Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jun. 2019, Síða 21

Læknablaðið - jun. 2019, Síða 21
LÆKNAblaðið 2019/105 277 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Janus endurhæfing hefur sinnt starfsendurhæfingu á Íslandi frá árinu 2000 og hefur frá stofnun lagt áherslu á tækninýjungar, ný­ sköpun og þróun. Þetta hefur komið sér vel, ekki síst vegna sam­ félagslegra breytinga eins og fjölgunar öryrkja hér á landi síðast­ liðin ár. Til að mynda voru 8% einstaklinga á aldursbilinu 18­66 ára á örorkulífeyri árið 20171 og voru geðraskanir þar algengasta orsökin.2 Síðustu tvo áratugi hefur starfsendurhæfing skipað mik­ ilvægan sess í íslensku samfélagi og fjöldi þeirra sem leita eftir þjónustu eykst með hverju árinu sem líður. Í desember 2017 höfðu alls 12.856 einstaklingar leitað til Virk starfsendurhæfingarsjóðs frá stofnun hans, en það ár var metfjöldi nýrra einstaklinga í þjón­ ustu á vegum sjóðsins.3,4 Ávinningurinn af starfsendurhæfingu er margfaldur, því auk bættra lífsgæða einstaklinga þá hagnast samfélagið í heild við það að einstaklingar fari út á hinn almenna vinnumarkað.3 Í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir starfsendurhæfingu á Íslandi í dag,3 er þörf á að veita skilvirkari þjónustu. Rannsókn var því framkvæmd með því markmiði að nýta gervigreind til að finna þætti sem hugsanlega hafa áhrif á starfsendurhæfingu einstak­ lingsins.5 Gervigreind er samansafn reiknirita sem gera tölvum kleift að bregðast við utanaðkomandi upplýsingum með hámarks gagnsemi. Vonast var til að með því að nýta gervigreind og finna áhrifaþætti starfsendurhæfingarinnar opnaðist möguleiki til íhlutunar sérfræðinga fyrr en ella.5 Það er hins vegar hægara sagt en gert að auka skilvirkni starfsendurhæfingar, þar sem mikið álag Nýsköpun: Getur gervigreind gert endurhæfingu skilvirkari? Kristín Siggeirsdóttir1,2 iðjuþjálfi Ragnheiður D. Brynjólfsdóttir1 uppeldis- og menntunarfræðingur Sæmundur Ó. Haraldsson1,3 tölvunarfræðingur og iðnaðarverkfræðingur Ómar Hjaltason1,4 læknir Vilmundur Guðnason1,2,5 læknir 1Janus endurhæfing, Skúlagötu 19, 2Hjartavernd, 3Lancaster University, Bailrigg, Englandi, 4Lækning, Lágmúla 7, 5Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Kristín Siggeirsdóttir, kristin@janus.is er á endurhæfingarhluta heilbrigðiskerfisins í dag. Langir biðlistar hafa að geyma einstaklinga sem glíma við fjölþætt geðræn og lík­ amleg vandamál. Önnur vandamál geta einnig haft áhrif á gæði og skilvirkni heilbrigðisþjónustunnar, eins og til dæmis skortur á starfsfólki og fjármagni.5­7 Ætla má að hluti þeirra einstaklinga sem ekki næst að þjónusta í tæka tíð eða þannig að vel til takist fari á örorku. Á síðustu árum hefur Janus endurhæfing skapað sér orðstír utan sem innan landsteinanna fyrir framsækni í notkun og þátt­ töku í þróun nýrra tæknilegra lausna í starfsendurhæfingu. Fyrst með sérsniðnu utanumhaldskerfi fyrir endurhæfingu og síðar með aðkomu að þróun á lifandi gervigreindarhugbúnaði sem kall­ ast Völvan og er efniviður þessarar greinar. Þessi grein byggist á samantekt á tveimur frumrannsóknum varðandi Völvuna sem hafa verið birtar í erlendum ritrýndum ráðstefnuritum.5,7 Til þess að fyrirbyggja varanlega örorku er nauðsynlegt að veita einstaklingum rétta aðstoð strax frá upphafi. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að sérfræðingum yfirsjáist undirliggjandi vandamál (diagnostic overshadowing) en það getur reynst snúið ef einstaklingar glíma bæði við geðræn og líkamleg einkenni.8 Af þessum sökum er mikilvægt að sérfræðingar úr ólíkum starfsstétt­ um vinni náið saman. Jafnvel þó að sterkt sérfræðiteymi sé til stað­ ar má ekki gleyma að erfitt getur reynst að koma auga á og hafa yfirsýn yfir alla áhrifaþætti í endurhæfingarferli einstaklingsins. Innleiðing gervigreindar í heilbrigðiskerfið í þessum tilgangi gæti því verið góð viðbót fyrir starfandi sérfræðinga.5 Með innleiðingu gervigreindar sem hefur hag einstaklingsins að leiðarljósi, ásamt Á G R I P Eftirspurn eftir starfsendurhæfingu á Íslandi hefur aukist síðastliðin ár og aðsókn ungs fólks þar hlutfallslega mest. Miklu máli skiptir að fjármunum samfélagsins sé vel varið án þess að gæði og þjónusta skerðist. Sú spurning vaknar því hvort gervigreind geti stuðlað að aukinni skilvirkni þessa geira. Nýsköpunarverkefni um þróun, prófun og innleiðingu á gervigreindarhugbúnaðinum Völvunni var innleitt í starfsemi Janusar endurhæfingar. Spár Völvunnar gefa meðal annars vísbendingar um hvar einstaklingur gæti hugsanlega þurft aðstoð og gefa sérfræðingum tækifæri til að bregðast við og gera viðeigandi ráð- stafanir í meðferð. Nákvæmni, næmi og hittni Völvunnar hefur reynst vera framúrskarandi í tveimur rannsóknum þar sem tekist hefur að koma auga á dulin mynstur í aðstæðum skjólstæðinga sem gætu haft áhrif á endurhæfingarferlið. Völvan virðist því lofa góðu sem verkfæri í einstaklingsmiðaðri endurhæfingu þar sem fólk glímir við þung og flók- in vandamál. Innan Janusar endurhæfingar er verið að innleiða Völv- una sem hlutlausan teymismeðlim. Markmið greinarinnar er að kynna Völvuna og rannsóknir tengdar henni. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.06.236

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.