Fréttablaðið - 16.12.2002, Page 40

Fréttablaðið - 16.12.2002, Page 40
16. desember 2002 MÁNUDAGUR HERFERÐ „Ég veiktist af sjaldgæf- um gigtarsjúkdómi og þurfti að hætta að vinna. Í stað þess að liggja og vorkenna sjálfri mér þá ákvað ég að skrifa bók,“ svarar Íris Aníta Hafsteinsdóttir rithöf- undur aðspurð um tilurð bókar- innar Ekki segja frá sem kom út fyrir stuttu. Í fyrstu ætlaði Íris að skrifa skáldsögu. Svo í samtali við vinkonur sínar fékk Íris þá hug- mynd að skrifa bók um heimilis- og kynferðisofbeldi. Hún byggir sögu sína á reynslu fjögurra kvenna sem allar hafa upplifað misnotkun eða heimilisofbeldi af einhverri gerð. Sögur þeirra eru fléttaðar saman í aðalsögupersón- unni Sögu. „Bókin er skrifuð í þeim tilgangi að gefa fólki sýn inn í þennan raunveruleika, því þrátt fyrir mikla umfjöllun í fjölmiðl- um undanfarið fær fólk mjög tak- markaða sýn á þennan heim,“ seg- ir Íris. Hún segir jafnvel fordóma ríkja gagnvart þolendum heimil- isofbeldis. „Fólk spyr bara af hverju viðkomandi losi sig ekki úr sambandinu í stað þess að spyrja sig hvers vegna gerandinn beitir ofbeldi.“ Bókin virðist virka á réttan hátt því Íris hefur orðið vitni að hugarfarsbreytingum hjá fólki sem hún þekkir og hefur les- ið bókina. Í framhaldi af bókinni ákváð Íris ásamt vinkonum sínum að setja af stað herferð gegn heimil- is- og kynferðisofbeldi sem ýtt var úr vör í lok september síðast- liðins og hægt er að kynna sér á vefslóðinni www.herferdin.tk. „Í fyrstu átti herferðin að standa fram í lok desember með fyrir- lestrum víða um land. Hins vegar hafa viðtökur samtaka, yfirvalda og almennings verið slíkar að við ákváðum að útvíkka hugmynd- ina,“ útskýrir Íris. „Helsta mark- miðið er að fræða krakka, ung- linga, fólk sem starfar med þeim sem og almenning allan um heim- ilis- og kynferðisofbeldi, hvernig bregðast eigi við því og sjá hættu- merkin.“ hafsteinn@frettabladid.is MÁLVERK Nú geta þeir ferðalangar sem renna í gegnum Schiphol- flugvöllinn í Amsterdam tekið sér andartaks pásu og notið málverka eftir hollenska meistara. Hol- lenski krónprinsinn Willem-Alex- ander opnaði lítið safn á flugvell- inum í vikunni þar sem meðal annars má sjá málverk eftir Rembrandt sjálfan sem hann mál- aði af eiginkonu sinni Saskia. Meðal annarra verka, sem öll eru í eigu Rijksmuseum, ríkissafnsins í Amsterdam, eru málverk eftir Jan Steen. Óvíst var um tíma hvort af opnuninni yrði í kjölfar þjófnaðar á tveim Van Gogh-málverkum úr Van Gogh-safninu í Amsterdam um síðustu helgi. Þeir þjófar eru enn ófundnir og er hollensk lög- regla agndofa yfir því hvernig þeim tókst verknaðurinn í svo vel vörðu safni. Talsmenn Rijksmuse- um eru þess vissir að verkin á Schiphol séu örugg með hefð- bundinni sólarhringsgæslu ofan á þá gæslu sem flugvellir hafa yfir að búa. ■ Fordómar gagnvart þolendum ofbeldis Umræða um heimilis- og kynferðisofbeldi er stöðugt að verða opnari. Í bók sinni Ekki segja frá veitir Íris Aníta Hafsteinsdóttir fólki sýn á þann ömurlega raunveruleika sem sumir þurfa að búa við. ÍRIS ANÍTA HAFSTEINSDÓTTIR Herferð Írisar og vinkvenna hennar átti í fyrstu aðeins að standa í tvo mánuði en hefur nú öðlast eigið líf. Málverkasafn á Schiphol: Rembrandt á flugvellinum MÁLVERK EFTIR REMBRANDT Þetta málverk er eitt af tíu sem hanga í Schiphol-safninu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir starfsárið 2003 til 2004. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar, á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík ásamt meðmælum a.m.k. 100 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 vara- menn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðar- mannaráðs rennur út kl. 17:00 fimmtudaginn 16. janúar 2003. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.