Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 32

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 32
448 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T aka út af framkvæmdasvæðinu. Þetta hefur verið mjög lítið notað hér á landi en full ástæða er að gera þetta þar sem eru stórar fram­ kvæmdir inni í eldri hverfum. Dæmi um þetta má sjá á mynd 3. Mælingar á loftmengun á Íslandi Mælingar á loftmengun á Íslandi hófust árið 1968 í nágrenni ál­ versins í Straumsvík. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1986 sem mælingar hófust á loftmengun frá bílaumferð þegar sett var upp mælistöð við Miklatorg í Reykjavík. Áður en þær mælingar hófust var það trú margra að loftmengun væri bara eitthvað sem væri í útlöndum. Fyrstu niðurstöður mælinga við Miklatorg sýndu hins vegar að það gátu komið dagar þar sem svifryksmengun var umtalsverð. Mælingar við Miklatorg opnuðu augu yfirvalda fyr­ ir mikilvægi þess að safna frekari upplýsingum og árið 1990 var gangsett í Reykjavík fyrsta sjálfvirka loftgæðamælistöðin. Vöktun á loftgæðum hér á landi hefur eflst á undanförnum árum og bæði mælistöðum og þeim efnum sem mæld eru hefur fjölgað. Heildarfjöldi mælistöðva á Íslandi í upphafi árs 2017 var 36 alls og staðsetningu þeirra má sjá á mynd 4 og mynd 5. Staðsetn­ ing tækjanna ræðst af uppsprettum mengunar. Í lok árs 2017 gaf umhverfis­ og auðlindaráðuneyti út „Áætlun um loftgæði á Íslandi 2018­2019 ­ Hreint loft til framtíðar“. Í áætl­ uninni eru sett fram þrjú markmið með röð aðgerða til að stuðla að loftgæðum og heilnæmu umhverfi í landinu. Ein af mörgum aðgerðum með aðkomu Umhverfisstofnunar er að stofnunin komi á laggirnar loftgæðaupplýsingakerfi til að tryggja aðgengi almennings og haghafa að upplýsingum um loftgæði í landinu.4 Þetta á að auðvelda mat á loftgæðum á Íslandi. Umhverfisstofn­ un hefur nú þegar innleitt alhliða loftgæðaupplýsingakerfi sem ber heitið Airviro. Þetta yfirgripsmikla kerfi er notað til að vinna með gögn í formi tímaraða (loftmengunarmælingar) og auðvelda skráningu á uppsprettum loftmengandi efna og gerð loftdreifilík­ ana. Að auki mun það geta starfað sem alhliða gagnagrunnur um losun loftmengandi efna í landinu og því verður aðgengi, notkun og miðlun gagnanna auðveldari og einnig er hægt að spá fyrir um styrk efnanna að minnsta kosti tvo daga fram í tímann með kerf­ inu. Airviro býður upp á ótal möguleika í notkun og miðlun loft­ gæðagagna, svo sem að auðvelda rekstur og eftirlit með loftgæða­ mælistöðvum í landinu og senda viðeigandi aðilum upplýsingar, til dæmis ef stöð verður rafmagnslaus eða bilar. Einnig auðveldar það eftirfylgni með því hvort loftmengunarefni fara yfir tilskilin mörk ásamt því að streyma nær­rauntíma gögnum um loftgæði á landinu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar (loftgaedi.is). Í íslensk­ um reglugerðum eru sett heilsuverndarmörk fyrir skilgreind loft­ mengunarefni ásamt því að settar eru fram samræmdar leiðbein­ ingar um mælingar á styrk þeirra. Heilsuverndarmörk eru hugsuð fyrir almenning, bæði börn og fullorðna, sjúka sem heilbrigða og er þeim ætlað að vera viðmiðun fyrir hvað telst skaðlaust fyrir einstaklinga og þau eru sett til að tryggja heilsu manna til lengri tíma. Tilgreind mörk reglugerða um loftgæði á Íslandi, að undanskil­ inni reglugerð um styrk H2S í andrúmslofti, eru í samræmi við mörk Evrópureglugerða.36,37 Hins vegar er ekki til samræmd lög­ gjöf fyrir styrk H2S í andrúmslofti á Evrópska efnahagssvæðinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur til að heilsuverndarmörk fyrir H2S séu 150 μg/m3 og árið 2010 voru íslensk heilsuverndarmörk skilgreind sem 50 μg/m3. Í töflu II má sjá íslensk heilsuverndar­ Mynd 6. Kolareykur yfir Þingholtunum í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Mynd: Sigurhans Vignir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.