 -1,3% Kópavogslögregla: Elti uppi tvo stúta LÖGREGLUFRÉTT Lögreglan í Kópa- vogi veitti tveimur ökumönnum eftirför eftir að þeir virtu ekki stöðvunarmerki aðfaranótt sunnu- dagsins. Kópavogslögreglan stóð fyrir umfangsmiklu umferðareft- irliti á Hafnarfjarðarvegi og stöðv- aði fjölmarga ökumenn. Tveir öku- menn hertu hins vegar á hraðanum þegar lögregla gaf þeim merki um að stöðva. Veitti lögreglan þeim eftirför og náðust þeir fljótlega. Í ljós kom að ökumennirnir voru báðir ölvaðir. Mikill erill var hjá lögreglunni í Kópavogi vegna ölvunar í heima- húsum. ■ Fylkjakosningar í Indlandi: Þjóðernis- sinnar sigra INDLAND, AP Flokkur þjóðernissinn- aðra hindúa vann mikinn meiri- hluta í fylkjakosningum í Vestur- Indlandi en flokkurinn fékk um tvo þriðju atkvæða. Stjórnmála- spekingar hafa áhyggjur af því að þessi stóri kosningasigur eigi eftir að hafa áhrif á þingkosningar í Indlandi sem eru eftir tvö ár. Ef flokkurinn vinnur sigur í þeim kosningum verður brotið blað í stjórnmálasögu Indlands, en um- burðarlyndi í trúarmálum hefur verið í hávegum haft síðan sjálf- stæðishetjan Mohandas Gandhi var á lífi. ■ FERÐAMÁL Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í október- mánuði voru færri en árið 2001. Í október síðastliðnum töldust gistinætur vera 40.010 en árið 2001 voru þær 45.153, sem telst um 11% samdráttur milli ára. Athygli vekur þó að fjöldi ís- lenskra hótelgesta á höfuðborgar- svæðinu eykst lítillega á þessu tímabili, eða um rúm 3%. Þá fækkar gistinóttum vegna útlend- inga um rúm 13%. Gistinóttum fækkaði á Suður- nesjum, Vesturlandi og Vestfjörð- um um 12%. Þar voru gistinætur 4.569 í október síðastliðnum en árið á undan voru þær 5.182. Þess ber að geta að gististöðum í þess- um landshluta fækkaði um einn og rúmum um 42. Sama þróun átti sér stað á Norðurlandi vestra og eystra. Þar fækkaði gistinóttum um tæp 8% milli ára. Árið 2001 voru gistinæt- urnar 3.761 en í október síðast- liðnum voru þær 3.466. Hótelum á Norðurlandi hefur fjölgað um eitt á tímabilinu og rúmum um 105. Á Suðurlandi er þróunin önnur. Eins og flesta aðra mánuði ársins fjölgaði gistinóttum milli ára. Þær voru 3.776 í ágúst 2001 en töldust 5.056 í október sl., en það er aukn- ing um tæp 34%. Fjölgunin á bæði við um íslenska og erlenda hótel- gesti. Geta má þess að á Suður- landi fjölgar gististöðum um 4 á milli ára og rúmum um 303. Þar sem skil á gistiskýrslum hafa ekki verið nægjanleg fyrir Austurland birtir Hagstofan ekki tölur fyrir þann landshluta. ■ SIGURVEGARAR FAGNA Leiðtogi þjóðernissinna, Narendra Modi, fagnar fylgismönnum sínum eftir að flokk- ur hans vann stórsigur í fylkjakosningum. STJÓRNMÁL „Það er augljóst að ef samningaviðræður eru á við- kvæmu stigi þegar kosningar eru þá er það mjög erfitt mál,“ segir Sigríður Anna Þórðardótt- ir, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, um viðræður við Evrópusambandið um stækk- un evrópska efnahagssvæðisins. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefur lýst því yfir að viðræðurnar geti dregist fram undir kosningar og reynst erfitt við slíkar aðstæður að taka af- stöðu til niðurstaðna þeirra. Sigríður Anna segir að það ætti að koma fljótlega í ljós hvort um mjög erfiðar viðræður verði að ræða. Sjálf gerir hún ráð fyrir að svo verði en segir að það þurfi ekki að vera verra þó það reyni á samningamenn Íslands. Þeir hafi staðist harðar atlögur áður. ■ Samningaviðræður við ESB: Gæti orðið mjög erfitt SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Pólverjar þurftu að hafa fyrir því að ná sínu fram gegn ESB og sama gildir um Íslendinga. HEILBRIGÐISMÁL Framkvæmdastjóri og stjórnendur Heilbrigðisstofnun- ar Suðurnesja hafa undanfarið