Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 45

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2019/105 461 Sigurður segir að hann hafi mikið velt fyrir sér hvað hann ætti að gera í lífinu og valið læknisfræði. „En það blundaði alltaf í mér áhugi á frönsku en læknisfræðin var svo krefjandi að það var ekki hægt að leika sér í því. En þegar ég kom heim aftur eftir að hafa verið ansi mörg ár í Bandaríkjunum í sérnámi í skurðlækningum fór ég að sækja námskeið hjá Alliance Française öðru hvoru,“ segir hann. „Ég hafði meira að segja leitað fyrir mér í Montreal í Kanada, þegar ég var að sækja námskeið í lýtalækningum í Bandaríkjun­ um. Þannig gæti ég sameinað áhugamálið og það sem ég hafði starfa af. En þeir svör­ uðu mér til baka að það væri bara fyrir þá tvítyngdu.“ Sigurður hætti á Landspítala sjötugur og á eigin stofu 78 ára og eftir ábendingu frá kennara hjá Alliance Française hóf hann nám í Háskóla Íslands en hvað ætlar svo Sigurður að gera við frönskuna? „Ég er ekki tónlistarmaður en mér skilst að ef maður lærir á píanó þurfi maður öðru hvoru að taka í það. Ég ætla ekki að gera annað við frönskuna en að hafa ánægju af henni.“ Sérhæfði sig í klofnum gómi Við Sigurður ræðum hversu mjög skurð­ lækningar hafa breyst. „Nú eru aðgerðir á brjóst­ og kviðarholi gerðar í gegnum lítil göt með spegli. Þeim er fjarstýrt. Ég var að lesa um franskan lækni sem var staddur í New York en gerði aðgerð með vélmenni í Strassborg í gegnum netið. Þetta eru aðrir heimar,“ segir Sigurður. En hafði hann ímyndunarafl til að sjá þessar miklu breytingar fyrir? „Það er nú enginn spámaður í sínu eigin landi eða fagi,“ segir hann og fylgist vel með þróunum í lýtalækningum. Aðgerðir á börnum drógu hann að þeim. „Börn með klofna vör og góm. Það var stórkostlegt að sjá hvað hægt var að gera þar. Meðan ég var við vinnu í Kaliforníu í nokkur ár fór ég í ferðir niður til Mexíkó í sjálfboðaliðahópum á vegum háskólans. Einu sinni fór ég niður til Gvatemala. Við fórum upp í fjöllin til indjána og gátum boðið þekkingu okkar og kunnáttu og lag­ að svona hluti,“ segir hann. „Í raun og veru sá maður á leiðinni heim að maður hafði engu breytt fyrir samfé­ lagið, þótt maður hefði gert heilmikið fyrir fáeina einstaklinga. Það var blendin tilfinn­ ing og ég velti því fyrir mér hvort ég hefði gert þetta af eigingjörnum ástæðum af því að mig langaði að sjá eitthvað óvenjulegt, gera eitthvað eða hafa áhrif,“ segir Sigurð­ ur. „Ég lærði í nokkra mánuði hjá lækni sem heitir Ralph D. Millard í Flórída. Hann var einhver þekktasti skurðlæknir hvað varðar Sigurður á skrifstofu sinni en þar sér- valdi hann bækurnar sínar inn þegar hann flutti í nýja íbúð. Aðrar bækur hans fóru í Geymslur sem urðu stór- bruna að bráð í Hafnarfirði í fyrravor. Mynd/gag að gera við klofna vör og góm og hann hafði verið í hernum í Kóreu­ stríðinu.“ Þar hafi orðspor hans borist víða og hann hlotið heilmikla reynslu. Varð að breyta um kúrs „Ég var hjá honum fyrst og fremst til að öðlast færni í að gera við klofinn góm og varir. Það varð mitt aðalstarf í fjögur ár í San Diego en ekki hér heima. Að­ stæður voru þannig að mér bauðst það ekki,“ segir Sigurður og útskýrir. „Það geta ekki margir verið að gutla í svona sérhæfðu verkefni. Ég þróaðist því inn í önnur verkefni,“ segir Sigurður. „Mað­ ur ýtir engum út úr því sem hann er að gera heldur reynir að gera eitthvað gott sjálfur.“ Sigurður fann sína hillu hér heima og vann við endursköpun brjósta eftir brottnám í kjölfar krabbameins. „Þá var það ýmist með því að flytja vef af baki fram á brjóst, en þá þurfti að nota sílik­ onpúða líka. En svo kom að því að ég lagði í að flytja vef frá nafla að lífbeini, sem er aðallega fita og brjóstabanki fyr­ ir konur sem hafa misst brjóstið,“ segir Sigurður sem var lengi í samstarfi við Rafn Ragnarsson. Mælir með námi á efri árum En sér hann einhvern tímann eftir því að hafa frekar valið skurðlækningar en frönsku? „Nei, það gæti ég nú ekki sagt með sanni. Franskan var hugðarefni og leikur. Nei, ég sé ekkert eftir því,“ segir hann stoltur af ævistarfinu. Hann mæl­ ir hiklaust með námi að loknu starfi. „Ef hugurinn stendur til náms er það ekki spurning. Ég sá nokkra yfir sjötugt í námi. Nokkrir voru í sögu og einn var hissa að sjá mig því hann hélt alltaf að hann væri elstur. Hann lærði rúss­ nesku,“ segir hann og nefnir sérstaklega einn kostinn. „Það er jú stímúlerandi að vera innan um ungt fólk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.