Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Síða 11

Læknablaðið - okt. 2019, Síða 11
LÆKNAblaðið 2019/105 427 R A N N S Ó K N Inngangur Haustið 2008 féllu íslensku bankarnir og í kjölfarið fylgdi efnahags­ kreppa á Íslandi. Henni fylgdu efnahagslegir erfiðleikar hjá mörg­ um, atvinnuleysi jókst og rétt tæplega helmingur íslenskra heimila taldi sig eiga í fjárhagsvandræðum.1,2 Rannsóknir um áhrif slíkrar kreppu á heilsu eru ekki samhljóma.3 Íslenskar rannsóknir sýndu að strax í kjölfar hrunsins urðu breytingar á komum á Hjartagátt en vikuna sem bankarnir féllu varð 41% aukning á komum kvenna miðað við vikurnar fjórar þar á undan og tæplega 80% aukn­ ing varð á komum vegna vísbendinga um kransæðasjúkdóma. Engin marktæk aukning varð á komum karla á Hjartagátt á sama tímabili.4 Í Evrópu og Norður­Ameríku hafa rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfsvíga eftir efnahagshrun, meira hjá körlum en konum.5,6 Á Íslandi lækkaði hins vegar tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfskaða hjá báðum kynjum í kjölfar hrunsins.7 Það er vel þekkt að lyfjanotkun hér á landi er meiri en á hin­ um Norðurlöndunum og árlegar skýrslur Norrænu heilbrigðistöl­ fræðinefndarinnar (NOMESCO) um lyfjanotkun á Norðurlöndum sýna að notkun þunglyndislyfja, róandi lyfja og svefnlyfja er hlut­ fallslega mest á Íslandi.8­10 Árið 2016 var hlutfallsleg notkun þunglyndislyfja 143% meiri á Íslandi en í Noregi og 43% meiri en í Svíþjóð.9,11 Þá er notkun þunglyndislyfja meiri hér á landi en í öllum öðrum OECD­ríkj­ um.12 Stærstur hluti þeirra þunglyndislyfja sem ávísað er á Íslandi tilheyrir flokki sértækra serótónín­endurupptökuhemla (SSRI) og stór hluti fjölgunar á ávísunum á þunglyndislyf skýrist af fjölgun ávísana á þau lyf.9,13 Notendur SSRI­lyfja eru um 50­100% fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.14 Úttekt Embættis landlækn­ Ávísanir á þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf hjá ungu fólki fyrir og eftir bankahrun Þversniðsrannsókn í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Á G R I P BAKGRUNNUR Haustið 2008 var efnahagskreppa hér á landi og hafa rannsóknir sýnt fram á bæði fjárhagslegar og heilsutengdar afleiðingar. Einnig er vel þekkt að lyfjanotkun hér á landi hefur verið meiri en á Norð- urlöndunum og á það meðal annars við um þunglyndis-, róandi og svefnlyf. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þróun ávísana á ofangreind lyf í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016 hjá einstaklingum 18-35 ára. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til allra ávísana á þunglyndis-, róandi og svefnlyf hjá 18-35 ára skjólstæðingum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins á tímabilinu 2006-2016. Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu í aldurshópnum var um 55.000 á tímabilinu. Gögn voru fengin úr „Sögu“, rafrænu sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar, fyrir tæplega 23.000 einstaklinga. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu fjölgaði ávísuðum dagsskömmtum róandi lyfja að meðaltali um 3,0% (p<0,001) milli ára, svefnlyfja um 1,6% (p<0,001) og þunglyndislyfja um 10,5% (p<0,001). Frá 2008-2009 fjölgaði ávísuðum dagsskömmtum róandi lyfja um 22,7% (p<0,001), þar af um 12,9% (p<0,001) hjá konum og 39,5% (p<0,001) hjá körlum. Af þeim körlum sem fengu ávísað róandi lyfjum árið 2009 höfðu 35% þeirra ekki fengið ávísað lyfjunum árið áður. Frá 2006- 2008 var að meðaltali 13,6% (p<0,001) aukning á milli ára í útskrif- uðum dagsskömmtum svefnlyfja, þar af 24,4% (p<0,001) aukning hjá körlum og 7,8% (p<0,001) hjá konum. ÁLYKTANIR Rannsóknin sýnir auknar ávísanir á svefnlyf og róandi lyf í aðdraganda efnahagshrunsins, sérstaklega til karla. Á sama tíma sést ekki samskonar aukning á ávísuðu magni þunglyndislyfja sem bendir til þess að skammvirkum fljótvirkum lyfjum hafi verið ávísað í tengslum við erfiðar persónulegar aðstæður í kringum hrunið. Árni Arnarson1 læknanemi Jón Steinar Jónsson1,2,3 læknir Margrét Ólafía Tómasdóttir1,2 læknir Emil Lárus Sigurðsson1,2,3 læknir 1Heimilislæknisfræði, læknadeild Háskóla Íslands, 2Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 3Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Fyrirspurnum svarar Emil Lárus Sigurðsson, emilsig@hi.is is á ávísanir á þunglyndislyf frá 2012­2016 sýndi mikla fjölgun not­ enda. Yngri notendum fjölgaði mest á tímabilinu og í hópi 15­19 ára voru þeir 62,2% fleiri árið 2016 en árið 2012. Hlutfall notenda jókst með hækkandi aldri og var mest hjá eldra fólki.13 Önnur út­ tekt Embættis landlæknis á notkun þunglyndislyfja benti til þess að auk þess sem notendum hafi fjölgað séu stærri skammtar gefnir eða einstaklingar noti lyfin lengur.15 Óljóst er hvort algengi þung­ lyndis í almennu þýði hér á landi sé meira en annars staðar, en í yfirlitsgrein frá Embætti landlæknis kemur fram að samkvæmt erlendum rannsóknum sé algengið talið vera um 15%.14

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.