Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jun 2019, Qupperneq 17

Læknablaðið - jun 2019, Qupperneq 17
LÆKNAblaðið 2019/105 273 R A N N S Ó K N þegar rannsóknarhópurinn var skoðaður í heild (0,78; 95% ÖB: 0,44­1,37; p>0,5) (tafla III). Fæðingarþyngd Börn með lága fæðingarþyngd (<2500g) í rannsóknarþýðinu voru 30 (3,7%) og voru 22 þeirra fyrirburar. Fimm (16,7%) þeirra fæddust eftir framköllun fæðingar. Hæst var tíðni lágrar fæðingarþyngdar meðal kvenna með hryggikt (6,8%) en þar á eftir komu konur með iktsýki (4,4%). Börn með háa fæðingarþyngd (>4000g) voru hins vegar 178 (22,2%) og var hæsta tíðnin meðal kvenna með sóra­ gigt (26,8%) en næsthæst hjá konum með hryggikt (25%). Mark­ tækt minni hætta var á lágri fæðingarþyngd meðal kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma í samanburði við viðmið (0,37; 95% ÖB: 0,36­0,37 p<0,05). Mæður með sóragigt voru þó eini sjúkdóms­ hópurinn sem hafði marktækt minni hættu á lágri fæðingarþyngd (0,19; 95% ÖB: 0,04­0,86; p<0,05) (tafla III). Fæðingar eftir upphaf meðferðar með TNFi Fimmtíu og þrjár fæðingar (6,6%) áttu sér stað eftir að móðir hóf TNFi­lyfjameðferð (tafla V) og þurfti að framkalla 23 (43,4%) þeirra. Af þeim voru tvær fæðingar þar sem móðir hóf lyfjameð­ ferð á meðgöngunni. Sex fæðingar voru fyrirburafæðingar og af þeim voru fimm mæður með iktsýki. Ein fyrirburafæðing varð í kjölfar framköll­ un fæðingar. Hlutfall fyrirburafæðinga var hærra eftir að móðir hóf meðferð með TNFi en áður en þær hófu TNFi­meðferð en náði ekki marktækismörkum (p>0,05). Í samanburði við heilbrigða við­ miðunarhópinn var fjórföld hætta á fyrirburafæðingu hjá þessum konum (4,07; 95% ÖB: 1,03­16,18, p=0,05). Keisaraskurðir voru 19 (35,8%), sem er hærri tíðni en við fæðingar í rannsóknarhópnum fyrir TNFi­meðferð (20,1%) og hjá heilbrigðum viðmiðum (18,6%). Sjö keisaranna (36,8%) höfðu sögu um fyrri keisara. Hlutfall nýbura með lága Apgar­einkunn eftir að móðir hóf TNFi­lyfjagjöf reyndist einnig hærra en meðal þeirra nýbura sem fæddust fyrir TNFi­lyfjagjöf. Sex börn fæddust með lága fæðingarþyngd (11,3%), sem er sömuleiðis hærra hlutfall en í samanburðarhópunum. Þetta náði þó ekki marktæknimörkum (tafla VI). Umræður Með þessari rannsókn hafa fengist nokkuð ítarlegar upplýs­ ingar um fæðingasögu kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma á Íslandi. Helstu niðurstöður sýna að fyrirburafæðingar meðal þessara kvenna eru fátíðari hér á landi en erlendis og ekki reyndist áhættuaukning á fyrirburafæðingu. Hins vegar er algengara að konur með alvarlega liðbólgusjúkdóma fæði með keisaraskurði og er tíðni valkeisaraskurða hærri en bráðakeisaraskurða í þeim samanburði. Meðal nýbura þessara kvenna eru ekki fleiri létt­ burar og nýburar þeirra eru ekki verr á sig komnir við 5 mínútna aldur en aðrir nýburar. Þá eru hlutföll valkeisaraskurða meðal kvenna sem hafa fengið meðferð með TNFi nokkru hærri en í samanburðarhópum. Ennfremur eru ákveðnar vísbendingar um að nýburar þessara kvenna fæðist oftar fyrir settan dag og séu með lægri fæðingarþyngd. Rúmlega helmingur kvennanna í ICEBIO hafa eignast barn, sem verður að teljast heldur hátt hlutfall í ljósi þess að um konur með alvarlegan langvinnan