Læknablaðið - Oct 2019, Page 47
LÆKNAblaðið 2019/105 463
safnast fyrir, og sogtæki er algjör nauðsyn
við hverja aðgerð. En fyrir nokkrum árum
kynntumst við hins vegar þessu tæki
(CUSA, Cavitron Ultrasonic Aspirator):
endinn á sogpípunni titrar fyrir kraft há
tíðnihljóðs, sem maður heyrir þó ekkert í.
Þessi titringur brýtur niður viðkvæman
vef, eins og æxlisvef, sem oddurinn á sog
inu kemst í snertingu við og sýgur hann
jafnframt upp. Hægt er að stilla kraftinn
mjög nákvæmlega og því unnt að beita
tækninni innan um viðkvæmar æðar og
taugar. Þess má geta að tækið hefur komið
að góðum notum hjá öðrum sérgreinum
eins og við æxli í lifur.
Loftheilamyndataka og æðamyndataka
Sú tíð er liðin þegar taugalæknirinn stóð
bak við heilaskurðlækninn og sagði hon
um hvar ætti að skera. Liðin er einnig sú
tíð að skurðlæknirinn þurfti að loka vegna
þess að ekkert fannst og gera einfalda
þrýstingslækkandi aðgerð í gagnauga
svæði upp á von og óvon til að létta á
þrýstingi í höfðinu.
Árið 1879, eftir að hafa staðsett æxlið
eingöngu eftir klínískum einkennum,
fjarlægði skoski skurðlæknirinn William
MacEwen (18481924) í fyrsta skipti æxli
í heila með góðum árangri. Í nóvember
1884 notaði enski læknirinn Alexander H.
Bennett aðferð MacEwen til að staðsetja
æxli í heila en enski skurðlæknirinn R.
Godlee fjarlægði það og var þetta einnig í
fyrsta skipti sem heilaæxli var fjarlægt en
þó sérstakt að því leyti að þarna var farið
innfyrir basthimnu (dura mater). Þetta at
vik vakti gífurlega athygli hjá „læknaelít
unni“ í London og var talið marka upphaf
nútímaheilaskurðlækninga. Olli þetta tölu
verðri togstreitu þótt sjúklingurinn sjálfur
dæi svo úr sýkingu nokkrum dögum síðar
en það þótti ekki tiltökumál í þennan tíma
enda algeng aukaverkun við aðgerðir.
Það sýndi sig að unnt væri að sjá útlín
ur heilahólfanna og með því að sprauta
inn í þessi hólf lofti, annaðhvort með
mænustungu í sitjandi stöðu eða með því
að gera borholu í höfuð, stinga á heilaholi
og dæla þar inn lofti eða litarefni. Þetta
var bæði áhættusamt og mjög óþægilegt
fyrir sjúklinginn en gat gefið miklar upp
lýsingar. Það var nánast fyrir tilviljun að
þessi möguleiki varð mönnum ljós. Eitt
sinn var verið að mynda höfuðkúpubrot
í New York og menn sáu á myndunum
skugga (eftir utanaðkomandi loft) sem
þeir ekki könnuðust við. Það var þó fyrst
í lok fyrra stríðs þegar Walter Dandy fékk
þá afdrifaríku hugmynd að skipta mænu
vökva (CSF) út fyrir loft. Loftheilamynda
taka var þar með fædd, fyrsta aðferðin
til að sýna staðsetningu meins í heila á
mynd. Áhrifin létu ekki á sér standa og
þegar í stað fundust mörg fleiri (30%) æxli
í heila en áður hafði gerst. Cushing var
að sögn lengi að melta þetta enda voru
þeir engir vinir, svo sem frægt var! Hér
má bæta við að við Bjarni Hannesson
notuðum þessar rannsóknaraðferðir alloft
fyrir daga tölvusneiðmynda og MRI. Við
notuðum einnig isótópaskann og æða
myndatöku.
Egas Moniz (18741955) hlaut Nóbels
verðlaun árið 1949 fyrir þá uppgötvun að
hvítuskurður í ennisblaði (lobotomy) gæti
bætt líðan ýmissa geðsjúklinga. Hann
var Portúgali, prófessor í lyflækningum
og taugasjúkdómalæknir / geðlæknir.
Ekki var hann skurðlæknir. Hann var illa
haldinn af liðagigt og varð því að treysta á
vin sinn og kollega, Pedro Almeida Lima,
að gera það sem gera þurfti í þeim efnum.
Þessi aðgerð varð mjög þekkt um tíma,
reyndar fram á síðustu tíma. Árangur var
stundum góður en oft umdeildur. En það
var annað sem hélt nafni Moniz á lofti.
Á námsárum sínum í París hafði hann
kynnst Frakkanum Sicard en hann kynnti
mænumyndatöku (1944) fyrir umheimin
um. Moniz langaði til að gera það sama
fyrir heilann og eftir margar tilraunir kom
hann fram með „Angiografíu,“ í París í
júlí 1927: „L‘Encephalographie arterielle et son
importance dans la localisation des tumeurs
cérébrales“. Ég sá þetta fyrst gert hérlendis
1963 eða 64, og það var Gunnar Guð
mundsson yfirlæknir sem var að verki. Þá
voru bara fáar myndir eða rammar teknir.
Stungið var á Carotis æðinni í hálsi og
var það töluvert vandasamt.
Tölvusneiðmyndir
Koma þessara tækja til landsins var
byltingarkennd. Þessi tæki reyndust ómet
anleg við rannsóknir á slysum, sjúkdóm
um í heila og höfði, sjúkdómum í hálsi,
hrygg og mænu og brjósklosi í baki. Tækin
hafa getið af sér aðrar rannsóknaraðferð
ir, svo sem iMRI, fMRI, skurðsmásjár og
heilaholspeglun. Mælingu á þrýstingi í
höfði (ICP), fyrst og fremst eftir slys, höf
um við gert árum saman. Allt felur það í
sér að gera borholu í höfuðkúpuna og setja
inn mæli, ýmist í heilahol (intraventric),
undir eða yfir basthimnu. Reynt hefur
einnig verið að þróa tækni til að mæla
þrýstinginn án þess að opna inn í höfuðið.
GPS heilans
Aðferð til staðsetningar í aðgerð sem er
tiltölulega ný af nálinni og tekin í notkun
hér fyrir fáum árum: Stealth Station S8
Surgical Navigation System. Þetta kerfi
gerir skurðlækninum mögulegt að stað
Mynd (tekin 1928-1932) birt með leyfi frá
Yale-háskólanum, nánar tiltekið bókasafn-
inu: Cushing /Whitney Medical Library.
Á myndinni eru læknarnir Otfrid Förster
og Harvey Cushing (1869-1939), faðir
taugalækninga, að ræða við ungan sjúkling.
Myndin heitir:
A happy neurological patient.