Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jun. 2019, Side 36

Læknablaðið - jun. 2019, Side 36
292 LÆKNAblaðið 2019/105 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Með sýndarveruleikatækni hafa menn skapað hreyfiheim sem er svo raun­ verulegur að einstaklingar finna fyrir hreyfiveiki, eins og sjó­ eða bílveiki, þótt þeir sitji eða standi kyrrir,“ segir Hannes Petersen, háls­, nef­ og eyrnalæknir og prófessor við Læknadeild HÍ. Hann stend­ ur fyrir ráðstefnu um hreyfiveiki í Hofi á Akureyri 7.­10. júlí. „Leikjaframleiðendur hafi skoðað möguleikann á að nota sýndarveruleika­ gleraugu við leiki sína en spilarar hafa oft hafnað þeim vegna hreyfiveiki. Þeim finnst betra að horfa á skjáinn því þeir upplifa of mikil einkenni hreyfiveiki í gegnum gleraugun. Þeim er óglatt og líður ekki vel,“ segir Hannes. Hann segir fólk ekki skynja hreyfi­ ertingu í jafnvægishluta innri eyrna í sýndarveruleika, heldur sé sjónupplifunin slík, til dæmis í bíl eða rússíbana, að við­ komandi sé nánast við það að kasta upp. „Fyrst héldum við að skynjun í gegnum innra eyra væri mikilvægari en sjónin við sjóveiki. Nú erum við að átta okkur á að það sjónræna nægir,“ segir Hannes. Hreyfingin sjálf valdi því ekki hreyfiveiki heldur skynjunin. „Það er svo margt nýtt í þessu sem nútímatækni hefur fært okkur.“ Flugmenn finna fyrir hermisveiki Hann segir að rétt eins og tölvuleikjaunn­ endur finni fyrir hreyfiveiki lýsi flugmenn sem þjálfa hæfni sína í flughermi sömu einkennum. „Þeir vita að hermirinn er fastur við jörð og inni í byggingu. Þótt hann sé á glussum og hreyfist lítillega er það ekkert í líkingu við flugvélina sem þeir skynja í gegnum skjái í herminum. Þetta er kallað, flughermiveiki (simulator sickness).“ Þekktir bílaframleiðendur taka þátt í umræðu um sjálfkeyrandi bíla á ráðstefn­ Hannes Petersen læknir og prófessor í læknadeild Háskóla Íslands stendur að fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um hreyfiveiki. Hann segir nútímatækni hafa fært þeim nýjar upplýsingar um sjóveiki. Mynd/gag Snjalltækni fjölgar þeim sem finna fyrir einkennum líkum sjóveiki Með nútímatækni, eins og sýndarveruleikagleraugum, finna fleiri en áður fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- og bílveiki. Sjálfkeyrandi bílar munu svo fjölga þeim enn frekar sem finna einkennin. Þetta segir Hannes Petersen læknir sem stendur að fyrstu alþjóðlegu hreyfiveikisráðstefnunni. Hún verður á Akureyri í sumar. Stofna sjóveikissetur á Akureyri Ritað verður undir viljayfirlýsingu um að stofna sjóveikissetur í tengslum við al­ þjóðlegu ráðstefnuna um hreyfiveiki á Akureyri í júlí. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri, sem og frönsku háskólarnir í Caen og Norm­ andí, standa að setrinu. Færa á setrinu nýtt tæki svo rannsaka megi hreyfiveiki frekar. Meðal þess sem á að skoða er hvort þjálfa megi sjómenn á tækinu í landi áður en þeir fara út á sjó, því flestallir sjómenn finni fyrir sjóveiki fyrstu þrjá til fjóra dagana í hverjum túr. „Þeir eru með öll einkenninn. Þeir eru hálfþreyttir, þeir eru sveittir í lófum, hraðinn á meltingarveginum hægist, öndunin er hröð, blóðþrýstingurinn og púls­ inn er eins og hjá hreyfiveikum. Það vantar aðeins að æla og því telja þeir sig ekki sjóveika,“ segir Hannes Petersen læknir. Þeir fái svo sjóriðu þegar þeir komi í land. Með þjálfun mætti stytta þann tíma og minnka líkur á slysum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.