sjúkdóm er að ræða. Þekkt er að konur með liðbólgusjúkdóma eigi færri börn en viðmið og eigi erfiðara með að verða þungaðar.14,15 Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands frá árinu 2017 fæðir hver kona á Íslandi að meðaltali 1,71 barn á lífsleiðinni, en þessi tala, sem kölluð er fæðingatala, hef­ ur lækkað hratt á undanförnum árum.16 Í okkar gagnasafni var fæðingatalan 1,1 barn á konu í ICEBIO, en ekki eru allar konurnar komnar úr barneign, sem gæti skekkt niðurstöðurnar. Rannsaka mætti betur annars vegar þær konur sem skráðar eru í ICEBIO sem hafa ekki eignast barn, og hins vegar hvernig þessum konum hefur gengið að verða þungaðar og hver sé tíðni fósturláta meðal kvenna með liðbólgusjúkdóma á Íslandi. Flestar konurnar í þýðinu höfðu iktsýki, næstflestar sóragigt og þar á eftir hryggikt, sem er í samræmi við algengi þessara sjúkdóma.1,2,17 Í rannsókninni eru konur sem fæddar eru á löngu tímabili. Ýmsar nýjungar hafa komið til bæði í meðferð og grein­ ingu þessara sjúkdóma á undanförnum árum og gefur því auga leið að kona sem greindist með liðbólgusjúkdóm 1970 bjó ekki við sömu úrræði og kona sem greindist 2016. Nú er til að mynda lagt kapp á að greina þessa sjúkdóma sem fyrst og hefja strax meðferð með það að markmiði að komast í sjúkdómshlé og koma þannig í veg fyrir liðskemmdir og fylgikvilla langvinnrar bólgu.18,19 Dreifingu fæðinga eftir sjúkdómstímabilum móður má að ein­ hverju leyti skýra með því að margar þessara kvenna fengu stað­ festa greiningu á liðbólgusjúkdómi er þær voru komnar af barn­ eignaraldri. Eins voru margar konur komnar úr barneign þegar þær hófu meðferð með TNFi­lyfjum sökum þess hve tiltölulega nýlega líftæknilyfin komu á markað. Þó þyrfti að skoða betur sjúkdómsvirkni þessara kvenna eftir greiningu og athuga hvaða ástæður liggja að baki svo fáum fæðingum eftir sjúkdómsgrein­ ingu gigtarsjúkdómsins og eftir að meðferð með TNFi var hafin. Aldur mæðra við fæðingu var normaldreifður í öllum sjúk­ dómahópum en þó virðist aldursdreifing kvenna með iktsýki vera hliðruð til hægri um fimm ár miðað við hina sjúkdómana. Ýms­ ar ástæður gætu legið þar að baki sem vert væri að skoða nánar. Þrátt fyrir alvarlega liðbólgusjúkdóma reyndust 93% kvennanna í vinnu eða námi. Mögulega er það vegna árangurs af meðferðinni. Hæsta­ tíðni­ örorku/lífeyrisþega/atvinnuleysis­ er­ að­ finna­meðal­ kvenna með hryggikt, sem gæti mögulega skýrst af meiri sjúk­ dómsvirkni eða þá að einkenni sjúkdómsins hafi meira hamlandi áhrif á starfsgetu þessara kvenna en hinna sjúkdómanna. Fyrirburafæðingar hér á landi meðal kvenna með iktsýki var 6,4% og 5,3% meðal kvenna með hryggikt en áhættan reyndist ekki marktækt hærri en í heilbrigðum viðmiðunarhópum. Þessi tíðni er nokkru lægri en sást í rannsóknum frá Svíþjóð og Dan­ mörku en þar reyndist tíðni fæðinga á meðgönguvikum 32­36 vera um 8­9% og áhættuaukningin var 44­92%.17,20 Hins vegar sýnir lítil rannsókn á iktsýki frá Bandaríkjunum 28% fyrirbura­ fæðingar og var marktæk tenging milli fyrirburafæðingar og stöðvunar á gigtarlyfjameðferðinni.21 Hér ber að nefna að þessar rannsóknir tóku einungis til kvenna með greindan liðbólgusjúk­

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.