Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Oct 2019, Page 12

Læknablaðið - Oct 2019, Page 12
428 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N Notkun róandi og kvíðastillandi lyfja er einnig hlutfallslega meiri hér á landi en í nágrannalöndum.9,16 Þar sem lyfin eru ávana­ bindandi er ávísun og notkun þeirra til langs tíma sérstakt við­ fangsefni. Árin 2012 og 2013 fækkaði í fyrsta skipti frá því skrán­ ing hófst einstaklingum sem fengu ávísað róandi lyfjum en ávísað magn hefur nokkurn veginn staðið í stað. Athygli vakti að full­ orðnum einstaklingum sem fengu ávísað þessum lyfjum fækk­ aði en á móti fjölgaði börnum og ungmennum sem fengu ávísað lyfjunum.17 Notkun svefnlyfja er, rétt eins og notkun þunglyndislyfja og róandi lyfja, hlutfallslega meiri hér á landi en á hinum Norður­ löndunum. Árið 2016 var ávísað 68,4 DDD/1000 íbúa/dag hérlendis miðað við 49,7 í Svíþjóð sem kom næst og 14,3 í Danmörku þar sem notkunin var minnst.9,18 Fleiri konur en karlar fá ávísað þess­ um lyfjum. Þrátt fyrir þessa miklu notkun hafði dregið úr henni frá 2012­2014 um 5,2% meðal karla og 5,5% meðal kvenna.19 Mikil notkun svefnlyfja hér á landi miðað við hin Norðurlöndin er aðal­ lega talin skýrast af fleiri notendum frekar en stærri lyfjaskömmt­ um.10 Þá hafa rannsóknir sýnt að algengi svefntruflana og notkun svefnlyfja eykst með hækkandi aldri.20 Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þróun ávísana á þung­ lyndislyf, róandi lyf og svefnlyf hjá skjólstæðingum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á aldrinum 18­35 ára frá árinu 2006, tæplega þremur árum fyrir efnahagshrun, til og með ársins 2016. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem náði til 11 ára tímabils frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2016. Skoðaðar voru ávísanir á þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf hjá HH til einstak­ linga 18­35 ára en HH rekur 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgar­ svæðinu og þjónustar yfir 55.000 einstaklinga á þessu aldursbili. Upplýsinga var aflað úr rafrænu sjúkraskrárkerfi HH, „Sögu“, og leitað að sjúklingum 18­35 ára sem höfðu fengið ávísað að minnsta kosti einu lyfi úr ATC­flokki þunglyndis­ (N06A), róandi (N05B) eða svefnlyfja (N05C). Í flokki þunglyndislyfja eru 5 undir­ flokkar. Þær breytur sem notaðar voru við rannsóknina eru eftir­ farandi fyrir hvern einstakling: aldur, kyn, árlegur fjöldi lyfjaávís­ ana í hverjum flokki og undirflokki ofangreindra lyfja (8 breytur fyrir hvert ár), árlegur DDD (defined daily dose, skilgreindur sól­ arhringsskammtur) í hverjum flokki og undirflokki ofangreindra lyfja (8 breytur fyrir hvert ár). Tölur um íbúafjölda einstaklinga 18­35 ára á höfuðborgarsvæð­ inu (Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði, Sveitarfélaginu Álftanesi og Mosfellsbæ) voru fengnar á heima­ síðu Hagstofu Íslands. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað SPSS útgáfa 24 og RStudio útgáfa 1.1.419. Einföld lýsandi tölfræði var unnin í SPSS og niður­ stöður fluttar í Microsoft Excel útgáfu 16.12 þar sem gerðar voru töflur og myndir. Í RStudio var gerð Poisson­aðhvarfsgreining til að skoða breytingar milli ára, en í líkaninu er gert ráð fyrir mannfjöldabreytingum. Tölfræðileg marktæknimörk voru sett við p­gildi <0,05. Vísindasiðanefnd samþykkti framkvæmd rannsóknarinnar (VSN­18­007). Persónuvernd gerði ekki athugasemdir við leyfis­ veitingu nefndarinnar. Einnig fékkst leyfi frá vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands, dagsett 8. janúar 2018. Tafla I. Fjöldi einstaklinga, ávísana og DDD frá 2006 til 2016. Einstaklingar 18-35 ára sem fengu ávísað þunglyndislyfjum, róandi lyfjum og svefnlyfjum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Breyting frá 2006- 2016 [%] Róandi lyf (N05B) Einstaklingar 946 1012 1137 1073 1120 1228 1331 1378 1389 1613 1654 74,8 Ávísanir 2465 2821 3148 3298 3138 3183 3265 3365 3776 4099 4313 75,0 DDD 40.642 46.449 50.341 60.077 55.598 51.839 53.850 52.303 61.339 62.303 68.549 68,7 Svefnlyf (N05C) Einstaklingar 1045 1074 1104 1127 1181 1188 1123 1066 990 1014 1038 -0,7 Ávísanir 3384 3896 4414 4291 4694 4473 4124 3908 3804 3856 3993 18,0 DDD 79.520 96.165 111.475 109.686 119.020 112.534 106.309 112.950 113.045 113.230 119.554 50,3 Þunglyndislyf (N06A) Einstaklingar 2866 3003 3006 2890 3080 3163 3470 4004 4292 4893 5355 86,8 Ávísanir 12.501 13.494 13.881 10.342 9676 9774 10.487 12.546 13.605 15.746 17.666 41,3 DDD 695.035 779.293 812.354 881.784 930.432 1.006.774 1.110.605 1.348.337 1.480.295 1.712.854 1.977.460 184,5 DDD - defined daily dose = skilgreindur dagsskammtur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.