Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2002, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 16.12.2002, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 16. desember 2002 K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Notu› atvinnutæki  og fólksbílar Smelltu flér á sölutorgi›! Á vef Glitnis er a› finna til sölu: Nota›a fólksbíla og atvinnutæki s.s. atvinnubifrei›ar, vinnuvélar, i›na›arvélar, skrifstofu- og tölvubúna›. fiar eru ítarlegar uppl‡singar og myndir, auk fless sem hægt er a› reikna út grei›slubyr›i lána og senda tilbo›.   Kíktu á www.glitnir.is og sko›a›u frambo›i›! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA FÓLK Leikarinn Leonard Nimoy, sem flestir þekkja best í hlut- verki herra Spock í Star Trek, hefur ákveðið að gefa leiklistar- feril sinn upp á bátinn. Hann seg- ist einfaldlega hafa fengið sig fullsaddan af því að gera kvik- myndir. Nimoy ætlar að reyna fyrir sér sem ljósmyndari og vonast til þess að geta gert listina að at- vinnu sinni. „Ég ætla ekki að taka að mér vinnu sem heldur mér fjarri heimili mínu í langan tíma, líf mitt er of gott,“ sagði hann í viðtali. „Það er búið að bjóða mér fjöldann allan af hlutverkum en ég hef vísað þeim frá mér. Um- boðsmaður minn veit að það þýð- ir ekkert að bjóða mér neitt sem tekur meira en einn til tvo daga að vinna. Ég er ekki reiðubúinn að ferðast nema hægt sé að sam- eina það minni eigin ferðaáætl- unum. Ljósmyndun gefur mér út- rás á sköpunargáfu mína.“ Nimoy segist gera sér fulla grein fyrir því að ákvörðun hans muni valda Star Trek-aðdáendum vonbrigðum. Hann segist þó vera orðinn gjörsamlega óþarfur í Star Trek-heiminum. „Ég hef ekki leikið í Star Trek-mynd síð- an 1990. Ég frétti stundum af því að sumir þeirra vonist til þess að sjá Spock aftur. En hann er ein- hvers staðar djúpt inni í keisara- veldi Klingóna í njósnaleið- angri,“ gantast hann að lokum. ■ Leikarinn Leonard Nimoy: Herra Spock hættur að leika SPOCK Hélt ró sinni í gegnum öll ævintýri hans og Kirks kafteins. Það að deyja og lifna við aftur hafði ekki einu sinni mikil áhrif á skap hans. KVIKMYNDIR Yfirvöld í Norður- Kóreu hafa krafist þess að sýn- ingum á nýjustu James Bond- myndinni, Die Another Day, verði hætt hið snarasta um allan heim þar sem hún sé móðgun við kóresku þjóðina. Að sögn komm- únistastjórnarinnar reyna fram- leiðendur myndarinnar að draga upp slæma mynd af landinu. Þau segja stjórnvöld í Bandaríkjun- um eiga sök á öllu því slæma sem þjóðin hefur þurft að þola og að þau séu „keisaraveldi hins illa.“ Í tuttugustu myndinni um njósnara hennar hátignar berst Bond, leikinn af Pierce Brosnan, við demantasmyglara og vondan ofursta í norður-kóreska hernum sem hyggur á heimsyfirráð. Í byrjun myndarinnar er Bond tekinn höndum af hermönnum í Norður-Kóreu og pyntaður í marga mánuði áður en hann er framseldur til Suður-Kóreu í skiptum fyrir glæpamann. Kommúnistastjórnin í Norð- ur-Kóreu tekur tvö atriði úr myndinni sem dæmi. Í hinu fyrra sést hvar bóndi beitir beljum til að plægja akur og að mati stjórn- arinnar er það gert til að láta landið líta út fyrir að vera frum- stætt. Síðara atriðið er þegar Bond nýtur ásta í búddísku hofi. Að sögn kommúnistastjórnarinnar er það gert til að vekja upp óhug og reiði í landinu. „Bandaríkin eru höfuðstöðvar þess ofbeldis- og klámefnis sem dreift er um allan heim,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá kommúnistastjórninni. Samband Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hefur verið afar slæmt að undanförnu. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kalllaði andstæðinga sína í austri „öxulveldi hins illa“ ásamt Íran og Írak. Fyrir stuttu viður- kenndu yfirvöld í Norður-Kóreu að þau stæðu að framleiðslu kjarnavopna og var það ekki til þess að bæta sambandið. ■ Vilja banna Bond um allan heim Njósnari hennar hátignar veldur usla í Norður-Kóreu. Ímynd Norður-Kóreu er slæm í myndinni og móðgun við þjóðina, segir kommúnistastjórnin. Vill banna myndina um allan heim. Kallar Bandaríkin „keisaraveldi hins illa“. Í NORÐUR-KÓREU James Bond berst við illan ofursta í Norður-Kóreu í nýjustu mynd sinni. Yfirvöld í Norður- Kóreu eru afar ósátt við myndina og segja hana gefa landinu slæma mynd og vera móðg- un við þjóðina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.