Læknablaðið - okt. 2019, Side 46
462 LÆKNAblaðið 2019/105
Kristinn R. Guðmundsson
Frv. yfirlæknir heila- og taugaskurðdeild
Landspítala/Borgarspítala
kristann@mmedia.is
Í tímans rás hafa ýmisskonar tæknilegar
framfarir haft afgerandi áhrif á heila og
taugaskurðlækningar og enn frekari
þróun er fyrirsjáanleg. Það er fróðlegt að
vekja athygli á þessu og velta fyrir sér
áhrifum þess á íslenska heilbrigðisþjón
ustu undanfarin tæp 50 ár.
Hrosshár í strengjum og holað innan tré
Ekki átti hann fiðlungur meira fé.
(Davíð Stefánsson)
Æxli í höfði er þekkt frá alda öðli. Einhver
vitneskja um þau og líffæri höfuðs og
heila voru samt lengst af mjög af skornum
skammti, eða fram yfir 1500 að endur
reisnartímabilið hófst og krufningar voru
leyfðar. Prentun bóka hófst og Andreas
Vesalius gaf út bók sína De Humani Cor-
poris Fabrica árið 1543 með allnákvæmri
lýsingu á taugakerfi mannslíkamans.
Hann lýsti heila og heilaholum, heila
taugum, heila dingli, heilahimnum, æðum
og blóðrás heilans og mænu. Æ meiri
vitneskja kom fram um starfsemi heilans
og skyldleika við ýmsa sjúkdóma sem
hrjáðu manninn, eins og heilablæðingu
og slag, lömun og krampa. Smám saman
gerðu menn sér grein fyrir staðsetningu
og starfsemi í heila og mænu, í stórum
dráttum. En til að geta gert aðgerðir á
heila og mænu þurfti meira til. Svæfing
og deyfing hélt innreið sína löngu seinna
og bæði knúði á og gerði mögulegar lengri
og flóknari aðgerðir en áður höfðu þekkst.
Þekking á orsökum sýkinga og varnir
gegn þeim í aðgerðum (aseptic og antiseptic
surgery) olli sömuleiðis byltingu.
Sagt er að fyrir 130 árum hafi fyrstu
tækin á sumum af stærstu og þekktustu
spítölum Bandaríkjanna verið hitamælar
og sprautur. Lesið hefi ég að við saman
saum á sárum hafi löngum verið notað
„catgut“ (sérstaklega verkað og þurrkað
„kattargirni“ unnið úr görnum kinda!),
en einnig voru um aldamótin 1900 notuð
sérstaklega útbúin hrosshár úr faxi. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar. Blæðing
í aðgerðum virðist heldur ekki merkilegt
atriði en var það þó, því blæðing var
alltaf lífshættuleg. Höfuðsár og skurðir
geta blætt gífurlega. Reynt var að nota
sérstakar stellingar, til dæmis uppisitjandi
stöður, og er enn gert. Settur var stasi
um höfuðið en það var eins og gefur að
skilja heldur ólánlegt. Reynt var að halda
um sárið en heilinn þolir ekki mikinn
þrýsting. Að skola með heitu vatni var
einnig reynt. Á síðari tímum hafa menn
notað sáraklemmur eða æðaklemmur
á sárbarmana með góðum árangri. Að
undirbinda æðar í heila er og var hins
vegar illmögulegt og þar var því þörf á
annarri lausn. Yfirborðsstorknandi efni
eins og Surgicel er og notað til að stöðva
yfirborðsblæðingu og mikið er skolað með
saltvatni.
Harvey Cushing og William Bovie
Með því að helga sig heila og taugaskurð
lækningum algjörlega, úthugsa og leggja
áherslu á öguð og þaulhugsuð vinnubrögð
og tileinka sér jafnóðum og ýta undir allar
nýjungar og framfarir í læknavísindum,
tókst Harvey Cushing að lyfta heila og
taugaskurðlækningum upp á það svið
sem þau eru á í dag og er hann þess vegna
með réttu talinn faðir nútíma heila og
taugaskurðlækninga. Cushing tókst með
því að draga stórlega úr sýkingum og
heilabólgu á árunum fyrir 1910 að lækka
gífurlega dánartölur eftir aðgerðir á höfði,
sem voru á þessum árum um 50%. Eftir
1910 tók hann upp samstarf við William T.
Bovie, en það nafn þekkja margir skurð
læknar, og það leiddi til þróunar á notkun
rafmagns árið 1926. Þetta eitt og sér olli
byltingu í heilaskurðlækningum og skurð
lækningum almennt sem enn stendur
fyrir sínu.
CUSA
Sogtæki er notað til að sjúga úr aðgerðar
svæðinu bæði saltvatn og blóð, sem sífellt
Tíminn, tæknin og
taugaskurðlækningar
A Ð S E N T E F N I
M
yn
d:
V
éd
ís