Fréttablaðið - 16.12.2002, Síða 15

Fréttablaðið - 16.12.2002, Síða 15
MÁNUDAGUR 16. desember 2002 Selfoss: Milljón í hjólabretti UMBÆTUR Íþrótta- og tómstunda- ráð Árborgar hefur lagt til að veitt verði milljón til gerðar hjólabrettaaðstöðu í bænum og gert ráð fyrir því fjárframlagi í fjárhagsáætlun bæjarins á næsta ári. Hugmyndin er að hjólabretta- aðstöðunni verði komið upp á svæði sundlaugarinnar í bænum en hún hefur tekið stakkaskipt- um til hins betra á síðustu árum og þá sérstaklega útisvæðið. Mikill hjólabrettaáhugi mun vera á Selfossi og full þörf á að- stöðu fyrir þá fjölmörgu bæjar- búa sem stunda íþróttina. ■ Deilt um tryggingafé: Ekkjan fær dánarbætur DÓMSMÁL Eftirlifandi eiginkona manns sem lést fyrir tveimur árum á að fá greidda út líftryggingu sem maðurinn keypti árið 1993, ári áður en fólkið gekk í hjónaband. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Maðurinn hafði tiltekið nánustu vandamenn sem viðtakendur dán- arbótanna þegar hann keypti trygginguna. Það þýðir að maki, ef einhver er, fær bæturnar við frá- fall. Þrjú börn mannsins, sem hann átti áður en hann kynntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, gerðu einnig tilkall til tryggingarfjárins, 7,2 milljóna króna. Þau fá ekkert. ■ Vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlan 4-12 • s. 533 1322 Disney jólasokkar Syngjandi jólasokkur verð kr. 1.790,- BÍLVELTA VIÐ LAUGARVATN Bíll valt ofan Laugardalshóla í ná- grenni Laugarvatns á laugardags- morgun. Einn maðurinn var flutt- ur á sjúkrahús en hinir tveir sem í bílnum voru sluppu. Allir voru í bílbeltum. 600 ÖKUMENN STÖÐVAÐIR Lög- reglan í Reykjavík stöðvaði sex hundruð ökumenn við Litluhlíð á Bústaðarvegi frá hálf tólf síðasta föstudagskvöld til klukkan hálf tvö um nóttina. Einn ökumaður reyndist ölvaður og tveir réttind- arlausir. Segir lögregla það ekki hátt hlutfall miðað við þann fjöl- da sem var stöðvaður. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.