átt viðræður við fulltrúa heilsugæslu- læknanna sem sögðu upp störfum við stofnunina 1. nóvember síðast- liðinn. Viðræðurnar hafa reynst ár- angurslausar og segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóra að strandað hafi á kröfum læknanna, meðal annars um að fá aksturstíma til og frá vinnustað metinn til vinnutím- ans og kröfu um viðbótarlauna- flokka. Stjórnendur HSS telja sig ekki hafa lagalegan grundvöll til að semja um sérkjör af þessu tagi við læknana sem sögðu upp störfum sínum 1. nóvember síðastliðinn og hefur þessi túlkun verið staðfest af heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Stjórnendur HSS hafa boðið öll- um læknunum sem sögðu upp störfum kjör sem eru í fullu sam- ræmi við nýlegan úrskurð kjara- nefndar um laun heilsugæslu- lækna. Ljóst er að þessi niðurstaða hefur í för með sér að áfram verður tímabundin röskun á starfsemi heilsugæslunnar á svæðinu. Tekið skal fram að heil- brigðisstarfsmenn sem starfandi eru á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja munu áfram reyna að leysa úr vanda þeirra sjúklinga sem leita til HSS. Læknarnir sem létu af störfum og hafa leitað endurráðningar segj- ast þess fullvissir að skilaboð hafi komið frá heilbrigðisráðneytinu um að svona skuli staðið að málum og staðfesti Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra það. „Það er alveg ljóst að ráðuneytið er bundið af úr- skurði Kjaranefndar og Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja hefur ekki heimild til að semja umfram það. Ef læknarnir hefðu ekki sagt upp hefði þurft að skoða þá samninga sem þeir voru á því í raun og veru var mönnum mismunað með þeim samningum. Fyrirmælin frá ráðu- neytinu til allra eru að fylgja úr- skurðinum og það hefði aldrei gengið að læknar á Suðurnesjum væru á öðrum kjörum en aðrir læknar.“ Jón segist ekki trúa öðru en hægt verði að ráða nýja lækna í störf í Reykjanesbæ; um sé að ræða stórt byggðarlag og hann viti ekki annað en bæjaryfirvöld séu tilbúin til að hliðra til með húsnæði fyrir þá sem ráðnir verði. bergljot@frettabladid.is Trúi ekki öðru en hægt verði að ráða lækna Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir það skýr skilaboð frá ráðuneytinu að ráða ekki lækna á öðrum kjörum en úrskurður Kjaranefndar segi til um. Aðeins tveir læknar við störf nú og bið á að fleiri komi til starfa. HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri getur ekki hunsað fyrirmæli úr ráðuneytinu og ráðið læknanna að nýju á sömu kjörum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Gistinóttum fjölgar um 34% á Suðurlandi: Samdráttur hjá hótelum á höfuð- borgarsvæðinu HÓTEL BORG Um 11% samdráttur var á gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu í október miðað við sama tíma í fyrra. Flugslysanefnd: Breytingar í aðsigi Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hyggst leggja fram frum- varp um grundvallarbreytingar á Rannsóknarnefnd flugslysa. Meðal breytinga er að nefndar- mönnum verður fækkað úr fimm í þrjá. Skipa á forstöðumann sem jafnframt er rannsóknarstjóri. Gera á auknar hæfnis- og hæfis- kröfur til hans. Heimild verður til að fela öðru ríki að annast rannsóknir. Ráð- herra getur falið nefndinni verk- efni þó ekki hafi orðið slys og beð- ið um nánari rannsókn slysa. Almennt þagnarskylduákvæði er tekið upp. Ljúka má málum með yfirlýsingu í stað skýrslu. ■ Í frétt blaðsins um málefni Byrgisins á laugardag var farið rangt með að Byrgið hefði ekki fengið framlag á fjárlögum ársins 2003. Hið rétta er að það fékk 12.7 milljónir sem dugar þó skammt. Forsvarsmenn hafa því óskað eft- ir að fá viðbótarframlag á fjár- aukalögum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.