Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Oct 2019, Page 43

Læknablaðið - Oct 2019, Page 43
LÆKNAblaðið 2019/105 459 Læknafélag Íslands hefur falið nefnd að fjalla um málefni skýrslunnar Íslenski læknirinn ­ Könnun á líðan og starfsað­ stæðum íslenskra lækna, sem unnin var að frumkvæði stjórnar félagsins. Samskipta­ og jafnréttisnefnd undir forystu Ólafar Söru Árnadóttur, handa­ og skurðlækni hefur fundað tvívegis frá því í vor. „Við erum eingöngu búin að fá skýrsluna í hendur og höfum ekki fundað sérstaklega um hana. Við höfum því ekki tekið hana fyrir en munum leggja fyrstu drög að framhaldinu í kjölfar hugmynda­ vinnu á fundi 23. október,“ segir hún. „Við hittumst á tveggja mánaða fresti,“ segir Ólöf. Nefndinni er ætlað að sjá til þess að fræðsla og forvarnir séu virk og að Landspítali fari að lögum og komi í veg fyrir einelti og áreitni. „Við ætlum að þrýsta á stofnanir og tryggja að þær séu með áætlun til að koma í veg fyrir áreitni og einelti og fylgja því eftir,“ segir Ólöf. Ólöf Sara kynnti niðurstöður tengd­ ar #MeToo úr skýrslunni á alþjóðlegri ráðstefnu forsætisráðherra #Metoo – moving forward, sem haldin var í Hörpu um miðjan septembermánuð. Hundruð kvenna sóttu ráðstefnuna, en niðurstöð­ urnar voru fyrst kynntar á Læknadögum í janúar. Þær sýna að 7% kvenlækna hefðu upplifað kynferðislega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði og 1% karllækna árið 2018 . Það hefðu 47% kvenlækna reynt á starfsævinni og 13% karlkyns lækna. Ólöf leiddi hóp 433 kvenlækna og læknanema sem sendu frá sér yfirlýs­ ingu vegna kynbundinnar mismununar, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis undir myllumerkinu #ekkiþagnarskylda í desem­ ber fyrir rétt tæpum tveimur árum. Hún segir samskipta­ og jafnréttis­ nefndina hafa sprottið úr Metoo­vinnu­ hópnum. Hluti hans skipi þessa nýju nefnd en tveir frá hverju aðildarfélagi Læknafélagsins eigi þar sæti. Nefnd í málið fyrir Læknafélagið Ólöf Sara Árnadóttir, handa- og skurðlæknir. Urðarmáni er ný bók eftir Ara Jóhannes­ son lækni sem er nú búinn að koma sér vel fyrir á skáldabekk. Að baki þessari bók liggur mikil heimildavinna, og þekkingin á efninu er djúpstæð. Sviðið er Reykjavík á því sögufræga ári 1918. Í bókinni fléttar Ari haganlega saman ýmsum þráðum um spænsku veikina og baráttu við hana hjá háum og lágum. Jafnframt notar Ari sína skáldgáfu óhefta, breytir nöfnum, eykur við nýjum persónum á sviðið og fleira í þeim dúr. Frásögnin er römmuð inn af tveimur köflum þar sem svokallaður nútími leikur lausum hala og kínverskir túristar hafa borið með sér nýja drepsótt til landsins. Sölvi Oddsson gjörgæslu­ læknir og góðkunningi höfundar úr fyrri bók hans Lífsmörk skýtur óvænt upp kolli. Sterk líkindi eru milli þessara drepsótta, og Ari bregður upp óhugnanlegum lýsing­ um af ástandinu. Í meginhlutverki sögunnar er land­ læknir og hans breyskleiki. Drepsóttin, lífið, kókaínfíknin, togstreitan við ljós­ móðurina, há og lága. ­ Gosið í Kötlu kem­ ur líka við sögu og fullveldisfagnaðurinn 1. desember. Inn á milli er skotið bútum úr dagblöðunum frá því nóvember 1918 þegar flensan geisar hvað harðast sem gerir frásögnina mjög raunverulega og kippir lesandan­ um niður á jörðina. Fyrir nokkrum dögum var hér á kreiki stórskáldið Ian McEwan og eitt af því sem hann sagði var að gildi þess að lesa sumar bækur oft væri ótvírætt, uppskeran væri alltaf fersk og vitundin næmi aldrei í einum lestri allan þann hugarheim sem ein bók gæti geymt. Þetta smellpassar við Urðarmána, Ari hefur spunnið inn í frásögnina svo marga þætti að annar lestur sýnir lesandanum nýja fleti og tengingar. Spænska veikin var síðasti stóri mann­ skæði faraldurinn sem hér hefur farið yfir og Reykjavík lamaðist þessa nóvem­ berdaga 1918. Þessari martröð hefur ekki verið gerð mikil skil í bókmenntum, til þess var minningin of sár og nærri í tíma. En 2019 dettur lesanda í hug ef til vill gæti verið stuttur spölur milli bókar og kvik­ myndar eða sjónvarpseríu. Netflix? Jón Trausti rithöfundur var fæddur 1873 á Rifi á Melrakkasléttu. Hann dó í spænsku veikinni og kemur mjög við sögu í Urðarmána. Jón Trausti var vinsæll höfundur, ­ skrifaði bækur af sögulegum toga og byggðar á uppvexti skáldsins í mikilli fátækt á heiðarbýli á Öxar­ fjarðarheiði. Einu ljóða hans var auðið langra lífdaga því að Sigfús Einarsson gerði lag við það, Draumalandið, sem ein­ söngvarar og kórar hafa spreytt sig á. Bók Andra Snæs, Draumalandið (2006) á aug­ ljósa tengingu við þetta ljóð. Hér er hægt að hlusta á það: youtube.com/watch?v=3fL- GRYke2Ok VS Bókauppskera haustsins Ari og Ian, tveir góðir Vélar eins og ég, nýjasta verkið úr penna Ian McEw- an, sem Árni Óskarsson þýddi. McEwan snýr upp á lesandann: spennandi, fágaður og eldklár. Bók hans Laugardagur fjallar um dag í lífi skurðlæknis og opn- ar fyrir manni þankagang homo sapiens.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.